Er flokkun sorps umhverfismál - eða mannasiðir?

Já, hvað eru umhverfismál? Eru hvalveiðar umhverfismál? Eða eru hvalveiðar, eins og grænfriðungar nefna hér, fyrst og fremst ímyndarmál? Mannasiðir í samfélagi þjóðanna? Sá vægir sem vitið hefur meira - kannski - að hætta hvalveiðum? Hvalveiðar geta ekki orðið sjálfbærar nema markaður stóraukist.

Sama gildir um að flokka þann úrgang sem frá okkur kemur - setja ekki matarleifar saman við plastumbúðir eða mjólkurfernur. Ég flokka það fyrst og fremst sem mannasiði að minnka úrganginn í kringum okkur og koma honum á rétta staði, rétt eins og það tíðkast ekki á góðum bæjum að henda rusli á göturnar eða út um bílglugga.


mbl.is Grænfriðungar vilja að Jóhanna vakni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband