Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

AÐEINS tvær og hálf milljón ... hmm

Mér þykja tvær og hálf milljón króna miklir peningar en sú tala var nefnd í frétt RÚV áðan - nú það er tæplega sú tala sem ég fæ út með því að deila þremur í 8 milljónir. Mér finnst tvær og hálf milljón vel í lagt, og ljóst að það er ekki á færi þorra launafólks að leggja út í prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum. Enda flokkur efnafólks.
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vældi um vinnufrið

Og eiginlega fátt meira um það að segja. Og þó: Stjórnarandstaðan hefur alltaf fullan rétt til andmæla og það er hennar hlutverk að veita aðhald. Mig minnir þó að bæði í nærtíma og langtíma hafi Sjálfstæðisflokknum frekar leiðst kröftug stjórnarandstaða vinstri grænna og sérstaklega nú í haust kvartaði Geir undan því að ríkisstjórnin þyrfti vinnufrið. Mér líkar að núverandi forsætisráðherra ætli að gera opinber samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (sbr. fyrra blogg) - en þarf ekki fulltrúinn þar, sem nefndur er í greininni, að fara segja eitthvað af því sem hann þóttist vita?
mbl.is Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saving Iceland-police

Ein af athyglisverðustu fréttum síðustu daga tengist hýðingu skuldaþrælanna á Lækjartorgi, en á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn mátti lesa frásögn Gísla Jökuls Gíslasonar lögreglumanns og ritstjóra Lögreglublaðsins. Hann bendir á þá staðreynd að "aðgerðasinnar" sem meðal annars tengjast félagsskapnum Saving Iceland vilji einkum tefja fremur en skemma og eyðileggja, og það hafi verið þekkt andlit úr þeim hópi meðal þeirra sem vörðu lögregluna fyrir grjótkasti við Stjórnarráðið 22. janúar sl. Hins vegar hafi það verið "fíklar og ofbeldismenn sem köstuðu grjótinu".
mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg sjálfsagt - en Birgir upplýsi líka

Mér finnst sjálfsagt að ekki hvíli leynd yfir samskiptum stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og styð því kröfu Birgis Ármannssonar, jafnvel þótt ég gruni hann um græsku og muni ekki eftir því að hann hafi meðan hans eigin flokkur verið við stjórnvölinn verið svona kröfuharður um upplýsingar - um þá græsku að allt snúist þetta um áframhaldandi völd Sjálfstæðisflokksins, meðal annars með setu fv. formanns flokksins í Seðlabankanum. En eins og kom fram í fyrra bloggi og fréttum ætti Birgir líka að upplýsa hvað hann vissi um bréfaskiptin áður en forsætisráðherra hafði séð hinar "tæknilegu" athugasemdir sem reyndust nú mun meinlausari en svo að ástæða væri til að ergja sig yfir þeim. Það er líka forvitnilegt að fylgjast með hvort sjálfstæðismenn gefa nýju ríkisstjórninni þann "vinnufrið" sem fyrri ríkisstjórn sagðist þurfa að hafa"


mbl.is Krefur forsætisráðuneytið um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarfyrirlitning í Frjálslynda flokknum?

Það er undarlegt að fylgjast með erjum innan Frjálslynda flokksins um staðsetningu landsþings í Stykkishólmi: Er svona svakalega langt fyrir þessar manneskjur að ferðast úr Reykjavík til Stykkishólms? Er ástæða til að segja sig úr flokki vegna staðsetningar landsþings eins og mér skildist að þingflokksformaðurinn hafi gert um daginn? Eru þessar konur hér að hugsa um fólkið á Austurlandi, sem hvort eð er er ekki margt í Frjálslynda flokknum? Eða óttast þær að mætingin verði best úr því kjördæmi þar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur hingað til átt sitt mesta fylgi (þ.e. Norðvesturkjördæmi)? Og það muni koma niður á möguleikum þeirra sjálfra?

Landsfundir, flokksþing, landsþing flokka, hvaða nafni sem æðstu samkomur þeirra heita, eru gjarna haldin í Reykjavík vegna stærstu húsakynnanna og ekki síður vegna mesta hótelplássins - og kannski spilar inn að ef stjórnmálaflokkur vill niðurgreiða fargjöld er minna að greiða niður. Ég tel að það sé aftur á móti mikilvægt að slíkar samkomur séu haldnar sem víðast á landinu. Það er líka gott fyrir okkur Íslendinga að kynnast landinu sem víðast. Fyrir nokkrum árum hóf ég þátttöku í undirbúningi Vatnajökulsþjóðgarðs. Fundirnir voru haldnir á öllum svæðunum í kringum jökulinn. Þetta var örugglega kostnaðar- og fyrirhafnarsamara en að halda fundina í Reykjavík. En þetta var jákvætt vegna þess efnis sem um var að ræða, það var auðveldara að hitta fleira fólk á fundunum, og þjónaði líka þeim tilgangi að efla ferðaþjónustuna á svæðinu að halda fundina þar vegna þeirra þjónustu sem þurfti að kaupa.

Kannski það geti líka verið gott fyrir Reykvíkinga í Frjálslynda flokknum að kynnast Stykkishólmi!


mbl.is Gagnrýna flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg frétt

Þessi frétt er ánægjuleg bæði fyrir Íslendinga og erlent ferðafólk. Enda þótt ég hafi ekki í stórum stíl náð að njóta þessara veitinga er ég viss um að áhrifanna hefur gætt í eldamennsku kokkanna og það hefur orðið til að ég hef fengið enn þá betri mat á veitingahúsunum. Ég vona líka að hátíðin laði til landsins ferðamenn - ferðamennska til Reykjavíkur er ekki mikið álag á náttúru landsins en samt sem áður vona ég að einhverjir ferðamannanna slæðist út um land og notfæri sér margvíslega þjónustu sem þar er í boði og fer sífellt fram. Sumir ferðamannastaða Íslands eru aldrei fallegri en að vetrarlagi, t.d. Mývatnssveit.
mbl.is Food and Fun haldin í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins: Árósasamningurinn verður fullgiltur

Það er búið að bíða eftir þessu í tíu ár - og takið eftir: það þarf talsverða vinnu til að klára málið, eing og fram kemur í skýrslu frá 2006. En nú er komin ríkisstjórn sem ætlar sér að klára það. Frétt umhverfisráðuneytisins:

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ríki auk Evrópubandalagsins hafa fullgilt samninginn, öll norrænu ríkin þar á meðal að Íslandi undanskildu.

Þríþætt réttindi almennings

Árósasamningurinn tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi. Í samningnum segir að það sé réttur sérhvers manns að lifa í heilbrigðu umhverfi og um leið beri honum skylda til að vernda umhverfið. Samningurinn á að tryggja almenningi réttindi til að geta uppfyllt þessa skyldu. Réttindin eru þríþætt:

  1. Réttur til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál.
  2. Réttur almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum.
  3. Aðgangur að réttlátri málmeðferð í umhverfismálum fyrir dómstólum eða öðrum óháðum og hlutlausum úrskurðaraðila.

Breytingar á íslenskri löggjöf

Nefnd sem fór yfir ákvæði Árósasamningsins skilaði skýrslu til þáverandi umhverfisráðherra haustið 2006. Hlutverk nefndarinnar var m.a. að fara yfir hvaða breytingar þyrfti að gera á íslenskum lögum yrði samningurinn fullgiltur. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fyrir hendi sé fullnægjandi löggjöf hér á landi um fyrstu tvær stoðir Árósasamningsins, sem varða aðgang að upplýsingum um umhverfismál og rétt til að taka þátt í töku ákvarðana um umhverfismál og uppfylli því kröfur samningsins að því leyti. Nefndin taldi hins vegar að íslensk lög uppfylltu ekki þriðju stoð Árósasamningsins, sem fjallar um aðgang að réttlátri málsmeðferð. Því þyrfti að gera breytingar á lögum kæmi til fullgildingar samningsins. Samkvæmt þriðju stoðinni skal ,,almenningur sem málið varðar” hafa aðgang að endurskoðunarleið fyrir dómstólum eða óháðum úrskurðaraðila innan stjórnsýslunnar vegna útgáfu leyfa til framkvæmda sem geta haft umtalsverð umhverfisáhrif eða ef stjórnvald vanrækir að krefjast leyfis fyrir tiltekinni starfsemi þrátt fyrir lagaskyldu þar um. Samkvæmt samningnum skulu umhverfisverndarsamtök ávallt teljast falla undir hugtakið ,,almenningur sem málið varðar” og njóta þannig kæruréttar samkvæmt samningnum án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Aðildarríkin geta ennfremur valið um það hverskonar endurskoðunarleiðir eru opnar „almenningi sem málið varðar“, þ.e. annaðhvort endurskoðunarleið innan stjórnsýslunnar, þannig að unnt sé að leggja ákvarðanir um útgáfu leyfa fyrir sérstakar úrskurðarnefndir, eða fyrir almennum dómstólum.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum mánudaginn 9. febrúar sl. að fela umhverfisráðherra í samráði við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra að ákveða hvor leiðin verði farin hér á landi við fullgildingu Árósasamningsins og hefja undirbúning við þá vinnu.

Heimasíða Árósasamningsins.

Skýrsla nefndar sem var skipuð til að fara yfir efni Árósasamningsins og meta hvaða áhrif hann hefði í för með sér hér á landi.


N 1 í formannsslag?

Fyrirsögn fréttar Moggans, "Enn einn í formannsslag", er afar kostuleg í ljósi þess hversu stutt er síðan Bjarni Benediktsson var stjórnarformaður fyrirtækisins N1.

Fyrirtækisnafnið N1 má líka bera fram sem "neinn" og ef því verður neitað að "N1" sé í formannsslag yrði það væntanlega gert með því að segja "ekki neinn" í formannsslag. En Bjarni er sem sé enn einn, neinn, N1 ...


mbl.is Enn einn í formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekkert um þetta bréf ...

... annað en það sem ég les í Mogga og heyri í útvarpi og sjónvarpi ... en eins og kemur fram í fyrri færslum mínum finnst mér að einhver leyndarhjúpur sé yfir bréfinu og þar sem fréttir berast nú hratt, er Birgir Ármannsson nú ef til vill búinn að segja frá því hvernig hann veit um bréfið.
mbl.is Birgir aflétti leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir platar ekki Álfheiði!

Líklega hefur Birgi Ármannssyni tekist að plata mig - en það er svo sem í lagi meðan hann platar ekki formann viðskiptanefndar Alþingis, Álfheiði Ingadóttur. Kannski ætlast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn alls ekki til þess að athugasemdum hans sé haldið leyndum ... hmm.
mbl.is Birgir upplýsi hvar hann frétti af tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband