Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þarf forseta?

Ef það mætti staðfesta lög með ritboðum frá útlöndum eða sleppa eiginhandarundirskrift forseta, hvers vegna þarf forseta? - Er ekki nóg að Alþingi samþykki lög? Væri ekki réttara að setja skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu (hlutfall þingfólks, fjöldi undirskrifta almennings) en hafa óskýr ákvæði um áfrýjunarvald forseta til þjóðarinnar? Ég vil skipta á forsetaembættinu og þjóðaratkvæðagreiðslum.
mbl.is Staðfesting laga með SMS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollywood

Var um daginn að hlusta á þátt um Dolly Parton og þá rifjaðist upp fyrir mér ferðalag frá Wisconsin til Atlanta í Georgíu þar sem við komum m.a. við í Dollywood, skemmtigarðinum sem hún lét gera í heimabæ sínum, Pigeon Forge. Reyndar held ég við höfum nú ekki gefið okkur tíma til að fara í skemmtigarðinn heldur fengið okkur eitthvað í gogginn eftir akstur gegnum Stóru-Reykjafjöll og þjóðgarðinn þar. En fyrir þá sem vilja kynna sér Dollywood fylgir tengill.

 


Miðstöð innanlandsflugs í Grímsey

Það er örlítið fyndið að fylgjast með skoðanaskiptum nýja borgarstjórans og Gísla Marteins, leiðtoga sjálfstæðismanna í Reykjavík í skipulagsmálum, um flugvöll í Vatnsmýri. Enginn annar staður hefur fundist á suðvesturhorninu sem er jafngóður fyrir miðstöð innanlandsflugs og Vatnsmýrin, en ekkert er á móti því að kanna sem flest flugvallarstæði. Mörg eru nefnd: Hólmsheiði, Miðdalsheiði, Löngusker, Hvassahraun og Akranes. Að ógleymdri Miðnesheiði.

Mörgum, og þ.á m. held ég líka mörgum Reykvíkingum, þykir eðlilegt að höfuðborgarsess Reykjavíkur fylgi kvaðir með svipuðum hætti og honum fylgja margvísleg forréttindi. Ein slíkra kvaða er væntanlega skyldan til að leggja til land undir miðstöð samgangna, þ.m.t. miðstöð flugsamgangna.  

Þá má heldur ekki gleyma þeirri kvöð að nýta vel hið verðmæta land sem félli til ef flugvöllurinn verður færður úr Vatnsmýrinni. Á það reyndi verulega fyrir um þremur árum þegar mikið land var tekið undir hraðbraut, svokallaða Hringbraut, og ákveðið var að leggja til viðbótarland undir Landspítalann rétt fyrir ofan Vatnsmýrina þar sem stefnt er á að reisa ókleifan vegg stórra bygginga. Með þessum tveimur framkvæmdum er komið í veg fyrir að hugsanleg íbúðabyggð í Vatnsmýri geti tengst annarri íbúðabyggð með eðlilegum hætti – allra síst gömlu byggðinni milli Tjarnarinnar og Snorrabrautar. Þannig yrði byggð í Vatnsmýri að enn einu úthverfinu sem þyrfti bíla til að komast til og frá.  

Þessi slæma landnýting er ein hlið málsins: Er hægt að treysta skipulagsyfirvöldum í Reykjavík fyrir þessu landi ef þau fá það til annarrar ráðstöfunar en nú er? Er ekki hætta á því að það verði nýtt jafnheimskulega? Er ekki orðið of seint að hafa hugmyndasamkeppnina sem mér skilst að fari fram?

Í grein í Morgunblaðinu 5. nóvember 2005 (bls. 34), sem þetta blogg er sótt í, stakk ég upp á því að miðstöð innanlandsflugs væri a.m.k. jafnvel komin í Grímsey og á Miðnesheiði, en í eynni hafði þá nýlega verið lögð Fokkerhæf flugbraut. Grímsey hefur þann stóra kost fyrir Akureyri, Ísafjörð og Egilsstaði að þá er miklu styttra flug til að skipta um vél – en núna þarf að skipta um vél í Reykjavík. Ef Grímsey yrði fyrir valinu mætti hafa flug nokkrum sinnum á dag til Keflavíkur til að taka flug til útlanda.


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En konur?

Hmm, að borða bollu eins og maður? Ein af samstarfskonum mínum segist fara að eins og bakarinn á myndbandinu hjá Mogganum ...
mbl.is Að borða bollu eins og maður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband