Þarf forseta?

Ef það mætti staðfesta lög með ritboðum frá útlöndum eða sleppa eiginhandarundirskrift forseta, hvers vegna þarf forseta? - Er ekki nóg að Alþingi samþykki lög? Væri ekki réttara að setja skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu (hlutfall þingfólks, fjöldi undirskrifta almennings) en hafa óskýr ákvæði um áfrýjunarvald forseta til þjóðarinnar? Ég vil skipta á forsetaembættinu og þjóðaratkvæðagreiðslum.
mbl.is Staðfesting laga með SMS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Hej herra prófessor. Ertu ekki til í að blogga um þessi ráðherra og ráðkonu mál? Á meðan ástand í leikskólum Hafnarfjarðar er eins og það er - þ.e. náum ekki 40% faglæðra þá vil ég ekki að þetta fólk eyði tíma í þetta titlatog.

svarta, 4.2.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Forsetinn er mjög mikilvægur og ákvæðið í stjórnarskránni er alveg skýrt.  Þeir einu sem hafa ákveðið að það sé óskýrt eru stjórnmálamennirnir sem finnst óþolandi að geta ekki stýrt öll ferlinu frá A til Ö.  Það er mjög mikilvægt og fullkomlega eðlilegt að forsetinn geti vísað málum til þjóðarinnar.

Það er hins vegar allt önnur umræða hvort það eigi að fjölga þeim aðilum sem geta vísað málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mér finnst vera full ástæða til þess.  Við megum ekki gleyma því að það er þjóðin sem er hið endanlega vald en ekki fulltrúar hennar í stjórnsýslunni.

Forgangsatriðið er þó að koma ráðherrum (framkvæmdavaldinu) út af Alþingi.  Í dag semur framkvæmdavaldið frumvörpin, leiðir umræðuna í gegnum þingið og staðfestir jafnvel frumvarpið sem handhafi forsetavalds.  Fari málið fyrir dóm er líklegt að dómarinn hafi verið skipaður af framkvæmdavaldinu.

Það er full þörf fyrir forseta í íslenskri stjórnskipan.  Hann er hins vegar ekkert ólíkur flugfreyjunum.  Brosandi og sætur meðan allt leikur í lyndi en gríðarlega mikilvægur öryggishlekkur með skýrar heimildir þegar harðnar á dalnum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.2.2008 kl. 19:08

3 identicon

Ég held við eigum að halda í embættið út öldina. Svo má ræða lengi um rafrænt lýðræði.

Gísli Baldvinsson 4.2.2008 kl. 19:16

4 identicon

Ég held ég verði að taka undir það sem fram kemur í einu kommentinu að forsetinn er kannski ekki ómissandi svona daglig dags en mér finnst hann mikilvægur öryggiventill með því að hann geti vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef sýnt er að valta á yfir meirihlutaviðhorf þjóðarinnar í mikilvægum málum í krafti meirihlutavalds á Alþingi.

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.2.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Svarta: Ég blogga bara þegar bloggandinn kemur yfir mig, t.d. kom hann ekki yfir mig þegar ég hneykslaðist á fréttaflutningi af "þroskaheftum" konum sem hefðu verið "notaðar" (gott ef ekki "misnotaðar") til að sprengja sig í sjálfsmorðsárásum. (Nú er komið hálft blogg= hálfur bloggandi?) Ég myndi að vísu ekki berjast fyrir rétti fólks með þroskahömlun til að fremja sjálfsmorðsárásir heldur gegn því að nokkur hafi til þess rétt.

Og þakka ykkur innlitið: Sigurður, Gísli og Anna. Skemmtileg líking að líkja forseta við flugfreyjur sem eru reyndar öryggisverðir, en ég held það sé samt meiri þörf fyrir þær bæði þegar allt leikur í lyndi. Tek skýrt fram að andstaða mín er andstaða við embættið en ekki þá sem hafa gegnt því; kaus Vigdísi Finnbogadóttur tvívegis (1980, 1988) og er stoltur af því að átt hlut í að koma henni í embættið. En Sigurður: Ákvæðið hefur aldrei verið skýrt í framkvæmd; ég lærði þetta utan að eins og samviskusamur nemandi í félagsfræði, en það hafa aldrei verið til reglur um hvernig ætti að standa að þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski yrði það skýrt ef slíkar reglur væru til.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.2.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Þar er nú gott að hafa forseta til að tala við mann á nýársdag. Svo þarf einhvern til að hengja orður á fólk, hitta kónga og drottningar og spjalla við bændur. En það má alveg leyfa þjóðinni að kjósa oftar.

Eyþór Árnason, 4.2.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé ekki betur en Forsetaembættið og sendiherraembættin séu svona hluti að starfslokasamningum stjórnmálamanna, svona eins og hobbí fyrir þá sem hafa ekkert annað og vilja hækka eftirlaunin.

Afskaplega einkennilegar mannaráðningar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 01:12

8 Smámynd: Stefanía

Þorsteinn Valur.....svo sammála þér.

Skil reyndar ekki af hverju fólk lætur ekkert í sér heyra, þegar kostnaður við þetta embætti, fer langt yfir allar áætlanir.

Ég er ein af þeim, sem finnst algjör óþarfi að halda þessu battaríi úti, mætti margt þarflegra gera við þessar millur !

Stefanía, 5.2.2008 kl. 03:10

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eyþór minn, ég vil einmitt losna við orðuprjálið, en það er rétt að vitanlega segir forseti oft eitthvað gott á nýársdag. Mér finnst að aðrar þjóðir ættu að losa sig við konunga og drottninga, leyfa þeim bara að verða venjulegt fólk.

Og takk fyrir innlitið, Þorsteinn Valur og Stefanía. Undirstrika að ég tel að sendiherrar séu mikilvægir embættismenn og þótt kostnaðurinn við forsetaembættið pirri mig ekki er auðvitað eðlilegt og sanngjarnt að kostnaðaráætlunum sé fylgt.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.2.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband