Dollywood

Var um daginn að hlusta á þátt um Dolly Parton og þá rifjaðist upp fyrir mér ferðalag frá Wisconsin til Atlanta í Georgíu þar sem við komum m.a. við í Dollywood, skemmtigarðinum sem hún lét gera í heimabæ sínum, Pigeon Forge. Reyndar held ég við höfum nú ekki gefið okkur tíma til að fara í skemmtigarðinn heldur fengið okkur eitthvað í gogginn eftir akstur gegnum Stóru-Reykjafjöll og þjóðgarðinn þar. En fyrir þá sem vilja kynna sér Dollywood fylgir tengill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér finnst gaman að keyra um Bandaríkin. Alltaf eitthvað að sjá. Þess vegna finnst mér líka skemmtilegt að horfa á svona týpískar vegamyndir. Kannski af því maður kannast við þessa tilfinningu að keyra í bíl í marga daga í röð, sofa á mótelum, taka bensín á litlum krummaskuðum o.s.frv.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mjög skemmtileg tilfinning, Kristín. Annars á að sýna Bagdad Café í Sjónvarpinu á eftir og ég hlakka til. Henni er lýst sem "þýsk-bandarískri bíómynd frá 1987"; ætli ég hafi ég séð hana í Majestic á King Street í Madison, sem nú er búið að loka.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.2.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég horfði á Bagdad café, eina af mínum uppáhalds myndum í minningunni - en varð fyrir vonbrigðum að hún var döbbuð á þýsku, við það missti hún svolítið af mómentum sem í henni voru. Ég væri til í að fara á þessar slóðir Bandaríkjanna.

Anna Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Sæll....

Fyrir 3 árum síðan keyrði ég einmitt einnig um USA, virkilega gaman. Í þeirri ferð komum við ( hópurinn sem ég var með ) við í Dollywood.....tvímælalaust einn af hápuntkum ferðarinnar.

Matthias Freyr Matthiasson, 4.2.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Tek undir með ykkur af reynslu, að akstur um Bandaríkin er óviðjafnanlegt ævintýri.  Ég keyrði með vinafólki frá Chicago suður með ánum til New Orleans, meðfram ströndinni til Florida, og svo norður með Austurströndinni til New York, og svo aftur til Illinois.  Þetta var rúmlega þriggja vikna rúntur - alveg frábær.

En annað Ingólfur - hvar heyrðirðu þátt um Dolly?

Kv.

B

Bergþóra Jónsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta mun hafa verið í Víðsjá (Rás 1) þann 28. janúar ef ég skil vef RÚV rétt - hann er enn á netinu. Dollý keypti garðinn, sem er talsvert eldri, árið 1986; ég var þarna á ferð 1989 þannig að þetta var nýskeð. Þetta er stórskemmtileg frásögn um Dollý og ímyndarsköpun hennar. Er ekki Lay Low núna búin að syngja lagið eftir hana í leikritinu Ökutímum og á plötu?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.2.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk líka fyrir innlitið, Matthías og Anna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.2.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband