Auðvitað vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki samkomulag!

Ég er að sumu leyti sáttur við að stjórnarskránni skuli ekki breytt núna. Annars vegar vegna þeirrar afstöðu minnar að það eigi að taka góðan tíma í slíkar breytingar, sérstaklega ef ekki er sátt um þær; hins vegar vegna þess að Sjálfstæðisflokknum tókst að sýna vel einangrun sína við hagsmunagæslu fyrir kvótakerfiskóngana og gegn nútímalegum breytingum á kerfinu. Býst þó við að Sjálfstæðisflokknum finnist þetta sigur fyrir hann - en ég tel aftur á móti að það að meiri hlutinn í þinginu hafi nú bakkað sé til marks um málefnalegan ósigur Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.
mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru lúðar og sóðalegir í umgengni á Alþingi. Þeir eru veruleikafyrrtir og þjóð okkar til skammar heima sem erlendis.

Stefán 17.4.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Stefán, en ætli sé samt ekki misjafn sauður í mörgu fé þar eins og víðar - en um veruleikafirringu Sjálfstæðisflokksins deili ég ekki.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband