Fjárhagsmál stjórnmálaflokka og frambjóđenda VG

Vinstri grćn hafa frá árinu 2003 birt ársreikninga sína - ekkert rosalega spennandi lesningu auk ţess sem ég hef blađađ í ţessum reikningum áđur á landsfundum flokksins. En ţeir eru birtir á heimasíđunni til ađ allir flokksbundnir sem óflokksbundnir kjósendur geti kynnt sér ţá og áttađ sig á ţví hvort ţar er eitthvađ áhugavert.

Jafnframt eru birtar upplýsingar um tekjur og eignir frambjóđenda. Mér sýnast upplýsingarnar ađ mestu samrćmdar og miđađar viđ laun á mánuđi, ţótt svo t.d. flestir gefi upp mánađartekjur, ţá leyfi ég mér ţó ađ álykta ađ tekjur Björns Vals Gíslasonar, frambjóđanda í Norđausturkjördćmi, af sjómennsku séu ekki kr. 15.353.797.- á mánuđi, heldur hafi hann gefiđ upp árslaun. Sumar upplýsingarnar vekja spurningar, eins og t.d. hjá hvađa stofnun eđa fyrirtćki stjórnmálafrćđingurinn Auđur Lilja Erlingsdóttir, sem situr í baráttusćti í Reykjavík norđur, vinnur. Á heimasíđu hennar kemur fram ađ hún er mannauđsráđgjafi hjá framkvćmda- og eignasviđi Reykjavíkurborgar. Ég geri ekki ráđ fyrir ađ til hafi stađiđ ađ leyna ţví - annars vćri ţađ náttúrlega ekki heldur á heimasíđunni hennar.

Mér sýnist ađ í flestum ţeim upplýsingablöđum sem ég leit á núna í morgun sé sagt frá ţví í hvađa félögum frambjóđendurnir eru, stórum sem smáum félögum. Í senn eru ţetta mikilvćgar upplýsingar um hagsmunatengsl, en ţetta skiptir líka máli upp á ađ kynnast áhugamálum frambjóđenda: Hvađa fólk er ţetta sem viđ eigum kost á ađ kjósa? Hvers konar fólk mun skipa ţingmannahóp flokksins?

Slóđin á heimasíđu VG međ frétt um ársreikningana og tekjur, eignir og hagsmunatengsl frambjóđenda er: http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4079


mbl.is Milljón frá Samvinnutryggingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband