Samtöl, samráð, samstarf - á hvaða forsendum?

Fyrir viku bloggaði ég um að Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar hefði þegið sæti í varastjórn Landsvirkjunar. Margvísleg viðbrögð komu við færslunni, m.a. um mikilvægi samstarfs til að hafa áhrif á stefnu orkufyrirtækjanna. Auðvitað hafna ég ekki möguleikum til að hafa áhrif (sjá athugasemd númer 10 við færslu). Ég vil aftur á móti undirstrika hversu miklu skiptir hvernig að slíku er staðið, á hvaða forsendum samtöl og samstarf fara fram. Meðan orkufyrirtæki hafa miklu sterkari stöðu í samfélaginu en náttúruverndarsamtök og stofnanir náttúru- og umhverfisverndar er veruleg hætta á að forsendur náttúruverndar verði undir - en því sterkari sem forsendur náttúruverndar geta orðið, því betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með árangurinn.

María Kristjánsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband