Vatnið sem oftast er myndað undir röngu nafni?

MVC-012FHvaða stöðuvatn er á myndinni? Sennilega eitt af mest mynduðu vötnum landsins - en næstum aldrei með réttu nafni heldur er það sagt vera stærra og miklu frægara nágrannavatn þess. Ein þekktasta myndin er af kúnum hans Óla, notuð til að selja ost; hún var til skamms tíma í Leifsstöð, og er kannski enn. Þessa fallegu mynd tók Eygló Björnsdóttir fyrir fáeinum misserum.

Vatnið, sem kennt er við litla eyju í vatninu, er rétt hjá einu af frægustu vötnum landsins. Úr því rennur stuttur lækur út í hitt vatnið. Það er ekki mikill straumur í vatninu og minnkaði þegar virkjunarfyrirtæki sem er núna hluti af Landsvirkjun hækkaði yfirborð nágrannavatnsins fyrir nokkrum áratugum. Nýlega sýnist okkur straumurinn í læknum hafa aukist eftir að lokað var skurðum í nærliggjandi votlendi.

Bæði vötnin eru friðlýst með sérstökum lögum, ásamt votlendinu þar í kring og víðáttumiklu vatnsverndarsvæði sem nær inn á öræfin. Vötnin og votlendið eru líka á svokallaðri Ramsarskrá um mikilvæga votlendisstaði ásamt milli 1000 og 2000 öðrum stöðum í heiminum.

Hvað heitir vatnið? Og hvað heitir stóra nágrannavatnið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég taka þátt??  
Ég giska á Stakhólstjörn fyrir vatnið og veit hvert stóra nágrannavatnið er en ljóstra því ekki upp að svo stöddu....svo fleiri geti komið með tillögu 

Hvað er annars í verðlaun???

Eygló 20.11.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég giska á að þetta sé Úlfljótsvatn og að stóra nágrannavatnið sé Þingvallavatn.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eygló hefur rétt fyrir sér um nafn vatnsins en ég þakka þér, Eygló, fyrir að ljóstra ekki upp leyndóinu alveg strax.

Var ekkert búinn að hugsa um verðlaun. Ætli ég geymi þau ekki bara fram að tuttuguþúsundustu flettingunni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.11.2007 kl. 15:26

4 identicon

Eru ekki flettingarnar nú þegar orðnar 21697...? Það sýnist mér.....
Þannig að sú krítería gengur ekki upp!!

Eygló 20.11.2007 kl. 16:17

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eygló mín, auðvitað 25 þúsundasta flettingin, þakka þér fyrir að hjálpa mér að telja!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.11.2007 kl. 16:59

6 identicon

Æ, já.... réttir maður ekki vinum sínum hjálparhönd ef maður getur...

Eygló 20.11.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hárrétt, Þorvaldur! Það er Mývatn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.11.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband