Stakhólstjörn og þekktara nágrannavatnið ...

Kanada 009 (10)Já, vatnið heitir Stakhólstjörn og eyjan sem það er kennt við heitir Stakhóll. Á undanförnum árum hefur orpið þar brúsi sem hrekur endurnar í burtu, en þorir ekki í álftarfjölskylduna sem kemur þangað síðari hluta sumarsins. Kristín Aðalsteinsdóttir tók þessa fallegu vetrarmynd.

Ef myndin er stækkuð sést kannski í ísinn á nágrannavatninu á milli hólanna, vinstra megin við Stakhól. Og nú er spurningin hver þekkir nágrannavatnið. Fjallið sem sést í fjarska er líka býsna þekkt fjall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe, ég hefði haldið að gátan væri nánast leyst ef fólk kannaðist við litla vatnið en það er kannski ekki að marka mig

Elva Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er nú einmitt vandinn, Elva; af því að er myndað undir nafni stóra vatnsins þá ... Stakhólstjörn er sem sé ekki vogur úr stóra vatninu heldur vatn í eigin rétti.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.11.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband