Fjölpóstur - ruslpóstur

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að huga að þeim vanda er fylgir svokölluðum fjölpósti, sem í daglegu tali er nefndur ruslpóstur (kemur fram í Fréttablaðinu í dag). Fjölpóstur er kannski nákvæmara hugtak en ruslpóstur af því að hann er ómerktur viðtakanda, meðan eitthvað af því sem er merkt er í raun hálfgert rusl. Eins og er þá getur maður sett gulan miða og þá ber Pósturinn ekki út ómerktan póst nema sérstaklega sé beðið um það af sendanda að virða ekki miðann. Þannig fékk ég, sem betur fer, eintak af Bókatíðindum í gær, þrátt fyrir gula miðann. Þau eru samt fjölpóstur en alls ekki ruslpóstur (samt var nú of mikið auglýsingum og of mikið af bókum sem eru alls ekki nýjar).

Skv. fréttinni í Fréttablaðinu jókst sorp vegna fjölpósts um 76% á fjórum árum, stór hluti vegna dagblaða. Og ekki nóg með það: Með Fréttablaðinu fylgir nú gjarna hrúga af auglýsingapésum sem sendendur láta bera út með því, sem er þó enn þá verra, algert rusl, meðan stundum er eitt og annað læsilegt í Fréttablaðinu. Eitt af því sem starfshópurinn á að skoða er hvort framleiðendur verði látnir greiða einhvers úrvinnslugjald. En ættu ekki útgefendur að sækja blöðin aftur? Sérstaklega auglýsingapésana sem fylgja með - ég held þeir hafi verið þrír núna áðan með Fréttablaðinu. Ég fagna framtaki ráðherrans og vona að það komi skýrar reglur um ábyrgð þeirra sem bera heim til manns eitthvað sem maður hefur alls ekki beðið um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég bíð eftir þeim degi sem dagblöð verða með auglýsingum sem endurspegla smekk blaðaeigenda. Smá auglýsingar eru gott mál. En staðreyndin er að auglýsingadraslið/flóðið í blöðunum er hluti af hnignunareinkennum í blaðastéttinni. Markið er sett á hámarlsgróða braskara sem eiga blöðin, frekar en innihald upplýsinga.

Ólafur Þórðarson, 15.11.2007 kl. 18:02

2 identicon

Eins spurning Ingólfur: Er mikið mál að verða sér úti um svona gulan miða? Og fylgir því einhver kostnaður að láta það fara í gegnum kerfið?

Anna Ólafsdóttir (anno) 17.11.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Veistu, Anna, að svo las ég í e-u blaði skömmu eftir bloggi að eitt af því sem ræki á eftir þessu væri að Pósturinn neitaði að skaffa miðana lengur þar sem ekki væri lagastoð fyrir þeim. Mér finnst það undarlegt þar sem miðarnir eru bara merki til bréfberanna um að maður vilji ekki óumbeðið drasl. En þegar ég fékk miðann, sem er að verða ónýtur, og löngu orðinn næstum því hvítur, þá kostaði hann ekkert.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.11.2007 kl. 16:26

4 identicon

Þetta átti náttúrulega að ver ein spurning  Ástæðan fyrir spurningunni var sú að ég las einhvers staðar um einhver vandamál tengd þessu. Það hefur líklega verið þetta að Pósturinn byði ekki upp á þetta lengur.

Anna Ólafsdóttir (anno) 17.11.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband