Færsluflokkur: Bloggar

Alaskalúpína og skógarkerfillinn

Íslensk náttúra hefur eignast góða liðsmanneskju í umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, sem bað helstu fagstofnanir á sviði náttúrufræða og landgræðslu að leggja fram tillögur um hvernig standa skyldi að því að hefta útbreiðslu á ágengum framandi tegundum, eins og er tækniheitið yfir það sem kalla má ránplöntur á kjarnyrtri íslensku. Reyndar eru orðin ágengur og framandi alls ekki nein tækniheiti heldur tilraun til að segja hlutlaust frá eiginleikum plantnanna. Vandinn er nefnilega sá að lúpínan er æskileg á vissum svæðum í meðförum fagfólks - rétt eins og vissar tegundir af eitri eru réttlætanlegar í meðförum þjálfaðra meindýraeyða en eiga alls ekkert erindi í hendurnar á mér og þér, rétt eins og fjöldinn allur af lyfjum yrði stórskaðlegur ef aðrir en læknar ávísuðu þeim til þeirra sem þurfa á þeim að halda. En í höndunum á ákafafólki við landgræðslu þá veldur hún þeim spjöllum á landinu sem eru ljós. Ef til vill er versta hneykslið lúpína í Morsárdal við Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði - en dæmin eru út um allt. Lúpínan er t.d. víða í Reykjavík, jafnvel þótt á stundum hafi verið unnið starf við að hefta útbreiðsluna. En ég veit ekki um nein not af skógarkerflinum sem freistar þess nú að leggja undir sig Hrísey og hefur unnið stór spjöll í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.

Tillögur Náttúrufræðistofnunar og Landgræðslunnar fela meðal annars í sér:

  • Alaskalúpína verði bara notuð á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum
  • Alaskalúpína og skógarkerfill verði upprætt á svæðum ofan 400 metra hæðar, í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.
  • Takmarkað verði tjón af völdum alaskalúpínu og skógarkerfils í íslenskri náttúru
  • Kostir lúpínu við landgræðslu á rýrum svæðum.

Sjá meira á: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1622


Álforstjóri með aulahroll í Draumalandinu

Í Draumalandinu sem sýnt var í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið voru langir kaflar um undirbúning, byggingu og opnun álversins í Reyðarfirði. Við sáum Alcoastjórann þar taka á móti blómum frá ungum börnum í þjóðbúningum þegar hann kom fljúgandi til Egilsstaða og við sáum hann sitja heldur aulalegan undir íslenskum ættjarðarsöngvum við undirskrift samninga. Álforstjórinn var í rauninni jafn-rjóður og skömmustulegur eins og kálfarnir sem átti að snara á countryhátíðinni sem Friðrik Þór festi á filmu forðum undir heitinu Kúrekar norðursins. (Kálfarnir urðu svona skömmustulegir yfir þeim sem áttu að snara þá og voru ekki vanir í ródeói. Jafnvel þótt kálfarnir væru rauðir sáu glöggir menn þá roðna. Eða voru þeir annars ekki rauðir?) Þessi atburðir, sem Draumalandið endursýndi, virkuðu allir fremur hlægilegir og væru það ef fórnirnar á hálendinu hefðu ekki verið svo gengdarlausar.

Að vísu er það annar erlendur álauðhringur, Alcoa, sem Alain Belda stýrir. Og vissulega hefur Þjórsárverum ekki verið fórnað á altari Norðuráls, sem er til umfjöllunar í þessari frétt. Þeim var bjargað, a.m.k. í bráð, og Hellisheiðinni fórnað.

Allar fréttir af álverum minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Og minna okkur líka á að baráttan er ekki bara náttúruverndarbarátta - heldur líka verkalýðsbarátta.


mbl.is Kjaramál Norðuráls rædd hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóðrum ekki þjóðarrembu

Nú koma úrslitin ekki á óvart - og í raun var það kannski kjörsóknin sem var orðin eina spennandi talan - og mér dettur ekki í hug að túlka hana. Það sem má óttast er að þjóðremba aukist og við því varar sr. Bjarni Karlsson í bloggi sínu í gær: "Ég hefði ekki viljað þurfa að greiða atkvæði í dag undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja, vegna þess að ég óttast að atkvæði mitt verði notað til þess að rökstyðja frekari þjóðarrembu og þybbing sem skaðar ímynd okkar og eyðileggur meira en nokkur Icesave-samningur." Sjá meira á http://hjonablogg.eyjan.is/2010/03/nei-me-srri-samvisku.html

 


mbl.is Kjörsókn 66% í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik V. lokar - á sama tíma og niðurstöður um stórkostleg tækifæri eru birtar

Ég var að lesa frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri Stórkostleg ný tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi (sjá unak.is) - þetta munu niðurstöður rannsóknar á því hvað ferðamenn á leið frá Akureyri sögðu eftir dvölina norðan lands. Á sama tíma kemur frétt um lokun veitingastaðar á heimsmælikvarða, Friðriks V., sem lagði sérstaka áherslu á norðlenskt hráefni og frumlega útfærslu þess (sjá t.d. viðtal við Friðrik, Arnrúnu og fjölskyldu í Sunnudagsmogganum). Nú er ég ekki að biðja um að maturinn þar verði niðurgreiddur ofan í ferðamenn og heimafólk heldur benda á að árangur Friðriks í matargerð er eitt af tækifærunum sem má ekki fara forgörðum í ferðaþjónustu Norðurlands.


Stjórnarandstaðan hvað?

Því miður er stjórnarandstaðan brokkgeng í Icesave, duttlingafull, ekki treystandi fyrir horn.
mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundið verndargildi?

"Skipulagsstofnun telur jarðfræðilega sérstæðni Gjástykkissvæðisins á landsvísu  og heimsvísu óumdeilanlega og verndar- og fræðslugildi þess hátt. Stutt er frá því að eldsumbrot voru á svæðinu og ummerki um gliðnun jarðskorpufleka eru óvenju skýr. Svæðið nýtur verndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga um eldhraun og Umhverfisstofnun hefur gert tillögu um friðlýsingu svæðis sem nær m.a. til fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Þá kemur fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða, sem unnin var í tengslum við Rammaáætlun 2, að Gjástykki sé eitt þeirra 9 svæða af alls 39 háhitasvæðum sem metin voru af stofnuninni sem að ætti að njóta hámarksverndar vegna sérstöðu sinnar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við rannsóknaboranir koma til með að hafa nokkuð neikvæð og varanleg áhrif á hraun frá Kröflueldum á afmörkuðu svæði þar sem borkjallari verður fleygaður niður í hraunið á borteig. Á framkvæmdatíma verða nokkuð neikvæð áhrif á svæðið sem hluta af svæði sem skilgreina má sem víðerni.“  Svo hljóðar upphaf úrskurðar frá Skipulagsstofnun sem síðan ályktar: „Skipulagsstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni þannig tímabundið rýra verndargildi svæðisins en ekki framtíðargildi þess.“Stóra spurningin er þessi: TIL HVERS YRÐU RANNSÓKNARHOLUR BORAÐAR EF SÍÐAN ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAR YRÐI EKKI VIRKJAÐ? Því að svo setur stofnunin fyrirvara: „Skipulagsstofnun vill leggja áherslu á að í þessu máli er verið að meta umhverfisáhrif af rannsóknaholum á einum skilgreindum borteig á Gjástykkissvæðinu en ekki af hugsanlegri orkunýtingu á svæðinu með tilheyrandi mannvirkjum, þó að fjallað sé um framtíðarnýtingu ... Ljóst er að neikvæð áhrif virkjunar á svæðinu yrðu allt annars eðlis og mun neikvæðari á marga umhverfisþætti en fyrirhugaðra framkvæmda vegna rannsóknaborana. Skipulagsstofnun tekur að öðru leyti ekki afstöðu til áhrifa af slíkum framkvæmdum enda munu þær fara í ferli mats á umhverfisáhrifum ef til þeirra kemur.“ Vonandi verður búið að friðlýsa Gjástykki áður en að því kemur.
mbl.is Boranir rýra ekki framtíðargildi Gjástykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar með umboð

En þótt ég gagnrýni að nefndin sé skipuð tómum körlum fagna ég því að enn sé reynt að semja
mbl.is Hafa umboð til að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn tómir karlar skipaðir í nefnd

Enn hefur verið skipuð nefnd með tómum körlum í, nú nýja Icesavenefndin. Ég vil beina því til fjárrmálaráðherra að fylgja stefnu flokksins sem hann er formaður í um kynjajafnvægi. Sumt fólk í flokknum, t.d. meiri hluti félaga í Reykjavík, að leiðrétta ekki kynjahlutfallið ef það er konum í hag. Ég geri þó ekki kröfu til þess að tómar konur verði skipaðar í nefndina heldur verði skipað í sem jöfnustum hlutföllum.

Fram kom á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök atvinnulífsins héldu ásamt fleiri félögum að konur væru stundum skipaðar í stjórnir félaga sem hefðu lent í vandræðum. Þetta kom fram hjá breskum félagssálfræðingi sem flutti erindi á fundinum. Icesave er auðvitað dæmi um gríðarleg vandræði sem kannski væri táknrænt að setja konur í að bjarga. Hin hliðin er auðvitað sú að láta karlana laga það sem karlar klúðruðu. Málið er þó að þeir karlar sem klúðruðu þessu eru ekki látnir bjarga því!


Veðurfréttir dögum saman

Enda þótt ég hafi ekki áhuga á því að ferðast á jöklum vegna þess að ég veit að það er hættulegt, þá skil ég fólk sem þangað vill ferðast í góðu veðri. En ég skil ekki ferðaskrifstofu sem ekki fylgist betur með veðurfréttum, gerir sér einhvern veginn ekki grein fyrir óveðri sem var búið að spá dögum saman. Við þessar aðstæður er stórkostlegt að eiga björgunarsveitirnar - en mér er samt umhugað um að þeim sé ekki stefnt í hættu.
mbl.is Gerðu skjól úr sleðanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlaslagsíða Besta flokksins

Ekki verður annað sagt en að hreinskilni gæti í markmiðum Besta flokksins. Og í prófkjöri á síðu flokksins eru fyrst og fremst karlar í boði.


mbl.is Ný heimasíða Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband