Tímabundið verndargildi?

"Skipulagsstofnun telur jarðfræðilega sérstæðni Gjástykkissvæðisins á landsvísu  og heimsvísu óumdeilanlega og verndar- og fræðslugildi þess hátt. Stutt er frá því að eldsumbrot voru á svæðinu og ummerki um gliðnun jarðskorpufleka eru óvenju skýr. Svæðið nýtur verndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga um eldhraun og Umhverfisstofnun hefur gert tillögu um friðlýsingu svæðis sem nær m.a. til fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Þá kemur fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða, sem unnin var í tengslum við Rammaáætlun 2, að Gjástykki sé eitt þeirra 9 svæða af alls 39 háhitasvæðum sem metin voru af stofnuninni sem að ætti að njóta hámarksverndar vegna sérstöðu sinnar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við rannsóknaboranir koma til með að hafa nokkuð neikvæð og varanleg áhrif á hraun frá Kröflueldum á afmörkuðu svæði þar sem borkjallari verður fleygaður niður í hraunið á borteig. Á framkvæmdatíma verða nokkuð neikvæð áhrif á svæðið sem hluta af svæði sem skilgreina má sem víðerni.“  Svo hljóðar upphaf úrskurðar frá Skipulagsstofnun sem síðan ályktar: „Skipulagsstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni þannig tímabundið rýra verndargildi svæðisins en ekki framtíðargildi þess.“Stóra spurningin er þessi: TIL HVERS YRÐU RANNSÓKNARHOLUR BORAÐAR EF SÍÐAN ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAR YRÐI EKKI VIRKJAÐ? Því að svo setur stofnunin fyrirvara: „Skipulagsstofnun vill leggja áherslu á að í þessu máli er verið að meta umhverfisáhrif af rannsóknaholum á einum skilgreindum borteig á Gjástykkissvæðinu en ekki af hugsanlegri orkunýtingu á svæðinu með tilheyrandi mannvirkjum, þó að fjallað sé um framtíðarnýtingu ... Ljóst er að neikvæð áhrif virkjunar á svæðinu yrðu allt annars eðlis og mun neikvæðari á marga umhverfisþætti en fyrirhugaðra framkvæmda vegna rannsóknaborana. Skipulagsstofnun tekur að öðru leyti ekki afstöðu til áhrifa af slíkum framkvæmdum enda munu þær fara í ferli mats á umhverfisáhrifum ef til þeirra kemur.“ Vonandi verður búið að friðlýsa Gjástykki áður en að því kemur.
mbl.is Boranir rýra ekki framtíðargildi Gjástykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útspil Landsvirkjunar er slungið bragð til að nýta sér það að Skipulagsstofnun er fengið það takmarkaða verkefni að fella úrskurð um tímabundna framkvæmd sem þó er það dýr og eytt í hana síðustu aurum hins illa stadda fyrirtækis, að

pressan á að halda áfram á að verða óbærilegt.

Vísa að öðru leyti í blogg mitt á eyjunni um virkjun Geysis.s

Ómar Ragnarsson, 22.2.2010 kl. 08:13

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið - þetta er hið ótrúlegasta mál

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.2.2010 kl. 09:56

3 identicon

Það er afskaplega erfitt að segja eitthvað vitrænt um þennan úrskurð.

Hann er í sjálfu sér nokkuð rökréttur, það verður án efa hægt að afmá ummerkin að mestu, veðrun og gróður munu svo sjá um afganginn.

Ef það er hins vegar svo að flestir séu sammála um verndargildi Gjástykkis sé svo mikið að bygging virkjunar komi vart til greina þá er vandséð hver tilgangur með rannsóknarborun er.

Jóhann F. Kristjánsson 22.2.2010 kl. 10:13

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Jóhann

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.2.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband