21.6.2009 | 10:26
Birgir vottar heilbrigði Bankasýslunnar með aðfinnslum sínum
Mér hefur virst í umræðunum í vetur að það hafi verið vísbending um að eitthvað jákvætt sé verið að gera þegar Birgir Ármannsson byrjar að gagnrýna (ef vill má segja að hann tuði og nöldri fremur en gagnrýni), sbr. meinta leynd sem hann kvartaði undan í vetur. Hann kvartar undan því að umstang muni fylgja þessari stofnun. Bankasýslan lengir leiðina frá stjórnmálamönnunum til bankanna sem er markmið í sjálfu sér, en umfram allt sýnist mér tilvist hennar gera bankamálin gagnsærri og faglegri og jafnframt að þannig geti fjármálaeftirlit og seðlabanki verið óháðar fag- og eftirlitsstofnanir meðan þessi stofnun sjái um framkvæmdir. Er það ekki jákvætt að mati Birgis og flokkssystkina hans? Veit Birgir ekki að einkavæðingunni fylgir kerfi ýmissa stofnana ríkisins? Nema hann vilji að þær séu of veikar og lélegar eins og sýndi sig á árunum fyrir hrunið.
Ekki tími nýrra stofnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.6.2009 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2009 | 08:31
Kaupangur á Laugavegi! Sameining bókabúða og kaffihúsa?
Undarlegar hafa verið fréttirnar undanfarna daga af fasteignafélaginu "Kaupangri" sem ætlaði að hækka leiguna við Bókabúð Máls og menningar af því að ríkið ætti núna Pennann sem ætti Bókabúðina. Eigendur Kaupangurs hafa að vísu ekki svarað spurningum þeirra fjölmiðla sem ég hef séð eða heyrt um málið fjalla þannig að þetta hefur verið nokkuð einhliða frásögn af þeirri menningarlegu eymd er gæti skapast ef bókabúðinni yrði lokað, jafnvel hefur verið óskað álits menntamálaráðherra. Og nú kemur á daginn að á Laugavegi 18 verður vonandi stofnuð sjálfstæð bókabúð, ekki hluti af keðju Pennans, með haustinu. En síðustu daga hafa fréttirnar af "Kaupangri" angrað mig.
Talandi um fjölmiðla sem óska álits menntamálaráðherra á því hvort bókabúð við Laugaveg verður lokað: Hvað um þær bókabúðir í ólíkum byggðum landsins sem hefur verið lokað? Ætti hið opinbera að beita sér fyrir því að kaffihús og bókabúðir sameinist um rekstur eins og með góðum árangri í miðbæ Akureyrar þar sem Penninn rekur bókabúð og kaffihús sem er opið fram á kvöld alla daga?Það er enginn vafi á því að ég kem oftar í bókabúðir af því að þar eru kaffihús, og fyrir vikið fylgist ég betur með bókaútgáfu og kaupi stundum eitthvert rit af því að ég einfaldlega sé því útstillt á leiðinni að kaffinu. Gætu hér skapast nokkur störf í baráttunni við atvinnuleysið? Og aukið íslenska bóksölu.
Fyrirgreiðsla til þeirra sem vilja samreka bókabúð og kaffihús er kannski nokkuð sem á virkilega að hugsa um í baráttunni við efnahagsástandið. Kannski má reka myndlistargallerí í jafnnánum tengslum við bókabúðina-kaffihúsið, og skapa enn fleiri störf.
Mál og menning aftur á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 08:21
Verndun Mývatns og Laxár - loksins tillaga að verndaráætlun
SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, barst nýlega til umsagnar tillaga að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá (slóð: http://ust.is/Adofinni/Frettir/nr/5959). Hér á eftir er hluti af umsögninni:
"Að fá þetta skjal í hendur rifjar upp hálfgerða harmsögu nýju löggjafarinnar frá 2004 um verndun Mývatns og Laxár sem leysti af hólmi eldri lög sem friðlýstu meðal annars allan Skútustaðahrepp. Það er nefnilega svo að setningu reglugerða, gerð verndaráætlunar og friðlýsingu einstakra staða, sem þá stöðu verðskulda, átti að vera lokið fyrir býsna löngu. Gerð verndaráætlunarinnar átti að vera lokið fyrir árslok 2005 og friðlýsingu einstakra staða fyrir árslok 2007, t.d. Dimmuborga sem eru ekki formlega friðlýstar þótt þær hafi verið í farsælli vörslu Landgræðslunnar sem hefur eftir föngum reynt að greiða aðgengi almennings með því að gera þar stíga, í góðri samvinnu við Umhverfisstofnun og bresku sjálfboðaliðasamtökin. Tímasetning verndaráætluninnar í nýju lögunum á sínum tíma var nú að vísu nokkuð brött - átti sem fyrr segir að vera lokið fyrir árslok 2005 - en síðan eru nú samt liðin þrjú og hálft ár. Auðvitað var bent á það á sínum tíma af náttúruverndarsamtökum og einstaklingum að ekki væri mikið vit í að aflétta friðlýsingu í lögunum án þess að önnur stjórntæki lægju fyrir. Æskilegt væri að verndaráætlunin innihéldi mat á því hvað hefur breyst síðan löggjöfin var sett, hvaða tækifæri hafa glatast á þessum tíma. Ef það er ekki talið eiga heima í henni væri engu að síður æskilegt að Umhverfisstofnun eða umhverfisráðuneytið léti fara fram hlutlægt mat á því hvað hefur breyst síðan lögin voru sett.
Tillagan sem nú liggur fyrir að verndaráætlun gæti markað nýtt upphaf um verndun Mývatns. Í henni er sérhæfð lýsing þar sem leitast er við að lýsa gildi svæðisins af ýmsum sjónarhólum náttúruvísindanna. Í henni er gerð grein fyrir margvíslegum aðgerðum af ólíkum toga. Tillagan er þó hreint ekki gallalaus og sumt í henni er mikilvægara en annað að komist í framkvæmd. Hér verður tæpt á fáeinum atriðum sem SUNN telja að Umhverfisstofnun þurfa að hafa sérstaklega í huga eða beinlínis að bæta við áætlunina eins og tillagan liggur nú fyrir.
1. SUNN eru að sjálfsögðu sammála því að formlegri friðlýsingu staða utan núverandi verndarsvæðis verði formlega lokið sem allra fyrst. Þetta er vísast eitt algerra forgangsatriða fyrir utan gerð verndaráætlunarinnar sjálfrar. Sama gildir um reglugerðir sem á að setja.
2. SUNN telja að fræðslu- og túlkunarkaflinn þurfi að vera ítarlegri og meira upp úr honum lagt. Tvenns konar starfsemi hefur verið komið á fót á sl. tíu til tólf árum en lögð niður skömmu síðar, það er Kvika-fræðagarður og Mývatnssafn. Kviku mætti gjarna endurvekja eða koma á fót sambærilegri starfsemi. Mývatnssafn sýndi ýmislegt frá atvinnustarfsemi tengdri vatninu, bæði veiðiskap, eggjatekju og námugreftri. SUNN telja að þess háttar starfsemi samrýmist vel starfsemi gestastofu Umhverfisstofnunar og mætti stefna að nánu samstarfi. Þetta samrýmist líka því sem fram kemur á bls. 69 að virkja heimafólk til fræðslustarfsins.
3. Kjarninn í fræðslustarfseminni er starf landvarða - en einnig þarf að huga að öðrum verkefnum landvarða. Verndaráætlun án þess að gera grein fyrir því hvernig efld verði landvarsla á svæðinu er ekki nægilega traust. SUNN vita vel að nú er alvarlegur halli á ríkisfjármálum og því ekki auðvelt að auka þessa starfsemi akkúrat nú um stundir. SUNN kalla eftir því að sett verði skýr framtíðarmarkmið um fræðslu landvarða en einnig um vöktunarhlutverk landvarða, bæði á sviði náttúruverndar og ferðamennsku (sjá t.d. bls. 71). Nefna má sem möguleika að koma upp fáeinum túlkunarstöðum þar sem landverðir hafa fimm mínútna dagskrá á fyrir fram auglýstum tímum einu sinni eða oftar á dag.
4. Varðandi landgræðslu og endurheimt skóga taka SUNN undir það markmið að lögð verði áhersla á endurheimt og endurhæfingu birkiskóga og fagna því að barátta við skógarkerfil verði sett á forgangslista. SUNN fagna því líka að baráttan við útbreiðslu lúpínu sé sérstaklega nefnd og SUNN fagna líka því markmiði að ekki verði notaðar erlendar trjátegundir sem myndu breyta mjög ásýnd svæðisins, t.d. ef þær yrðu settar niður á Ásunum milli Krákár og Arnarvatns.
5. Skoða þarf mengunarmál vel, t.d. af virkjun í Bjarnarflagi. SUNN telja afar hæpið að stór virkjun í Bjarnarflagi geti rúmast innan markmiða laganna. Á þessu þarf að taka í verndaráætluninni. Einnig þarf að skoða mögulega mengun af vélknúnum vetraríþróttum á Mývatni. Hér má spyrja sig þeirrar spurningar hvort sé skynsamlegra: Að takmarka slíka starfsemi eða búa til viðamiklar áætlanir til mengunarvarna ef slys bæri að höndum.
6. Hljóðvist er eðlilegt að taka sérstaklega eins og gert er og styðja SUNN þá ósk" Umhverfisstofnunar að ekki sé flogið lágflug yfir verndarsvæðið. Hér þarf líka að hafa í huga hljóðmengun af vélknúnum vetraríþróttum sem getur verið talsvert mikil, ekki síst á kyrrum dögum að vetrarlagi. Hljóðvistin lýtur að sambýli ólíkra tegunda ferðamennsku.
7. ... Fagnað er markmiðum um vöktun breytinga Framengja því þótt SUNN hafi staðið að endurheimtinni í samvinnu við landeigendur er ljóst að samtökin hafa ekki bolmagn til rannsókna á áhrifum endurheimtarinnar. SUNN stefna þó að því að gefa út fræðsluefni og ætti að vera óhætt að greina frá því í verndaráætluninni. Vonandi tekst að gefa það út á árinu 2010.
8. Samkvæmt lögum á að vera samráð við umhverfisverndarsamtök um gerð verndaráætlunarinnar. SUNN mæla með því að það samráð verði aukið og látið ná til ferða- og útivistarfélaga."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 11:40
Verra ef Össur hefði týnst á Möltu
Mér finnst umræðan um Möltuferð Össurar mjög skemmtileg. Eftir yfirlýsingu Jóhönnu þýðir hins vegar lítið að halda því fram að hún hafi verið farin vegna gagnaöflunar ríkisstjórnarinnar til að setja sér sem skýrust samningsmarkmið eða afla upplýsinga um hvernig best sé að semja við ESB. Ef svo hefði verið hefði forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, hin heita stuðningsmanneskja þess að gengið verði í ESB, auðvitað lagt á ráðin með Össuri um ferðalagið.
Svo er spurning um tilkynningaskyldu ráðherranna: Þarf ekki forsætisráðherra á viðsjárverðum tíma að geta náð í ráðherrana með stuttum fyrirvara? Ekki að Össur og aðrir ráðherrar megi ekki, mín vegna, hafa ferðafrelsi. Mér finnst jákvætt að ráðherrarnir ferðist og hafi samskipti við önnur lönd - en þarf ekki aðhald í því eins og öðru? Markviss ferðalög?
Jóhanna vissi ekki um ferð Össurar til Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.6.2009 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2009 | 20:37
Ein af birtingarmyndum einkavinavæðingarinnar?
Þetta er eitt af þeim málum sem krefst rannsóknar. Hvert var markmiðið? Sum sveitarfélögin seldu eignir og höfðu þá betri rekstrarfjárstöðu; önnur byggðu ekki skólahúsnæðið heldur greiddu leigu. Þegar til lengri tíma er litið getur ekki verið annað en dýrara en reiða sig á þess háttar húsnæði. Auðvitað getur stundum verið hagstætt að leigja húsnæði (t.d. skrifstofuhúsnæði eða geymsluhúsnæði), en tæpast mikið vit í að leigja húsnæði til skólahalds, sundiðkana o.s.frv. Þess háttar hús eru mjög sérhæfð og lítt nothæf til annars. Já, og hvar leynist spilling í formi einkavinavæðingar í einkavæðingu húsnæðis sveitarfélaga og ríkis?
50 milljarða skuldbindingar vegna leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2009 | 18:35
Er flokkun sorps umhverfismál - eða mannasiðir?
Já, hvað eru umhverfismál? Eru hvalveiðar umhverfismál? Eða eru hvalveiðar, eins og grænfriðungar nefna hér, fyrst og fremst ímyndarmál? Mannasiðir í samfélagi þjóðanna? Sá vægir sem vitið hefur meira - kannski - að hætta hvalveiðum? Hvalveiðar geta ekki orðið sjálfbærar nema markaður stóraukist.
Sama gildir um að flokka þann úrgang sem frá okkur kemur - setja ekki matarleifar saman við plastumbúðir eða mjólkurfernur. Ég flokka það fyrst og fremst sem mannasiði að minnka úrganginn í kringum okkur og koma honum á rétta staði, rétt eins og það tíðkast ekki á góðum bæjum að henda rusli á göturnar eða út um bílglugga.
Grænfriðungar vilja að Jóhanna vakni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:12
Sjálfstæðir háskólar á landsbyggðinni eða útibú?
Mér sýnast þessar hugmyndir áhugaverðar og skynsamlegar, svona í aðalatriðum, enda hér sprottið upp einkaháskólar eins og gorkúlur undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins, síðast Keilir á Suðurnesjum. Auðvitað eru þetta engir einkaháskólar. Og auðvitað er engin raunveruleg samkeppni heldur er hún meiri í því hver gerir góðar auglýsingar þar sem fjármunum er eytt í að auglýsa þrjár nýjar lagadeildir, svo að dæmi sé tekið.
Það er mikil samvinna í dag, a.m.k. með okkur sem störfum í ríkisháskólunum - en hana má auka og gera skilvirkari, án sameiningar. Og það er líka samvinna við einkaháskólana - sem betur fer. Kannski á að sameina alla háskóla, ekki endilega í einu vetfangi. Þannig má t.d. breyta Háskólanum á Bifröst í fjarnámssetur alls landsins þar sem nemendur koma í kennslulotur til að nota það frábæra húsnæði sem þar er og óskaplega fallega umhverfi.
Athyglisverð er náttúruvísindaleg slagsíða í fréttinni, það er hér eru ekki tilgreind íslensk fræði eða hug- og félagsvísindi. En varla var það hlutverk nefndarinnar að segja okkur hvaða greinar væru góðar og hverjar ekki? Hmm ... Vitaskuld kemur mér ekki á óvart að það sé mælt með áherslu á jarðfræði en e.t.v. kemur meira á óvart að listirnir skuli fá þá viðurkenningu sem hér er nefnd. Reyndar ræðir nefndin "vöxt" en ekki núverandi stærð greina, ef blaðið hefur rétt eftir.
Verði núverandi háskólar á landsbyggðinni lagðir niður má varla nota orðið útibú. Betra er að þeir hafi mikið sjálfstæði og heiti sjálfstæðum nöfnum, t.d. Háskóli Íslands á Akureyri, eða Háskóli Íslands að Bifröst og Hólaskóli verður að heita því forna nafni. Í stað sameiningar mætti því búa til samhæft kerfi háskólanna.
Mæla með tveggja háskóla kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 21:48
Haldið áfram að grafa í því hvort aðstaða var misnotuð
LÍN leitar til Ríkisendurskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2009 | 11:58
Munið námsstefnuna um jafnréttisfræðslu á þriðjudaginn
22.5.2009 | 14:53
Námsstefna um jafnréttisfræðslu
Námsstefna um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum verður þriðjudaginn 26. maí kl. 13:30 í Salnum í Kópavogi. Í auglýsingu frá verkefninu segir: Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum er samstarfsverkefni Jafnréttisstofu, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarfjarðarbæjar, Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar. Menntamálaráðuneytið styður verkefnið og leggur framkvæmd þess lið ásamt Jafnréttisráði og fjölmörgum styrktaraðilum. Þátttökusveitarfélögin fimm tilnefndu öll einn leikskóla og einn grunnskóla til að sinna tilraunaverkefnum á sviði jafnréttismála skólaárið 20082009. Á námsstefnunni kynna fulltrúar skólanna verkefni sem nýst geta til jafnréttisstarfs í skólum. Nánari upplýsingar um þróunarverkefnið má finna á slóðinni www.jafnrettiiskolum.is
Dagskrá - uppfærð
13:30 - 13:45 Tónlistaratriði frá leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði
13:45 - 14:00 Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra setur námsstefnuna
14:00 - 14:15 Louise Windfeldt, höfundur barnabókarinnar Den dag da Rikke var Rasmus og Den dag da Frederik var Frida kynnir bókina og tilurð hennar
14:15 - 15:10 Kynningar á jafnréttisstarfi í leikskólum
15:10 - 15:40 Kaffihlé / kynningarbásar og veggspjöld
15:40 - 16:30 Kynningar á jafnréttisstarfi í grunnskólum
16:30 - 16:45 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor fer yfir niðurstöður faghóps verkefnisins
16:45 - 17:00 Kristín Ástgeirsdóttir slítur námsstefnunni og veitir viðurkenningar fyrir teikni- og ljóðasamkeppni Jafnréttisstofu og Eymundsson
Námsstefnan er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem vilja fræðast um jafnrétti í skólastarfi. Hún er öllum opin og eru skólastjórnendur, kennarar, foreldrar, fulltrúar fræðslunefnda, fulltrúar jafnréttisnefnda, starfsmenn skólaskrifstofa, sveitarstjórnarmenn og stjórnmálamenn sérstaklega hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Arnfríðar Aðalsteinsdóttur verkefnisstjóra á Jafnréttisstofu sem einnig veitir frekari upplýsingar arnfridur@jafnretti.is / sími 460-6200.
Bloggar | Breytt 23.5.2009 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2009 | 14:41
Er Framsóknarflokkurinn sögulegar minjar?
14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2009 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2009 | 13:15
Bindiskylda og bindisskylda
Mig minnir að afnám eða lækkun bindiskyldu hafi verið eitt af því sem bankarnir börðust fyrir og fengu framgengt, og hafi þannig átt þátt í hruninu. Reyndar er ég ekki of klár á því hvað bindiskylda var (eða er) - er það ekki krafa frá Seðlabankanum um að ekki sé ekki allt fé lánað jafnóðum út og það er lagt inn?
Bindisskyldan er aftur á móti sú skylda að karlar skyldu bera hálsbindi í þingsal. Þetta voru víst lengst af óskrifaðar reglur en ekki skrifaðar. Fjölmiðlar tóku virkan þátt í að viðhalda þessari hefð með því að taka viðtöl við nýja karl-þingmenn eingöngu um hálsbindisleysið en ekki málefnið og gerðu hina nýju þingmenn eða varaþingmenn svo leiða á því að þeir fundu hálsbindi. Nú hefur þessi skylda verið afnumin og vonandi leiðir það ekki til neins konar hruns. Ef til vill er það jafnvel tákn um nýja tíma.
Ég veit ekki hvort allir karlar báru hálsbindi á aðalfundi Byrs sem eingöngu kaus karla í stjórn - tók ekki eftir því hvort það var í varastjórnina líka. Ég veit ekki hvort Byr verður bæði með bindi- og bindisskyldu.
Athugasemdir við fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2009 | 15:54
Að dreifa athyglinni?
Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 20:01
Áfram náttúruvernd!
Ný ríkisstjórn tók við völdum í dag byggð á samstarfsyfirlýsingu vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Yfirlýsingin var rædd í morgun á flokksráðsfundi vinstri grænna sem raunar stóð langt fram yfir hádegi því að það var margt að ræða. Yfirlýsingin er um margt tímamótayfirlýsing hvað varðar vörn fyrir velferðarkerfið, á jákvæðan hátt þrátt fyrir hinar erfiðu r til þess, og hún er líka tímamót í utanríkismálum, þótt tilfinningar gagnvar Evrópusambandsþráhyggjunni séu að sjálfsögðu verulega mikið blendnari. Málamiðlunin sem forysta VG hefur tekið þátt í er þó sýnd veiði en ekki gefin fyrir ESB-sinna.
Samstarfsyfirlýsingin er ekki tímamótayfirlýsing í náttúruverndarmálum svo að þar verða verkin að tala eins og þau gerðu hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur sem því miður náði ekki kjöri til Alþingis og lét nú af störfum. Því er aftur á móti lofað að setja náttúruverndaráætlun sem nái til 2013. Takist það gætu alveg orðið tímamót í náttúruverndarmálum við að framkvæma hana. Ég býð Svandísi Svavarsdóttur velkomna sem umhverfisráðherra - mér taldist svo til áðan að hún væri 10. umhverfisráðherrann á 20 árum. Vonandi verður þinn ferill, Svandís, í embættinu farsæll - okkur veitir ekki af.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2009 | 12:44
Mál að ritskoðun um málefni orkufyrirtækja linni
Grein Steinsmugunnar í gærkvöldið minnir okkur á þann tíma þegar orkufyrirtækin sendu leiðréttingu í hverjum fréttatíma þar sem komu fram andstæð sjónarmið - kannski ekki í hverjum fréttatíma vegna þess að ef ekki var um að ræða beinar staðreyndavillur tóku faglegir fréttamenn ekki í mál þess háttar vinnubrögð.
"Það vakti athygli Steinsmugunnar að sjá Guðlaug Sverrisson, stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur, ota vísifingri framan í upplýsingafulltrúa Umhverfisráðuneytisins í Þjóðminjasafninu í dag. Þar hélt ráðuneytið fund í samstarfi við Stofnun Ara fróða undir yfirskriftinni: Er nýting jarðvarma sjálfbær".
Stefán Arnórsson, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var annar frummælenda og svaraði spurningu fundarins neitandi. Þá upplýsti Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnunn, fundargesti um að jarðvarmavirkjanir hafi margfaldað magn brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu á undanförnum áratugum. Hann lýsti einnig skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu fólks.
Þegar Steinsmugan sá Guðlaug með fingurinn á lofti gat hún ekki annað en læðst að þeim lagt við hlustir. Steinsmugan þurfti reyndar ekki að fara neitt sérstaklega nálægt, enda með sérstaklega góða heyrn, til að heyra hvaða skilaboð Guðlaugur lagði áherslu með á fingrinum. Ljóst var að Guðlaugi sveið umfjöllun fundarins sem hann kallaði áróður.
Af þessu er Steinsmugunni ljóst að menn leggja misjafnan skilning í hvað er áróður.
Á fundinum varð Steinsmugan til dæmis vitni að því sem hún kallar áróður. Það var þegar Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, stóð kokhraustur upp og setti sig í kennarastellingar gagnvart málflutningi sér lærðari framsögumanna. En umvandanir kennarans voru umsvifalust reknar öfugar ofan í hann aftur.
Guðlaugur hefur augljóslega ekki sama skilning og Steinsmugan. Honum finnst augljóslega allt sem styður ekki málstað Orkuveitunnar vera áróður, jafnvel þó það komi frá virtustu vísindamönnum landsins."
Reyndar heyri ég gjarna leiðréttingar og ábendingar frá fyrri eigendum bankanna í fréttatímum og í blöðum. Þeir höfðu sama háttinn á og orkufyrirtækin: Vildu eiga landið.
Vissulega væri það ánægjulegt ef starfsemi Geysisgrínenergí væri umhverfisvæn - en eigum við ekki að sjá aðeins betur hvort við getum lifað með þeirri orkunýtingu háhitasvæða sem þegar er komin á? Ég held að það sé - því miður - miklu öruggara.
Áhugi að utan á Geysi Green | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)