17.6.2014 | 14:32
Inclusion, exclusion and the queering of spaces in two Icelandic upper secondary schools
An article by Jón Ingvar Kjaran & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Published online: 16 Jun 2014 in Ethnography and Educatrion
The concept of space is gaining increased attention in studies of sexuality and gender, not least those focusing on heterosexism and heteronormativity. Such studies have demonstrated that space is sexualised, gendered and actively produced. In this article, we present the findings from an ethnographic study of two Icelandic upper secondary schools. One is a traditional academic school in Reykjavík (the capital city) and the other is a mixture of a vocational and an academic school, located in a small urban community in the northern part of the country. In addition to the ethnographic component of the research, five former and current lesbian, gay, bisexual and transgender (LGBT) students from the two schools were interviewed. We describe how different spaces are constructed through the discourse of heterosexuality and hegemonic gender performances. In doing so, we focus on the processes of inclusion, exclusion and queering of different spaces, and the interplay of these processes in constructing sexuality and gender. The findings indicate that the spaces observed, which are depicted in this article as three stories, included and excluded both LGBT students and other students who did not conform to the dominant norms. These same spaces were also a platform for various queering activities, where alternative discourses could be established and even disturb the dominant discourse of heterosexuality and normativity, whether in terms of gender performances or bodily appearances.
- DOI:
- 10.1080/17457823.2014.925409
http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/17457823.2014.925409#.U6BPMo1_s00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2014 | 20:39
Curriculum, crisis and Icelandic upper secondary teachers
The article Curriculum, crisis and the work and well-being of Icelandic upper secondary school teachers by Guðrún Ragnarsdóttir and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson just appeared in Education Inquiry. Its abstract: Iceland was one of the first countries to collapse in the global financial crisis of 2008 and it followed the OECD suggestion by opening upper secondary schools for young jobseekers, but without increasing the number of teachers. The upper secondary school level is also in a period of educational change, as it is in many other countries nowadays. The experience of Iceland provides valuable lessons for the international community. The article explores the effect of the economic crisis and the proposition that the policy is imposing on the work, well-being and working conditions of upper secondary school teachers in Iceland. The findings are based on a quantitative data from three surveys on upper secondary school teachers. In total, 52% of registered teachers in the Association of Teachers in Upper Secondary Schools returned the completed questionnaire in 2008, 49% in 2010 and 57% in 2012. The findings reveal significantly longer working days, increased pressure, workload and stress among teachers at the school level following the crisis and implementation of the curriculum, lower job satisfaction and less opportunity to serve students with special educational needs. The analysis suggests a need to invest more in the upper secondary school level as well as to focus on the professional development and well-being of teachers to ensure further improvement to prevent burnout and occupational drop-out. See: http://www.education-inquiry.net/index.php/edui/article/view/24045/32772
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2014 | 17:19
Rannsóknir á framhaldsskólastarfi - málstofur á vormisseri 2014
Málstofur um framhaldsskólarannsóknir í febrúar til apríl 2014
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi og í unglingabekkjum grunnskóla sem hafa þýðingu fyrir framhaldsskólastarf. Málstofurnar, sem verða sjö talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:2017:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2014. Erindin eru um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Upptökur frá fyrirlestrum í fyrri málstofuröðum um framhaldsskólarannsóknir eru aðgengilegar á slóðinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestrum. Þar verða jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr þessari málstofuröð.
5. febrúar 2014: Atli V. Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nýdoktor frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Lýðræði og skólar
Ágrip: Rætt verður um eftirtaldar spurningar: 1. Hvað af því sem einkennir farsælt lýðræði á heima í framhaldsskóla? 2. Hverju þarf að breyta svo skólar verði lýðræðislegri? 3. Hvaða hindranir eru í vegi slíkra breytinga? Hindranir sem verða ræddar eru annars vegar tæknihyggja og þröng sýn á gildi menntunar og hins vegar skipulag sem gerir nemendur að neytendum skólaþjónustu fremur en þátttakendum í skólasamfélagi.
12. febrúar 2014: Susan E. Gollifer doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: An untapped resource: Examining upper secondary school teachers commitment to human rights education in Iceland (erindið er á ensku)
Ágrip: Human rights education (HRE) is a human right in itself, stated in international conventions and reflected in national education policy. Icelands 2011 curriculum reform includes democracy and human rights as one of its six fundamental curricular pillars. In this presentation, the narratives of five upper secondary school teachers commited to issues of social justice will be introduced and discussed.
19. febrúar 2014: Anna Jeeves aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ: Filling in the gaps. Learner views of English at secondary school (erindið er á ensku)
Ágrip: The study explores the concept of relevance in second-language learning. Interviews with present and former secondary-school learners reveal that the relevance of compulsory study of English at Icelandic secondary schools is perceived in a variety of ways. The talk focuses on gaps: perceptions of gaps in the proficiency that learners gain through instruction and through exposure to English outside school, and attitudes to traditional gap-fill activities in the classroom.
26. febrúar 2014: Rósa Björg Þorsteinsdóttir menntunarfræðingur: Úrræði og úrræðaleysi íslenskra og norskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi innflytjenda
Ágrip: Gerð verður grein fyrir niðurstöðu rannsóknar þar sem skoðað var hvaða úrræði íslenskir og norskir framhaldsskólar hafa til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda. Byggt er á hálfopnum viðtölum við skólastjórnendur, deildarstjóra, ráðgjafa og kennara. Athugaðir voru eftirtaldir þættir: áherslur skólanna í vinnu með innflytjendum, félagsleg staða innflytjenda í nemendahópnum, stoðþjónusta við innflytjendur, félagsleg mismunun, foreldrasamstarf, fjölmenningarlegur auður og brotthvarf úr framhaldsskóla. Niðurstöður gefa til kynna að framhaldsskólarnir hafi takmörkuð úrræði.
26. mars 2014: Jón Ingvar Kjaran doktorskandidat í hinsegin menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennari við Verzlunarskóla Íslands: Að gera framhaldsskólann hinsegin
Ágrip: Í erindinu eru kynntar hugmyndir um hinsegin uppeldisfræði (e. queer pedagogy) og hvernig hægt er að nýta sér sjónarhorn hinseginfræða til að trufla (e. to queer) ríkjandi orðræðu um kynhneigð og kyngervi. Niðurstöður doktorsrannsóknar Jóns benda til þess að hinsegin framhaldsskólanemendur fari ólíkir leiðir þegar kemur að því að trufla ríkjandi orðræðu kynhneigðar og kyngervis. Í erindinu eru rædd dæmi og raktar breytingar á stöðu hinsegin nemenda í íslenskum framhaldsskólum undanfarin ár.
2. apríl 2014: Steinunn Gestsdóttir dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun ungmenna í 9. bekk og tengsl við farsælan þroska og erfiðleika
Ágrip: Á unglingsárum öðlast ungmenni aukna getu til meðvitaðrar sjálfstjórnunar (e. intentional self-regulation) sem gerir þeim kleift að forgangsraða markmiðum og leita margvíslegra leiða til að ná þeim. Sagt verður frá niðurstöðum yfirstandandi langtímarannsóknar, Þróun sjálfstjórnunar íslenskra ungmenna og tengsl við æskilega þroskaframvindu. Þær benda til að sjálfstjórn hafi jákvæð tengsl við æskilegan þroska og neikvæð tengsl við áhættuhegðun eftir að tekið hefur verið tillit til bakgrunnsþátta. Þýðing niðurstaðnanna fyrir skóla- og frístundastarf verður rædd.
9. apríl 2014: Kristján Ketill Stefánsson doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Steinunn Gestsdóttir dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun, virkni í skólastarfi og tengsl við námsárangur við lok grunnskóla
Ágrip: Kynntar verðar niðurstöður úr yfirstandandi tveggja ára rannsókn með 561 unglingi þar sem mælingar á sjálfstjórnun nemenda voru tengdar námsárangri á samræmdu prófunum 2013. Niðurstöðurnar benda til þess að gagnlegt sé að vinna með sjálfstjórnun í 9. bekk með tilliti til námsárangurs í 10. bekk og að nauðsynlegt sé að líta til þess hvort að nemandinn sé virkur þátttakandi í því skólastarfi sem boðið er upp á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2013 | 13:02
Rannsóknir á framhaldsskólastarfi - starf fyrir doktorsnema
http://www.starfatorg.is/kennsla_rannsoknir/nr/17485
Doktorsnemi óskast við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, við rannsóknarverkefni um Starfshætti í framhaldsskólum á Íslandi.
Starfið er laust frá byrjun árs 2014 og er til þriggja ára. Það er hluti af norrænum styrk frá NordForsk fyrir Nordic Centre of Excellence: Justice through education in the Nordic Countries (JustEd).
Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni um starfshætti í framhaldskólum á Íslandi, Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starfshætti í framhaldsskólum og þau öfl sem móta þá með áherslu á skipulag skóla og skólastarfs, viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda til skólastarfsins, námsumhverfi, nám og kennslu og skuldbindingu nemenda.
Gögnum er safnað í níu framhaldsskólum auk þess sem gögn úr eldri rannsókn á skilvirkni framhaldsskóla eru hluti rannsóknarverkefnisins. Doktorsneminn mun taka þátt í því að safna gögnum fyrir rannsóknarverkefnið í heild og mun, í samráði við leiðbeinendur, móta doktorsverkefni, bæði út frá markmiðum starfsháttarannsókninnar og markmiðum norræna öndvegissetursins (www.helsinki.fi/justed). Leiðbeinendur verða úr hópi íslensku þátttakendanna í JustEd-verkefninu.
Umsækjandi skal hafa lokið eða vera að ljúka meistaraprófi í ársbyrjun 2014. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og tekið virkan þátt í að móta framvindu verkefnisins í samvinnu við leiðbeinenda. Viðkomandi þarf einnig að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eiga gott með að vinna í teymi og vera vel skrifandi bæði á íslensku og ensku.
Umsóknin skal fela í sér greinargóða útskýringu á af hverju viðkomandi hefur áhuga á að vinna þetta verkefni og hvað hann eða hún telur sig hafa fram að færa við mótun og vinnslu verkefnisins. Umsóknin skal ekki vera lengri en 3 blaðsíður. Umsókn skal fylgja: i) ferilskrá, ii) prófskírteini, iii) afrit af meistaraprófsritgerð eða annarri viðamikilli rannsóknarritgerð, iv) nöfn þriggja meðmælenda og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá.
Frekari upplýsingar veitir Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið (ingo@hi.is).
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2014 og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is merkt HI13120051.
Umsóknir skulu merktar Starfshættir í framhaldsskólum á Íslandi Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
---
Doctoral position: The School of Education at the University of Iceland advertises an open position for a doctoral candidate in a research project on upper secondary school practices in Iceland.
The School of Education at the University of Iceland seeks a candidate for a doctoral position for the period of January 2014 January 2017 to be included in the NordForsk funded Nordic Centre of Excellence Justice through education in the Nordic Countries' (JustEd). The candidate must hold a Master's/second-cycle degree.
The doctoral candidate will participate in a research project on upper secondary school practices in Iceland, with a particular focus on teaching and learning as well as student engagement and initiative. The aim of the study is to provide understanding of teaching and learning practices in upper secondary schools in Iceland and the moulding forces of their evolution, including external structures, views of students, teachers and leaders, physical learning environment, teaching and learning practices and student engagement. The doctoral candidate will participate in collecting data for the research project. In cooperation with his or her advisors, the candidate will shape and carry out a doctoral research project using the data from the aforementioned study (including classroom observations, interviews, and survey data) and relate this doctoral research project to the objectives of the Nordic Center of Excellence JustEd (www.helsinki.fi/justed). The candidate's advisors will be members of the upper secondary school practices research team.
The duties of a doctoral student are to work on his or her doctoral thesis. Research plans should relate to the objectives of JustEd and emphasize cooperation, cross-cultural and cross-border connections between the school practices in Iceland and other Nordic countries. To successfully attend to the duties of the positions, the appointee should be able to speak and write fluently in both English and Icelandic.
The deadline for application is January 6th 2014. Applications should be sent to starfsumsoknir@hi.is marked Upper Secondary School Practices in Iceland with the reference nr. HI13120051. Only applications received by this deadline are considered given that they meet the requirements. The selected candidate will need to send a formal application for a Ph.D. studentship at the University of Iceland in due time.
For further information, please contact Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, professor (ingo@hi.is).
The application should include a detailed description of the reasons for the applicant's interest in participating in the project and the specific means by which he or she can contribute to the project. The application should not exceed three pages. The following should be appended to the application: i) Curriculum Vitae, ii) degree certificates, iii) a copy of Master dissertation or another extensive research essay, iv) names of three referees and their contact addresses.
Salary for the position of the doctoral student will be according to the current collective wage and salary agreement between the Union of University Teachers, and the Minister of Finance. All applications will be acknowledged and applicants will be informed about the appointment when a decision has been made.
Appointments to the University of Iceland take into account the Equal Rights Project of the University of Iceland.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2013 | 18:15
Heimspeki, læsi og sköpun
Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Eftirfarandi taka til máls: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og kennaradeild HA; Guðrún Hólmgeirsdóttir, heimspekingur og kennari við MH; Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekingur og kennari við Garðaskóla; Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur og heimspekikennari á leikskólanum Múlaborg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2013 | 16:25
Hinsegin karlmennska með ólíkum hætti
Í grein sem byggð er á erindi sem var flutt á Þjóðarspeglinum á föstudaginn er sagt frá rannsókn á mótun karlmennsku hinsegin karlmanna. Meginmarkmið hennar var að draga fram sýn ungra hinsegin karlmanna til karlmennskunnar í þeim tilgangi að svara spurningum um hvaða viðhorf hommar og tvíkynhneigðir karlar hafa til karlmennsku og hvernig laga þeir hana að hinsegin sjálfsmynd sinni og hvort þeir reyni að trufla ríkjandi viðmið eða laga þeir ímynd sína að ríkjandi karlmennskuhugmyndum. Byggt er á viðtalsrannsókn við unga samkynhneigða og tvíkynhneigða karlmenn þar sem sumir höfðu tileinkað sér hinsegin karlmennsku en aðrir hinsegin gagnkynhneigða karlmennsku. Sjá nánar í Þjóðarspeglinum 2013.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 08:16
Fleiri vindar blása - viðhorf reyndra framhaldsskólakennara
Ágrip greinar okkar Árnýjar Helgu Reynisdóttur sem var birt í Netlu í gær. Hún heitir fullu nafni Fleiri vindar blása. Viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 19862012.
Lög um framhaldsskóla árið 2008 og útgáfa aðalnámskrár árið 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viðmiðum um skólastarfið. Höfundar tóku viðtöl við tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til að varpa ljósi á reynslu þeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Niðurstöður benda til þess að hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja því fleiri uppeldis- og kennslufræðilegar áskoranir sem rekja má til breyttrar samfélagsgerðar og fjölbreyttari nemendahóps. Viðhorf nemendanna hafa breyst, þeim finnst ekki lengur merkilegt að vera í framhaldsskóla, þeir eru lítt móttækilegir fyrir upplýsingum sem hópur, þeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síður pólitískt meðvitaðir. Viðmælendum okkar kvörtuðu ekki undan breytingunum á nemendahópnum en viðurkenndu að þetta gerði skólastarfið ekki einfaldara. Þeir nefndu að kennsluhættir hefðu breyst, t.d. að verkefnavinna hefði aukist á kostnað prófa. Einnig hefði skrifleg umsýsla aukist, ekki síst eftir tilkomu upplýsingatækni. Aðalnámskráin frá 1999 var flestum viðmælendum minnisstæð og ný aðalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvæða dóma, þótt ýmislegt hafi þótt óljóst um hvernig ætti að útfæra suma þætti hennar í skólastarfinu. Sumir viðmælenda töldu miklar breytingar fram undan og voru reiðubúnir að takast á við þær en aðrir töldu ekki ástæðu til róttækra breytinga. Sjá greinina: http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/006.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2013 | 16:30
Eru kennarar einhvers nýtir?
Hér er ágrip - á ensku - af kaflanum mínum í bókinni Fagmennska í skólastarfi. Skrifað til heiðurs Trausta Þorsteinssyni sem barst mér í hendur í dag. Kaflinn nefnist Grunnskólakennarar í aftursætinu og leikskólakennarar í skottinu? Hlutverk og fagmennska kennara í stefnuskjölum ríkis og sveitarfélaga. Í hnotskurn er kennurum ætlað lítið hlutverk í stefnuskjölum Sambands íslenskra sveitarfélaga og afar tilviljunarkennt hlutverk í löggjöf ríkisins, t.d. eru einna gleggstu ákvæðin um framhaldsskólakennara að þeir sjái um námsmat! Ekkert tekið fram um hvort þeir eigi að kenna.
The chapter explores the discourse of the Icelandic Association of Municipalities on the role and professionalism of teachers in early childhood and compulsory schools. Selected documents, appearing on the website of the Association, were studied by applying discourse analysis. Discursive themes and legitimating principles were identified. The discourse is characterized by that little is said about the role and professionalism of teachers in general and almost nothing about early childhood education teachers. The documents discuss the role of compulsory school teachers as more or less bound to teaching and assessment, and it does not seem that the documents expect them to have any particular role in school evaluation or wider policy making. While the documents focus on the improvement of teaching so that students would learn more, eaching and learning seem to be viewed as rather straigth-forward and uncomplicated endeavors if the right methods are chosen. The results of the analysis of the documents were matched to models of teachers professionalism that show a movement from a teacher working alone to working cooperatively and even toward interdendency. This comparison shows a high level of expectations to collaboration in the discourse, not only the documents of the municipalities, but in the school legislation as well. Further it was studied if and how teachers are mentioned in the school legislation; the legislation is consistent with the municality documents discourse in prefering to mention staff rather than teachers. Also what is said about teachers in the legislation seems to be rather coincidental.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2013 | 21:19
Hvernig birtist heterosexismi í íslenskum framhaldsskólum?
Í dag birtist þessi grein okkar Jóns Ingvars Kjarans í Journal of LGBT Youth; hún er ein af doktorsgreinunum hans. Ágripið hljóðar svo:
"How does institutionalized heterosexism manifest itself in Icelandic
upper secondary schools and how do lesbian, gay, bisexual, and
transgender (LGBT) students respond to these manifestations? In
addressing these questions, interviews were conducted with six current
and former LGBT upper secondary school students, using queer
theory and thematic analysis. It is argued that institutionalized heterosexism
prevails in the structure and culture of the schools under
investigation, although to varying degrees. LGBT youth experienced
institutionalized heterosexism daily in their dealings with faculty
and fellow students. The LGBT students who were interviewed responded
to the oppressive nature of institutionalized heterosexism
in various ways. Some tried to resist the system actively while others
did so more subtly. In general, their stories can be interpreted as
having destabilizing effects on the heterosexual system."
http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/19361653.2013.824373#.UkX2XGxoHKU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2013 | 20:59
Children's Outdoor Environment in Icelandic Educational Policy
Út er komin greinin Children's Outdoor Environment in Icelandic Educational Policy eftir okkur Kristínu Norðdahl. Hún er aðalhöfundur greinarinnar sem er rituð sem liður í doktorsnámi hennar. Ágrip er svohljóðandi: The aim of this study is to investigate what characterizes the discourse on the role of the outdoor environment in young children's learning in educational policy documents in Iceland. Policy documents, laws and regulations, national curriculum guides for pre- and compulsory school levels, and documents from municipalities were analyzed. A six-step approach to discourse analysis was utilized. The main findings are that the outdoor environment is not highlighted in these documents, but is rather seen as a benefit to children's learning, health, and play and the fostering of children's positive environmental attitudes. Two types of contradictions were found: Silence about the outdoors versus emphasis on it, and discussion on risk versus learning opportunities.
Greinin er birt í tímaritinu Scandinavian Journal of Educational Research. Hana má nálgast á vef tímaritsins en eins og er eingöngu gegn gjaldi nema höfundum sé sendur tölvupóstur og beðið um eintak.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2013 | 09:46
Birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum
Styrkurinn verður veittur nema sem sækir um í samráði við leiðbeinanda sinn. Umsókn skal vera á bilinu 200500 orð þar sem fram kemur nánar hvernig umsækjandi telur rétt að standa að rannsókninni og hvaða öðrum spurningum sé mikilvægt að svara. Leiðbeinandi getur ekki sótt um fyrir ótiltekinn nemenda.
Styrkurinn er að upphæð kr. 300.000 og verður hann greiddur út í tvennu lagi, 150.000 þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 150.000 þegar verkefni er lokið. Styrkveitendur fá kynningu á niðurstöðum auk eintaks af rannsókninni.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2013.
Umsókn og ferilskrá, ásamt staðfestingu leiðbeinanda, skal senda á skrifstofu Stjórnmálafræðideildar HÍ í Gimli við Sturlugötu, 101 Reykjavík eða á elva[at]hi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2013 | 19:11
Innræti kennara
Mennta- og menningarmálaráðherra telur að menntunarstig hafi ekkert með meint harðræði að gera á Leikskólanum 101 heldur INNRÆTI. Og nefndi möguleika á skertum réttindum að loknum hluta námsins til leikskólakennaraprófs. Veit ráðherra hvernig námið er byggt upp - og hvað er í því? Heldur hann að í þessu námi læri fólk ekkert um "innræti", eða læri kannski bara ekki neitt. "Innræti" er samgróið fagmennsku og faglegum vinnubrögðum kennara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2013 | 13:29
Skóli á nýrri öld - málþing til heiðurs Gerði
- Setning: Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
- Framtíð íslenska menntakerfisins. Hvert er ferðinni heitið? Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Fordómalaus og vönduð persónuleg ráðgjöf við einstaklinga getur skipt sköpum. Af brautryðjanda í náms- og starfsráðgjöf og fræðslu. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Félagsvísindavið Háskóla Íslands
- What a wonderful world. Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla
- Að breyta hinu óbreytanlega. Undirbúningur og hönnun Ingunnarskóla í Grafarvogi. Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Baksýnisspegillinn - dagskrárlok
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2013 | 23:31
Hvað heitir afkvæmi langreyðar og steypireiðar á latínu?
Ég heyrði tvær undurfurðulegar hvalafréttir í dag, aðra um hval"afurðir" sem voru sendar í gámi áleiðis til Japans, en urðu að bitbeini skipafélaga í Hollandi og Þýskalandi því að þær voru ýmist merktar sem frosinn fiskur (vissulega er hvalur sjávardýr, en ekki er hann fiskur) eða nafni langreyðar á latínu, en Kristján Loftsson hjá Hval hf notar eflaust það mál í samskiptum við Japani en skilst illa annars staðar í Evrópu, þótt einhver uppgötvaði þetta þó; hin var um að það væri kannski hugsanlega mögulega afkvæmi langreyðar og steypireyðar í sjónum fyrir norðan og það ætti að skjóta í einhverju til að ná húðsýni til að rannsaka málið. En þrátt fyrir þetta hef ég ekki fengið að vita hvað langreyður er á latínu, og ekki heldur hvað afkvæmi langreyðar og steypireyðar heitir á latínu, en giskar á það heiti frosinn fiskur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2013 | 23:51
"Nýja" Framsókn og Íbúðalánasjóður
Formaður "nýju" Framsóknar ver gjörðir gömlu Framsóknar og Íbúðalánasjóðs. Hér hefði verið kjörið tækifæri að standa með skýrslunni í uppgjörinu við hrunið. En það er auðvitað engin ný Framsókn þrátt fyrir útskipti í þingmannahópnum og stóran þingmannahóp.
Ég hef nú fá tækifæri haft til að kynna mér skýrsluna sjálfa en að sögn þeirra sem hafa kynnt sér hana snýst hún ekki bara um Íbúðalánasjóð heldur húsnæðiskerfið í heild þar sem 90%-stefna og lán bankanna og síðast en ekki síst lán ÍLS á endurgreiddum lánum til bankanna urðu að stórri hringavitleysu. "Nýja" Framsókn sér lítið athugavert við þetta og formaður flokksins varði Íbúðalánasjóð í útvarpinu í kvöld og agnúaðist út í skýrsluna. Skýrslan er alveg örugglega ekki hafin yfir gagnrýni - en það sem ég hef heyrt úr henni er hún mikilsverð lexía EF við viljum í raun og veru gera upp hrunið og þá atburði sem leiddu til þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)