Rannsóknir á framhaldsskólastarfi - málstofur á vormisseri 2014

Málstofur um framhaldsskólarannsóknir í febrúar til apríl 2014

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um ţróun skólastarfs bođa til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi og í unglingabekkjum grunnskóla sem hafa ţýđingu fyrir framhaldsskólastarf. Málstofurnar, sem verđa sjö talsins, verđa haldnar í húsnćđi Menntavísindasviđs viđ Stakkahlíđ í stofu K206 kl. 16:20–17:05 á miđvikudögum í febrúar til apríl 2014. Erindin eru um 20 mínútur og jafnlangur tími ćtlađur til umrćđna. Upptökur frá fyrirlestrum í fyrri málstofuröđum um framhaldsskólarannsóknir eru ađgengilegar á slóđinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestrum. Ţar verđa jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr ţessari málstofuröđ.


5. febrúar 2014: Atli V. Harđarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nýdoktor frá Menntavísindasviđi Háskóla Íslands: Lýđrćđi og skólar

Ágrip: Rćtt verđur um eftirtaldar spurningar: 1. Hvađ af ţví sem einkennir farsćlt lýđrćđi á heima í framhaldsskóla? 2. Hverju ţarf ađ breyta svo skólar verđi lýđrćđislegri? 3. Hvađa hindranir eru í vegi slíkra breytinga? Hindranir sem verđa rćddar eru annars vegar tćknihyggja og ţröng sýn á gildi menntunar og hins vegar skipulag sem gerir nemendur ađ neytendum „skólaţjónustu“ fremur en ţátttakendum í skólasamfélagi.


12. febrúar 2014: Susan E. Gollifer doktorsnemi viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands: An untapped resource: Examining upper secondary school teachers’ commitment to human rights education in Iceland (erindiđ er á ensku)

Ágrip: Human rights education (HRE) is a human right in itself, stated in international conventions and reflected in national education policy. Iceland’s 2011 curriculum reform includes democracy and human rights as one of its six fundamental curricular pillars.  In this presentation, the narratives of five upper secondary school teachers commited to issues of social justice will be introduced and discussed.  


19. febrúar 2014: Anna Jeeves ađjunkt viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands og kennari viđ Fjölbrautaskólann í Garđabć: Filling in the gaps. Learner views of English at secondary school (erindiđ er á ensku)

Ágrip: The study explores the concept of relevance in second-language learning. Interviews with present and former secondary-school learners reveal that the relevance of compulsory study of English at Icelandic secondary schools is perceived in a variety of ways. The talk focuses on “gaps”: perceptions of gaps in the proficiency that learners gain through instruction and through exposure to English outside school, and attitudes to traditional gap-fill activities in the classroom.


26. febrúar 2014: Rósa Björg Ţorsteinsdóttir menntunarfrćđingur: Úrrćđi – og úrrćđaleysi – íslenskra og norskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi innflytjenda

Ágrip: Gerđ verđur grein fyrir niđurstöđu rannsóknar ţar sem skođađ var hvađa úrrćđi íslenskir og norskir framhaldsskólar hafa til ađ vinna gegn brotthvarfi innflytjenda. Byggt er á hálfopnum viđtölum viđ skólastjórnendur, deildarstjóra, ráđgjafa og kennara. Athugađir voru eftirtaldir ţćttir: áherslur skólanna í vinnu međ innflytjendum, félagsleg stađa innflytjenda í nemendahópnum, stođţjónusta viđ innflytjendur, félagsleg mismunun, foreldrasamstarf, fjölmenningarlegur auđur og brotthvarf úr framhaldsskóla. Niđurstöđur gefa til kynna ađ framhaldsskólarnir hafi takmörkuđ úrrćđi.


26. mars 2014: Jón Ingvar Kjaran doktorskandidat í hinsegin menntunarfrćđum viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands og kennari viđ Verzlunarskóla Íslands: Ađ gera framhaldsskólann hinsegin

Ágrip: Í erindinu eru kynntar hugmyndir um hinsegin uppeldisfrćđi (e. queer pedagogy) og hvernig hćgt er ađ nýta sér sjónarhorn hinseginfrćđa til ađ trufla (e. to queer) ríkjandi orđrćđu um kynhneigđ og kyngervi. Niđurstöđur doktorsrannsóknar Jóns benda til ţess ađ hinsegin framhaldsskólanemendur fari ólíkir leiđir ţegar kemur ađ ţví ađ trufla ríkjandi orđrćđu kynhneigđar og kyngervis. Í erindinu eru rćdd dćmi og raktar breytingar á stöđu hinsegin nemenda í íslenskum framhaldsskólum undanfarin ár.   


2. apríl 2014: Steinunn Gestsdóttir dósent viđ Sálfrćđideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun ungmenna í 9. bekk og tengsl viđ farsćlan ţroska og erfiđleika

Ágrip: Á unglingsárum öđlast ungmenni aukna getu til međvitađrar sjálfstjórnunar (e. intentional self-regulation) sem gerir ţeim kleift ađ forgangsrađa markmiđum og leita margvíslegra leiđa til ađ ná ţeim. Sagt verđur frá niđurstöđum yfirstandandi langtímarannsóknar, Ţróun sjálfstjórnunar íslenskra ungmenna og tengsl viđ ćskilega ţroskaframvindu. Ţćr benda til ađ sjálfstjórn hafi jákvćđ tengsl viđ ćskilegan ţroska og neikvćđ tengsl viđ áhćttuhegđun eftir ađ tekiđ hefur veriđ tillit til bakgrunnsţátta. Ţýđing niđurstađnanna fyrir skóla- og frístundastarf verđur rćdd.


9. apríl 2014: Kristján Ketill Stefánsson doktorsnemi viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands og Steinunn Gestsdóttir dósent viđ Sálfrćđideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun, virkni í skólastarfi og tengsl viđ námsárangur viđ lok grunnskóla

Ágrip: Kynntar verđar niđurstöđur úr yfirstandandi tveggja ára rannsókn međ 561 unglingi ţar sem mćlingar á sjálfstjórnun nemenda voru tengdar námsárangri á samrćmdu prófunum 2013. Niđurstöđurnar benda til ţess ađ gagnlegt sé ađ vinna međ sjálfstjórnun í 9. bekk međ tilliti til námsárangurs í 10. bekk og ađ nauđsynlegt sé ađ líta til ţess hvort ađ nemandinn sé virkur ţátttakandi í ţví skólastarfi sem bođiđ er upp á. « Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband