Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
26.9.2009 | 12:22
Langaði Þingeyinga til að vinna í álveri?
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
23.9.2009 | 17:14
Hvaða óvissa? Þetta er heitt pólitískt mál
Það er eitt af einkennum orðræðu nútímans að láta eins og spurningin um uppbyggingu álvers sé tæknileg spurning um vissu eða óvissu en ekki hápólitískt hitamál. Því að svo lengi sem einhverjir halda uppi baráttu fyrir því að fá álver neyðumst við náttúruverndarsinnar til að berjast fyrir verndun náttúrunnar. Annað einkenni er að kvarta og kveina undan því að mat á umhverfisáhrifum tefji framkvæmdir. Því miður hefur mat á umhverfisáhrifum ekki reynst neitt sérstaklega vel sem náttúruverndartæki, sem stafar nú kannski af því að mat á umhverfisáhrifum var aldrei og átti aldrei að verða slíkt tæki, heldur ferli til að greiða fyrir framkvæmdum með því að meta umhverfisáhrifin, meðal annars til að geta valið á milli kosta. En ef búið er að ákveða fyrir fram hvað á að gera er það auðvitað svo að umhverfisáhrif mega ekki stöðva nokkurn veginn hversu alvarleg sem þau eru. Eins og þegar Siv sneri við úrskurðinum um of mikil umhverfisáhrif Kárahnjúka. Á að verðlauna þá sem verja fé sínu óskynsamlega og undirbúa framkvæmdir skaðlegar náttúrunni?
Áhyggjur af óvissu um álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 08:23
Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu
Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 19:42
Jafnrétti í Mosfellsbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 14:58
Agriculture is necessary for the farmer as a consumer
(Á íslensku þýðir þetta að landbúnaður sé nauðsynlegur fyrir bóndann sem neytanda.) Ég man eftir þessu á póstkorti sem Smekkleysa gaf út fyrir rúmum 20 árum. Á póstkortinu, sem ég hef nú týnt, var maður í fremur ljótri lopapeysu með sneisafulla innkaupakerru í þá nýlega opnaðri Kringlunni í Reykjavík.
Þessi brandari rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sat ráðstefnu um rannsóknina Litróf landbúnaðarins þann 14. september sl. Þar sögðu þau Anna Karlsdóttir, Karl Benediktsson og Magnfríður Júlíusdóttir, landfræðingar við Háskóla Íslands, frá viðamikilli rannsókn á stöðu landbúnaðar og högum bænda. Á ráðstefnunni kom fjölmargt fram sem of langt mál yrði upp að telja, ekki síst að mjög stór hluti bænda vinnur aðra vinnu en við búskapinn hvort heldur litið er á hinar hefðbundnu greinar búskap með sauðfé og kýr eða á nýrri greinar, svo sem ferðaþjónustu sem er orðin útbreidd.
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um mikilvægi landbúnaðar fyrir samfélagið, ekki síst með tilliti til matvælaöryggis okkar sem eyþjóðar langt úti í hafi. Samt heyri ég alltaf öðru hverju raddir sem gagnrýna stuðning við landbúnað sem atvinnugrein, þótt þær séu svo sem engu háværari nú en ég var að alast upp í Mývatnssveit á sjöunda áratug síðustu aldar og kratar réðu viðskiptaráðuneytinu. Stuðningurinn er auðvitað byggður á því að hér gætum við ekki lifað án landbúnaðar. Á nefndri ráðstefnu fór finnsk fræðikona, Hilkka Vihanen, nokkrum orðum um breytingar á finnskum landbúnaði eftir að Finnland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það var fróðlegt að heyra. En í allri þessari umræðu skulum við samt muna það sem Smekkleysa gerði heyrum kunnugt að landbúnaður ekki er bara mikilvægur fyrir okkur sem búum í þéttbýlinu: Fyrst og síðast hlýtur landbúnaður að vera mikilvægur fyrir bóndann til tekjuöflunar. Því er það umhugsunarvert ef bændur þurfa að hafa lifibrauð sitt af öðru en bústörfum.
Metframleiðsla á mjólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 13:44
Verktakalýðræði
Það er verktakalýðræði en hvorki íbúalýðræði, fulltrúalýðræði né nokkurs konar almennt lýðræði ef verktaki fær að gera það sem honum hentar á lóð, sama þótt verktakinn eigi lóðina. Almennir bæjarbúar þurfa að sækja um leyfi til að byggja við húsið sitt eða byggja ofan á húsið sitt, jafnvel einn kvist. Sumt af þessu þarf í grenndarkynningu til að íbúum í nágrenninu gefist kostur á að gera athugasemdir.
Vandinn við verktakalýðræðið er að einn verktaki eða lóðareigandi hefur yfirleitt ekki heildarsýn heldur sér hagsmuni sína, oft til skamms tíma. Þess vegna ráðum við til starfa fólk sem hefur þekkingu á skipulagi og þróun byggðar og þess er freistað að sjá lengra fram tímann með heildarhagsmuni í huga. Margt af því sem hefur verið framkvæmt á höfuðborgarsvæðinu og alls ekkert síður á Akureyri er þessu marki brennt. Þess vegna var t.d. líka efnt til samkeppni um þróun miðbæjar Akureyrar og þótt sumt af því sem hefur verið lagt til í kjölfar þess sé misjafnlega gott var samkeppnin af hinu góða því að þar voru settar fram skemmtilegar tillögur sem gafst kostur á að ræða.
Sár í borgarmyndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2009 | 12:52
Ránplanta
Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.9.2009 | 15:01
Hættið að kvarta, hættið að sóa fé
Óvissu um álver á Bakka verður að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.9.2009 | 07:14
Risahvönn og skógarkerfill í kjölfar lúpínunnar
Í nágrenni Reykjavíkur eru sumar heiðanna gráar af fölnandi lúpínublómum þegar líða tekur á sumarið; hún hefur útrýmt hinum viðkvæma melagróðri sem þar var. Í þessari frétt kemur fram að lúpína búi til góðan jarðveg fyrir risahvönnina, og mér sýnist skógarkerfillinn einnig vera að stinga sér niður í nágrenni Reykjavíkur og annars staðar þar sem lúpínan hefur verið ofnotuð.
Í grein eftir Einar Þorleifsson á hugsandi.is kemur fram að lúpína hafi fyrst verið "flutt til Íslands árið 1946 af Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) vex villt í Alaska þar sem hún er víða algeng á áreyrum. Hákon flutti hana upphaflega til landsins í landgræðslutilgangi enda var uppblástur og jarðvegseyðing á þessum árum í algleymingi. Sem betur fer hefur gróður náð sér á strik á síðustu árum eftir að sauðfé fækkaði mikið síðustu tvo áratugi. Þannig að víða eru rofabörð að falla saman og örfoka melar að gróa upp með innlendum gróðri en ber þá vanalega mest á holtasóley, krækiberjalyngi og beitilyngi. Lúpínan er sennileg sú jurt innflutt sem helst getur talist vera ágeng á íslenskt gróðurríki ..."
Og viljum við land með skógarkerfli og risahvönn? Eða viljum við vernda fjölbreytileikann í náttúrunni - þar með talinn viðkvæma melagróðurinn? Ég vil hið síðarnefnda - og að ræktun lúpínu sé stillt í hóf.
Risahvönn ógnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2009 | 11:37
Fagnaðarefni
Það er fagnaðarefni að sjá tillögu SUNN tekna svo fljótt til faglegrar meðferðar.
Gaumgæfir friðun Gjástykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)