Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 19:57
Kynhneigðarskápar Fíladelfíukirkjunnar
Vilja ekki að Rúv verðlauni fordóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2009 | 16:56
Kynhneigðarbásar
Gott að vita að það séu ekki kynhneigðarbásar í Fíladelfíu.
Hommar velkomnir í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 13:36
Raunalegur Vörður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2009 | 22:45
Er áróðurinn gegn umhverfisráðherra linnulaus?
Óhætt er að taka undir með Mogganum að Skúli Thoroddsen sendi Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, tóninn í grein á vef Starfsgreinasambandsins. Hroki og gífuryrði í garð Svandísar eru þó ekki sæmandi starfsmanni stéttarfélags, sem væntanlega talar í nafni þess þegar hann skrifar á vef þess, eða hvað? Talað er um að Svandís hafi ekki samúð með atvinnulausu fólki. Skúli segir: "Eitt sýnist næsta víst að umhverfisráðherra hefur enga samúð með því atvinnulausa fólki sem mælir göturnar þessa dagana og virðist því miður einnig hafa takmarkaðan skilning á því umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru sem efst eru á baugi þeirra aðila sem leggja áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd". Já Skúli, eru stórvirkjanir og álver kannski sjálfbær þróun? Og enn má spyrja: Hvaða hindranir eru þetta sem á að ryðja úr vegi? Er það náttúran sem verður fyrir virkjunum og raflínum sem er hindranirnar?
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.11.2009 | 15:44
Farið yfir hvað sem er - eða varhugavert líkingamál?
Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2009 | 20:29
Yfirlýsing um auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum
- Álverið myndi taka til sín nær alla háhitaorku sem fyrirséð er að aflað verði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, auk virkjana í neðri Þjórsá.
- Jarðvarmavirkjanir sem álverið þarf mundu auka á brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu en hún fer nú þegar yfir heilbrigðismörk við ákveðnar aðstæður.
- Línulagnir hefðu víða áhrif, m.a. á vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa.
- Með Urriðafossvirkjun væri framtíð eins stærsta villta laxastofns Íslands stefnt í voða, en sá stofn býr í Þjórsá.
- Krafa fyrirtækja á Suðurnesjum um orku til álvers í Helguvík er á við heila Kárahnjúkavirkjun á 100% láni á ábyrgð orkufyrirtækja í eigu þjóðarinnar.
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Sól á Suðurnesjum
Sól á Suðurlandi
Framtíðarlandið
Sól í Straumi
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2009 | 07:58
Furðufrétt: Skólamatur í baráttu við umhverfisráðherra
Hvað eiga fyrirtækið Skólamatur, sem býr til matarmiklar og bragðgóðar pítsur skv. eigin vefsíðu, og trésmiðjan Víkurás sameiginlegt? Jú, að hafa auglýst að þau styðji Samtök atvinnulífsins í baráttu við umhverfisráðherra um svokallaðar Suðvesturlínur, fyrirbrigði sem umhverfisráðherra ákvað nýlega að Skipulagsstofnun þyrfti að endurskoða úrskurð sinn um að línurnar þyrfti ekki að meta með tengdum framkvæmdum, svo sem orkuöflun. Skipulagsstofnun hefur svo endurskoðað úrskurðinn og komist að sömu niðurstöðu um að ekki þurfi að meta með öðrum framkvæmdum. Málið verður örugglega kært til umhverfisráðherra, segja Náttúruverndarsamtök Íslands, svo að "baráttan" getur eflaust haldið áfram.
Þessi fyrirtæki eru í hópi fjölmargra sem hafa auglýst á undanförnum vikum. Ég hygg að þau séu flest á Suðurnesjum. Þar sem ég á fremur sjaldan leið til Suðurnesja hef ég ekki lagt mig sérstaklega eftir því að taka eftir því hvaða fyrirtæki þetta eru svo að ég gæti beint mögulegum viðskiptum til annarra fyrirtækja. En ég komst ekki hjá því að taka eftir því að Skólamatur væri eitt af þessum fyrirtækjum; mér fannst það svo furðulegt að fyrirtæki sem býr til mat handa skólum á Suðurnesjum og nokkrum skólum í Kópavogi og Reykjavík skuli hafa það áhugamál að styðja "baráttu" við umhverfisráðherra. Mér finnst það eiginlega furðufrétt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2009 | 09:06
Hvað merkir "næstum allir"?
Átti að vera vinaleg kveðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)