Er áróðurinn gegn umhverfisráðherra linnulaus?

Óhætt er að taka undir með Mogganum að Skúli Thoroddsen sendi Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, tóninn í grein á vef Starfsgreinasambandsins. Hroki og gífuryrði í garð Svandísar eru þó ekki sæmandi starfsmanni stéttarfélags, sem væntanlega talar í nafni þess þegar hann skrifar á vef þess, eða hvað? Talað er um að Svandís hafi ekki samúð með atvinnulausu fólki. Skúli segir: "Eitt sýnist næsta víst að umhverfisráðherra hefur enga samúð með því atvinnulausa fólki sem mælir göturnar þessa dagana og virðist því miður einnig hafa takmarkaðan skilning á því umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru sem efst eru á baugi þeirra aðila sem leggja áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd". Já Skúli, eru stórvirkjanir og álver kannski sjálfbær þróun? Og enn má spyrja: Hvaða hindranir eru þetta sem á að ryðja úr vegi? Er það náttúran sem verður fyrir virkjunum og raflínum sem er hindranirnar?


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef satt að segja enga trú á að Skúli Thor og hans vildarvinir í verkalýðshreyfingunni hafi meiri samúð með atvinnulausu fólki en Svandís Svavarsdóttir; sennilega er samúð þeirra töluvert minni ef ég þekki þessa auðvirðilegu stagkálfa rétt.

Jóhannes Ragnarsson, 25.11.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Jóhannes, þú skefur aldrei neitt af því

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.11.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með ykkur báðum heils hugar. Sérstakar þakkir færi ég svo Jóhannesi Ragnarssyni fyrir að kalla orðið "stagkálfur" til starfa í þjóðmaálumræðuna á ný. Ekki spillir svo tengingin við stóriðju-og landníðslukvikindin.

Árni Gunnarsson, 26.11.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt rétt hjá Skúla.

Sigurgeir Jónsson, 26.11.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Árni og Sigurgeir, takk fyrir innlitið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.11.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband