Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 18:56
Losunarheimildir til nýs álvers í skugga Glitnismáls
Þrjú fyrirtæki fá losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.9.2008 | 15:51
Eignaupptaka?
Og mér sem skildist á fréttunum að Glitnir ætti einmitt ekki neitt - hann væri því sem næst dottinn á höfuðið. Hvaða eignir er þá verið að taka af hverjum? Ég held að ég sé enn þá meira undrandi yfir svona ummælum heldur en yfir fréttunum sjálfum. Átti Seðlabankinn að gefa hlutafjáreigendum Glitnis 84 milljarða?
Framkvæmdastjóri Saxbygg: Eignaupptaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
27.9.2008 | 14:29
Gleðifrétt um Teigsskóg
Ég óska náttúruverndarsamtökunum og landeigendum til hamingju með dóm Héraðsdóms sem fellir úr gildi úrskurð fv. umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, þar sem hún sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar. Þetta virðist reyndar nokkuð flókið: Fellir úr gildir úrskurð sem sneri við öðrum!
Ekkert úr þó sérlega flókið við málefnið: Sú framkvæmd að leggja veg í gegnum fallegan og merkan birkiskóg og þvera firði taldist óafturkræf með umtalsverðum umhverfisáhrifum í úrskurði Skipulagsstofnunar - ef ég átta mig á málinu. Héraðsdómur telur að Jónína hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi í þessu máli áður en hún kvað upp úrskurð og núverandi umhverfisráðherra taldi sig ekki geta breytt úrskurðinum eftir að hún tók við embættinu fyrir næstum einu og hálfu ári. Og eftir því sem ég kemst næst væri um að ræða skammtímavegabætur og e.t.v. nokkrum krónum ódýrari en mun varanlegri lausn með jarðgöngum.
Vegagerðin íhugar nú úrskurðinn - en ég held að boltinn liggi ekki síður hjá samgönguráðherranum, Kristjáni L. Möller, að taka algerlega af skarið um að önnur vegarstæði verði skoðuð betur og vegagerð undirbúin - vegarstæði sem mér skilst að hvorki hafi fengið falleinkunn Skipulagsstofnunar né sé líklegt að hljóti slíkar falleinkunnir. Auðvitað tekur Kristján ekki slíka ákvörðun án samráðs við Vegagerðina og aðra fagaðila - en ákvörðunin um að hætta slagnum um Teigsskóg er samt pólitísk sem mér sýnist hann eiga að taka. Lagning vegar og gerð jarðganga er svo fagleg vinna sem fer fram í kjölfarið. (Sjá fyrra blogg mitt og annað fyrra blogg og grein um málið og greinargerð eftir Gunnlaug Pétursson.)
Úrskurður um Vestfjarðaveg ógiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 17:58
Ísland er ekki líkt tunglinu!
"Ísland er ekki líkt tunglinu" - Hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi er heitið á fyrirlestri mínum nk. fimmtudag, 25. september kl. 17 í Akureyrarakademíunni í gamla Húsmæðraskólahúsinu að Þórunnarstræti 99. Erindið er í fyrirlestraröð Akureyrarakademíunnar. Allir eru velkomnir. Í fyrirlestrinum verður sagt stuttlega frá tveimur ferðalögum bandarískra geimfara og geimfaraefna, sumra þeirra síðar tunglfara, um hálendi Íslands í júlí 1965 og 1967, einkum ferðalögum upp í Dyngjufjöll og Öskju en einnig í Jökulheima. Sagt verður frá aðferðum við þjálfun væntanlegra tunglfara, áhuga íslenskra dagblaða á þessum atburðum og upplifun þeirra Íslendinga sem með þeim fóru. Auk samtíma frásagna íslenskra dagblaða og viðtala við nokkra af þeim Íslendingum sem voru með í ferðalögunum er byggt á erlendum heimildum og viðtali við einn af tólf tunglförum og er aðalheiti fyrirlestursins úr því viðtali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 17:43
Friðum Skjálfandafljót - átak gegn virkjun og orkufrekju
Eftirfarandi yfirlýsing er birt á síðu til varnar Skjálfandafljóti:
Stofnaður hefur verið áhugahópur um friðlýsingu Skjálfandafljóts. Það er markmið hópsins að vinna að friðlýsingu alls vatnasviðs Skjálfandafljóts, stuðla að friðun og varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna nytja."
Áhugahópurinn óttast að það sem hann kallar orkufrekju nútímans geti hæglega orðið til þess að Skjálfandafljót verði virkjað. Fylgjendur álvers á Húsavík bera af sér að Skjálfandafljót verði virkjað til að afla orku þangað - en það er nú samt ástæða til að óttast slíka óhæfu fyrir álverið og þótt Alcoa vilji afla jarðgufuorku man ég nú ekki eftir því að þeir afneiti öðrum möguleikum sjái fyrirtækið sér hag í þeim.
Ég fagna stofnun heimasíðunnar og hvet lesendur til að fara á heimasíðuna, kynna sér málefnið og skrifa undir stuðning við friðlýsingu Skjálfandafljóts sem auðvitað á með tíð og tíma heima í Vatnajökulsþjóðgarði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.9.2008 | 08:59
Að fikta við náttúru Mývatns
Á sjöunda áratug síðustu aldar hófst námuvinnsla úr Mývatni í því skyni að búa til kísílgúr í verksmiðju í Bjarnarflagi rétt austan vatnsins. Á sama tíma voru virkjaðar jarðhitaborholur þar skammt frá vegna þurrkunar kísilgúrsins og var vatnið líka notað til upphitunar húsa og til framleiðslu á þremur megawöttum rafmagns. Námuvinnslunni var hætt fyrir örfáum árum, meðal annars eftir að niðurstöður rannsókna sýndu að hún ein var nægileg ástæða hnignunar lífríkis Mývatns. Og þótt ýmsu hafi farið fram í lífríkinu er langt í land að bleikjustofninn í vatninu nái sér, ef hann gerir það nokkurn tíma. Um þetta hafa verið skrifaðar ótal blaðagreinar; nokkrar þeirra eru hér og hér.
Nú standa yfir miklar boranir eftir jarðhita í Bjarnarflagi á vegum Landsvirkjunar og samkvæmt úrskurði frá febrúar 2004 um mat á umhverfisáhrifum telur Skipulagsstofnun óhætt að reisa 90 megawatta virkjun í Bjarnarflagi, að vísu með allströngum skilyrðum sem varða ekki síst að fylgst verði með því hvort streymi volgs grunnvatns til Mývatns breytist. Nú má spyrja hvað verður síðan gert ef það kemur í ljós að vatnið úr holunum hefur skaðleg áhrif á lífríkið: Verður virkjunin tekin niður og álveri háð því rafmagni lokað að hluta? Reyndar minnir mig að það eigi að reisa þessa virkjun í áföngum en hversu lengi verður beðið með síðari hlutann? Nægilega lengi til að sjá að sá fyrri hafi ekki skaðað neitt?
Og nú berast hugmyndir eigenda Reykjahlíðar um 50 megawatta virkjun rétt þar hjá sem Kísiliðjan var. Er rétt að halda áfram að fikta við náttúru Mývatns endalaust?
Áhættan af virkjunum á þessum slóðum er mjög mikil og hún er í rauninni ekki ásættanleg, jafnvel þótt Skipulagsstofnun telji hana ekki umtalsverða samkvæmt lagaskilningi á því orði. (Með skilyrðum sínum viðurkennir Skipulagsstofnun áhættuna.) Lífríki Mývatns er eitt mikilvægasta lífríki landsins sem þar að auki á að vera verndað samkvæmt alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að vegna fjölbreytileika síns og einstaks náttúrufars, bæði lífríkis og jarðmyndana. Vatnið og nágrenni þess er eitt af þremur svæðum á skrá Ramsarsáttmálans um verndun votlendissvæða; hin eru Þjórsárver, á undanþágu vegna virkjanahugmynda sem enn er ekki búið að gera endanlega út af við, og Grunnafjörður. Vatnið er því ekki einkaeign heldur alheimsgersemi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2008 | 15:47
"Ein stór álglýja í augunum ..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)