Friðum Skjálfandafljót - átak gegn virkjun og orkufrekju

Eftirfarandi yfirlýsing er birt á síðu til varnar Skjálfandafljóti:

„Stofnaður hefur verið áhugahópur um friðlýsingu Skjálfandafljóts. Það er markmið hópsins að vinna að friðlýsingu alls vatnasviðs Skjálfandafljóts, stuðla að friðun og varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna nytja."

Áhugahópurinn óttast að það sem hann kallar orkufrekju nútímans geti hæglega orðið til þess að Skjálfandafljót verði virkjað. Fylgjendur álvers á Húsavík bera af sér að Skjálfandafljót verði virkjað til að afla orku þangað - en það er nú samt ástæða til að óttast slíka óhæfu fyrir álverið og þótt Alcoa vilji afla jarðgufuorku man ég nú ekki eftir því að þeir afneiti öðrum möguleikum sjái fyrirtækið sér hag í þeim.

Ég fagna stofnun heimasíðunnar og hvet lesendur til að fara á heimasíðuna, kynna sér málefnið og skrifa undir stuðning við friðlýsingu Skjálfandafljóts sem auðvitað á með tíð og tíma heima í Vatnajökulsþjóðgarði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Gott framtak

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 21.9.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Enginn má undan líta."

Árni Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 22:59

3 identicon

"Fylgjendur álvers á Húsavík bera af sér að Skjálfandafljót verði virkjað til að afla orku þangað -" Þð eru aðeins örfá ár síðan að áhrifamenn  á Húsavík töluðu um að virkja í námunda við Aldeyjarfoss. Núna þegja þeir yfir því, rétt á meðan málið er viðkvæmt. Annars líst mér vel á þetta framtak að berjast fyrir friðun skjálfandafljóts.

Húnbogi Valsson 22.9.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Búin að skrá mig

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 03:01

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið, Sigríður, Árni, Húnbogi og Hólmdís. Takk fyrir að rifja þetta upp með ummæli "sveitunga" þinna - einmitt.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.9.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessa ábendingu Ingólfur. Mjög þörf heimasíða. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.9.2008 kl. 08:38

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Hlynur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.9.2008 kl. 17:59

8 identicon

Frábært og þetta orð "orkufrekja" passar vel hér á landi.

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir 24.9.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Aðalbjörg

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband