Teigsskóg verður að verja

Teigsskógur á Vestfjörðum er bitbein í umhverfisverndarbaráttunni. Þar á að leggja veg í gegnum fallegan og merkan birkiskóg. Eftir því sem ég kemst næst er um að ræða skammtímavegabætur og e.t.v. nokkrum krónum ódýrari en varanlegri - og styttri - leið með jarðgöngum gegnum hálsa. Hér er því ekki horft langt fram á veg.

Ýmis umhverfisverndarsamtök fjölmenna í Teigsskóg nú um helgina. Á laugardaginn kl. 13 verður lagt verður upp frá Gröf í Þorskafirði þar sem Gunnlaugur Pétursson býður göngufólk velkomið og segir frá áformum Vegagerðarinnar um veglagningu um landnámsskóginn og umhverfisáhrifum hennar. Á áningarstöðum sýna Einar Þorleifsson frá Fuglavernd og Gunnlaugur Pétursson ferðalöngum fugla, blóm og jurtir m.a. ferlaufunginn og krossjurtina sem fundist hafa í skóginum. Ferðin endar í hlaðvarpanum á Hallsteinsnesi þar sem sagt verður frá lifnaðarháttum arnarins sem og einu gjöfulasta arnarhreiðri á landinu sem er að finna í Djúpafirði. Gönguferð um skóginn tekur um þrjár klukkustundir.

Leiðsögn um skóginn er göngufólki að kostnaðarlausu. Skráning í ferðina er hjá Sigrúnu í síma 866 9376 eða sigrunpals@landvernd.is

Upplýsingar um svæðið með kortum: www.westfjords.is/index.php/services/listings/C11
(Síðari hluti færslunnar er fenginn af bloggi Dofra Hermannssonar.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég held að það þurfa að setja nýtt forrit í kollinn á ráðamönnum og konum þjóðarinnar. Það er sama hvaða skipulagsmál eiga í hlut, hvort það er vegamál, virkjanamál, álversmál, skipulagsmál í bæjum og borgum: verndarsjónarmið virðast nánast alltaf víkja þegar peningahliðinni er velt upp. Eins og þú lýsir í færslunni þá eru hér á ferð skammtímaúrbætur, samt á að fórna náttúruverðmætum fyrir þær.

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.7.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þessa ábendingu Ingólfur. Mig er einmitt farið að þyrsta í að ganga svolítið um móður náttúru eins og hún gerist best

Anna Karlsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kærar þakkir fyrir innlitið, Önnur góðar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.7.2008 kl. 20:37

4 identicon

Hefði verið gott að teiga Ísland enn betur að sér í þessari ferð en Svíþjóð dugar í bili.  Takk fyrir síðast Ingólfur, það var reglulega gaman að hitta gamla gengið á ný...

Brynja 7.7.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Brynja, og góða ferð til Sverige.

Kveðjur af Norðurlandinu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.7.2008 kl. 22:11

6 identicon

12.7.2008 er Laugardagur og 13.7.2008 er Sunnudagur, en engu að síður þarf að bjarga Teigsskógi og verja hann með öllum tiltækum ráðum.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson 11.7.2008 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband