Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 20:13
There is a trap over the fence
Hmm ... Minnir ofurlítið á landvörðinn, vin minn, sem sagðist hafa sagt við erlenda túrista sem spurðu vegar: "At the end of the campground, there is a trap over the fence".
Íslenskt-skoskt flugfélag hættir starfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 16:39
Að útrýma mismunun
Allt ætlar vitlaust að verða hjá bloggurum þegar 100 konur bjóðast til að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja. Þarf ekki annað en að skoða fyrirsagnir á bloggfærslum við þeirri frétt sem ég hef tengt hér við. Ég vel tekið undir með mörgum bloggaranna að mér líka almennt séð ekki þvinganir. En hvað á þá að gera þegar lítið breytist þvingunarlaust? Ísland hefur ritað undir Samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Convention on the Elimination of all Forms of Discrimination against Women, CEDAW) sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna (nærri milljón vefsíður koma upp ef CEDAW er gúglað). Margir eru haldnir þeirri grillu að kynjajafnrétti komi af sjálfu sér og fyrirhafnarlítið. Svo er ekki; afnám kynjamismunar í launum hjá Akureyrarbæ varð svo sannarlega ekki fyrirhafnarlaust, en í morgun átti ég þess kost að hlýða á kynningu á niðurstöðum á fundi bæjarmálaráðs þar sem fulltrúum í samfélags- og mannréttindaráði bæjarins var boðið til. Nú eru á ferð 100 sjálfboðaliðar sem vilja aðstoða stjórnvöld við að útrýma einni tegund mismununar og ég skora á eigendur fyrirtækjanna 100 að þiggja aðstoðina og gera þannig stjórnvöldum lífið léttara.
Að lokum vil ég kynna draum um að stúlkur geti séð fram á að fá sömu laun, námsmöguleika og líkur á valdastöðum þegar þær verða fullorðnar og fullorðnir karlar, heima í héraði sem og á lands- og heimsvísu. Á sama hátt dreymir mig um að drengir geti vænst þess að umgangast börnin sín og hafi líka námsmöguleika og stúlkur og mæti ekki fordómum fari þeir í óhefðbundin störf fyrir karla.Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.1.2008 | 16:36
Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir?
Þannig hljómar undirfyrirsögn greinar minnar í Netlu sem ber yfirskriftina Fjölmenning og sjálfbær þróun - og það er einmitt spurt hvort fjölmenning og menntun til sjálfbærrar þróunar ættu ekki að vera þungamiðja skólastarfsins. Í útdrætti segir m.a.: "Í greininni er fjallað um tvo samfaglega (cross-curricular) málaflokka sem eru tiltölulega nýir af nálinni í íslensku samfélagi og skólakerfi, fjölmenningu og menntun til sjálfbærrar þróunar ... Markmið greinarinnar eru að skoða hvernig málaflokkarnir fjölmenning og sjálfbær þróun eru meðhöndlaðir í stefnu ríkis og sveitarfélaga, hjálpa til við að smala saman efni úr stefnumótandi skjölum til að gera kennurum betur kleift að fylgjast með þróun í málaflokkunum og loks marka stefnu með því að tengja málin tvö með hugtökunum alheimsvitund og geta til aðgerða. Greinin er byggð á athugun á stefnuskjölum ríkis og fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Helstu niðurstöður og ályktanir eru þær að í umfjöllun stefnuskjalanna er tilhneiging til þess að sveigja hjá pólitískum og viðkvæmum málefnum, að gera þurfi fjölmenningu og menntun til sjálfbærrar þróunar að þungamiðju skólakerfisins og að móta þurfi róttæka stefnu, bæði um inntak og í kennslufræðum, til að takast á við pólitísk og viðkvæm málefni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2008 | 08:09
... á fyrsta stjórnardegi Ólafs F. og Vilhjálms ...
Fólk haldi sig heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
23.1.2008 | 21:23
Hver skyldi vera oddviti í Kjós?
24 stundir sögðu frá því í morgun (á bls. 13) að í 26. gr. sveitarstjórnarlaga væri ákvæði þess efnis að verði sveitarstjórn óstarfhæf ... geti ráðuneyti ... falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný. Þó nokkur sveitarfélög eiga landamerki á landi að Reykjavík; að norðan er það Kjósarhreppur. Og því er spurt hver sé oddvitinn í Kjós? Því væntanlega hefur hann eilítið minna á sinni könnu en bæjarstjóri Kópavogs. Vitanlega koma þarna líka til greina Seltjarnarnes og Mosfellsbær.
Ef farið er yfir sjó eru nokkur sveitarfélög: Akranes, Hvalfjarðarsveit, Álftanes, Vogar, Reykjanesbær, Garður, Snæfellsbær ... Þá væri vitaskuld nærtækt að leita til Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ; hann var borgarstjóri í Reykjavík í nokkra tugi daga vorið 1994 eftir að íhaldið skipti um hest í miðri kosningabaráttu, og þekkir því vel til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.1.2008 | 17:17
Framsóknarfötin: Hvernig tókst til?
Undrandi hef ég fylgst með umræðum um hver keypti kosningabaráttufötin á aðskiljanlega framsóknarmenn og hver er með hnífa í bakinu á hverjum. Ég hef líka reynt að veita því nokkra athygli hvernig til hafi tekist í fatakaupunum. Björn Ingi er með trefil á þessari mynd, skyldi það vera framsóknartrefill? Og var ekki Guðjón Ólafur venjulega með fallega slaufu? Hann var bæði bindis- og slaufulaus í Silfrinu hjá Agli í gær. Og hér er Halldór fyrrverandi framsóknarformaður, hver skyldi hafa fatað hann? Og ekki má gleyma Guðna sem er á myndinni sem er tengd þessari færslu.
Flokksforustan stendur að baki Birni Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.1.2008 | 08:43
Sundagöng, eyjaleið - eða lest?
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um hvort réttara sé að leggja nýja leið frá Reykjavík upp á Kjalarnes með því að setja brýr og eyjar yfir Sundin eða grafa göng undir þau - en lestarsamgöngur lítið bornar saman við þessar leiðir.
Stjórnmálafólk vefengir niðurstöður Vegagerðarinnar um að eyjaleiðin sé betri þegar á heildina er litið (upphafskostnað, rekstrarkostnað, kannski fleira). Augljóst finnst mér að hér er ekki um að ræða sömu framkvæmdina; svo ólíkar eru vegleiðirnar. Hins vegar skilst mér að þessar tvær nokkuð ólíku framkvæmdir eigi að uppfylla það markmið að greiða leið frá Vesturlandi og Norðurlandi til og frá Reykjavík. Framkvæmdirnar skipta okkur hér fyrir norðan því talsvert miklu máli og það hlýtur að skipta máli hvor leiðin uppfyllir betur markmiðin með samgöngubótunum. Göngin virðast koma ferðalöngum mun nær miðborg Reykjavíkur - og ég veit að ég er líklegri til að vera á leiðinni þangað en á leiðinni upp á Reykjanesbrautina nálægt Elliðaám þar sem mér sýnist eyjaleiðin koma upp. Mér finnst hins vegar hæpið af stjórnmálafólki að vefengja niðurstöður Vegagerðarinnar, þótt vitaskuld sé hún ekki óskeikul í vegavali eins og önnur dæmi sýna.
En eru þetta hinar raunverulegu samgöngubætur sem við þurfum á að halda? Er Vegagerðin byrjuð að huga að lestarsamgöngum? Eða hefur henni ekki verið sett slíkt verkefni fyrir? Ef svo er ekki, er þá ekki kominn tími til þess? Eru skipulagsyfirvöld í Reykjavík byrjuð að huga að því að taka frá land fyrir lestarsamgöngur í samvinnu við yfirvöld nágrannasveitarfélaga? Mun miðstöð lestarsamgangnanna verða í samgöngumiðstöðinni í Vatnsmýri, nálægt tveimur háskólum, Landspítalanum, stjórnarráðinu o.fl.o.fl.?
Göng 9 milljörðum dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.1.2008 | 19:34
Hvernig veit maður hvort vara er umhverfisvæn?
Ráðuneytið og umhverfisfræðsluráð á vegum þess undirbúa nú að fylgja þessu eftir og er nú sérstakt tækifæri til að senda inn hugmyndir til ráðuneytisins og umhverfisfræðsluráðs um hvernig megi auka vægi umhverfismerkts varnings og auka skilning á merkingunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2008 | 07:11
Kennarar ráði meiru!
Ánægjulegt og óvænt frétt er neðst á bls. 6 í 24 stundum í dag: Gallup fann út fyrir World Economic Forum að kennarar séu sú starfsstétt hér á landi sem nýtur mests trausts; alls segjast 46 af hundraði treysta kennurum og 30 af hundraði vilja að kennarar ráði meiru. Aðrar starfsgreinar nefndar í fréttinni, svo sem stjórnmálamenn, trúarleiðtogar og blaðamenn, komast ekki nálægt kennurum, nema verkalýðsleiðtogar sem 25 af hundraði treysta og 27 af hundraði vilja að fái meiri völd.
Nú veit ég ekki nákvæmlega í hverju þetta traust felst eða á hvern hátt aðspurðir vilja auka völd okkar kennara; ekki heldur hvort traustinu er misskipt milli leikskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara, háskólakennara eða annarra kennara. Mér finnst traustið langtum meira virði en viljinn til að auka völdin og legg glaður af stað út í daginn með þetta veganesti og vona að allir kennarahópar taki þetta til sín með stolti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 13:44
Auglýsingapóstur eða almannaþjónusta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)