Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
12.7.2007 | 13:34
Fæðingarorlof og launamunur
Í fréttum frá Jafnréttisstofu kemur fram að karlar taki oftast nokkur styttri frí í fæðingarorlofi, en konur frekar samfellt frí. Ingólfur V. Gíslason hjá Jafnréttisstofu segir að þrátt fyrir lög um fæðingarorlof virðist vinnuveitendur líta á karlmenn sem verðmætari starfsmenn en konur. Hann segir: Þetta bendir óneitanlega til þess að frítaka karlanna sé mun sveigjanlegri, og þá áreiðanlega að hluta til út frá þörfum þeirra vinnustaðar, þeir halda áfram að vera öruggari starfskraftur en konur". Skyldi þetta hafa áhrif á launamun? Og skyldi þetta áhrif á tengsl föður og barns? Væri ráð að jafna stöðuna þannig að ekki megi skipta fríinu svo mikið, upp í 18 skipti sem einn karl hefur gert, skv. upplýsingum Fæðingarorlofssjóðs í sömu frétt. Mér finnst ekki rétt að fórna sveigjanleika í frítöku en tímabært að lengja orlofið upp í a.m.k. eitt ár. Ég er sammála nafna mínum sem segir að nái foreldrar að hafa samfleytt fæðingarorlof frá fæðingu þar til barnið kemst í leikskóla sé líklegra að þeir skiptist á og taki báðir frekar samfelld frí til skiptis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2007 | 10:10
Tíu þúsundasta flettingin

Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.7.2007 | 21:42
Hvítu söngdívurnar hans Venna
Undanfarna daga hefur útvarpsmagnarinn minn verið bilaður og ég hef notast við netútsendingar útvarpsins og þættina sem þar eru í boði hálfan mánuð aftur í tímann. Áðan hlustaði ég á tvo af þáttum Vernharðs Linnets um hvítu söngdívurnar í djassinum. Frábær söngur - og Vernharður er óþrjótandi og skemmtilegur viskubrunnur um djassinn. Maður lifir sig inn í tónlistarsöguna milli kl. 17 og 18 á laugardögum, auðvitað á rás 1, Ríkisútvarpinu okkar sanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 19:51
Hefur stjórnun fiskveiða tekist vel?
![]() |
Rætt um fiskveiðistjórnun, kosti hennar og galla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2007 | 07:42
Húsnæðislán - húsnæðissamvinnufélög
Ekki held ég nú að það sé til ein rétt tala fyrir húsnæðislánin en er sannfærður um að það er ekki mjög heppilegt að rokka með lánshlutfall fram og til baka á nokkurra mánaða fresti. Í síðustu viku var það lækkað í 80% eftir að hafa verið hækkað úr 80% í 90% í febrúar sl. með reglugerð sem Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, gaf út og hámarksfjárhæð almennra lána var þá jafnframt hækkuð úr 17 milljónum króna í 18 milljónir. Áður hafði lánshlutfallið verið lækkað í 80% í júní árið 2006 og hámarkslán jafnframt lækkað í 17 milljónir. Fyrir þremur eða fjórum árum var lánshlutfallið 70% en gat farið í 90% hjá tekjulágu fólki sem keypti íbúðir innan við 10 milljónir að verðmæti. Nú skilst mér enginn geti fengið meira en 80%, hvort sem það er tekjulágt fólk eða ódýr íbúð. Ég held að 90% lán vegna ódýrrar íbúðar hafi sáralítil verðbólguáhrif. Munum líka að verðbólga er illskárri en að hafa ekki ráð á að kaupa íbúð.
En í fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins segir líka að ákveðið hafi að "vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talið leigumarkaðinn og með lánveitingum til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum, samhliða því að skýrar verði skilið á milli almennra og félagslegra lánveitinga. Félagsmálaráðherra mun skipa nefnd sem falið verður að vinna að þessu verkefni og verður frumvarp um það efni lagt fram á komandi þingi" (tekið úr Moggafréttinni).
Þetta eru góðar fréttir - og ég vona að húsnæðissamvinnufélögunum verði ekki gleymt. Þegar ég kom heim úr námi fyrir 16 árum var það nánast eina leiðin til að komast í eigið og öruggt húsnæði án alvarlegra fjárhagslegra þrenginga. Mig minnir að ég þyrfti þá að borga 13,4% vegna þess að ég varð að borga fyrir hlutinn í bílageymslunni að fullu - en það var viðráðanlegt. Síðar keypti ég 30% búseturétt og á hann enn þá. Þeim fjölgar sem velja þenna valkost vegna þess öryggis sem hann felur í sér, því að í sjálfu sér er ekkert endilega ódýrara að búa í búseturéttarhúsnæði - kannski líka vegna þess að samvinnuhugsjónin er góð á þessum vettvangi sem öðrum og möguleikar til að hafa áhrif á hvers konar húsnæði er byggt. Og ég efast um að búseturéttarhúsnæði sé verðbólguhvetjandi þar sem það er hægt að byggja eftir áætlunum um húsnæðisþörf en ekki verkefnaþörf verktaka.
![]() |
Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs lækkað í 80% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 19:47
Friðarsúlan
Mikið hlakka ég til 9. október í haust þegar á að vígja friðarsúluna, Imagine Peace Tower, sem Yoko Ono bauð Reykjavíkurborg til uppsetningar í Viðey. John Lennon, maðurinn hennar, hefði orðið 67 ára þenna dag.
Af vefsíðu Yoko: The IMAGINE PEACE Tower, which was envisioned by Ms Ono over 40 years ago, has plans to be constructed in Reykjavík. Through the collective efforts of the Reykjavík Art Museum and the City of Reykjavík the dedication of the site for this tower will be held on the picturesque Icelandic island of Videy. The base of the IMAGINE PEACE Tower will be filled with prayers and wishes from people of all nations and will serve as a beacon of light for all people who dream of world peace.
"Each one of us was born at this time, not by chance, but to fulfill a mission. Our work is not yet done. I know that John's spirit will be joining us on that day, October 9th, in Reykjavík and I look forward to seeing you there to celebrate this exciting day.
WAR IS OVER, if you want it. I love you."
- yoko ono
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 18:57
Loksins rignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 20:29
Þvílíkt sælgæti

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)