Húsnæðislán - húsnæðissamvinnufélög

Ekki held ég nú að það sé til ein rétt tala fyrir húsnæðislánin en er sannfærður um að það er ekki mjög heppilegt að rokka með lánshlutfall fram og til baka á nokkurra mánaða fresti. Í síðustu viku var það lækkað í 80% eftir að hafa verið hækkað úr 80% í 90% í febrúar sl. með reglugerð sem Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, gaf út og hámarksfjárhæð almennra lána var þá jafnframt hækkuð úr 17 milljónum króna í 18 milljónir. Áður hafði lánshlutfallið verið lækkað í 80% í júní árið 2006 og hámarkslán jafnframt lækkað í 17 milljónir. Fyrir þremur eða fjórum árum var lánshlutfallið 70% en gat farið í 90% hjá tekjulágu fólki sem keypti íbúðir innan við 10 milljónir að verðmæti. Nú skilst mér enginn geti fengið meira en 80%, hvort sem það er tekjulágt fólk eða ódýr íbúð. Ég held að 90% lán vegna ódýrrar íbúðar hafi sáralítil verðbólguáhrif. Munum líka að verðbólga er illskárri en að hafa ekki ráð á að kaupa íbúð.

En í fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins segir líka að ákveðið hafi að "vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talið leigumarkaðinn og með lánveitingum til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum, samhliða því að skýrar verði skilið á milli almennra og félagslegra lánveitinga. Félagsmálaráðherra mun skipa nefnd sem falið verður að vinna að þessu verkefni og verður frumvarp um það efni lagt fram á komandi þingi" (tekið úr Moggafréttinni).

Þetta eru góðar fréttir - og ég vona að húsnæðissamvinnufélögunum verði ekki gleymt. Þegar ég kom heim úr námi fyrir 16 árum var það nánast eina leiðin til að komast í eigið og öruggt húsnæði án alvarlegra fjárhagslegra þrenginga. Mig minnir að ég þyrfti þá að borga 13,4% vegna þess að ég varð að borga fyrir hlutinn í bílageymslunni að fullu - en það var viðráðanlegt. Síðar keypti ég 30% búseturétt og á hann enn þá. Þeim fjölgar sem velja þenna valkost vegna þess öryggis sem hann felur í sér, því að í sjálfu sér er ekkert endilega ódýrara að búa í búseturéttarhúsnæði - kannski líka vegna þess að samvinnuhugsjónin er góð á þessum vettvangi sem öðrum og möguleikar til að hafa áhrif á hvers konar húsnæði er byggt. Og ég efast um að búseturéttarhúsnæði sé verðbólguhvetjandi þar sem það er hægt að byggja eftir áætlunum um húsnæðisþörf en ekki verkefnaþörf verktaka.


mbl.is Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs lækkað í 80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Talandi um symbolic capital of language  Ég skil ekki orð í þessu bloggi þínu. Hvað í ósköpunum er búsetturéttur?

svarta, 9.7.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl, Svarta, þess vegna tengdi ég við síðu Búseta á Akureyri:  

Búseturéttur er gjald sem félagsmaður húsnæðissamvinnufélags greiðir félaginu fyrir að búa í íbúð á vegum þess og verður þá búseti. Ef margir umsækjendur eru þá fær sá íbúð sem hefur lægsta númerið, eða fær að velja fyrstur. Síðan greiðir búsetinn búsetugjald í hverjum mánuði sem felur í sér öll gjöld önnur en rafmagn og hita, þ.m.t. viðhald til frambúðar, og í fjölbýlishúsum er hitinn oftast innifalinn. Búseturéttargjaldið er endurgreitt þegar félagsmaðurinn flytur á brott.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband