Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 10:26
Útlendir ökumenn bresta í grát
Útlendir ökumenn bresta í grát vegna hárra sekta er fyrirsögn í Mogga í dag (bls. 2). Á gær og fyrradag voru útlendir ökumenn í meiri hluta þeirra er voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Blönduóslöggunnar. Sektin fyrir að aka á 111 km hraða er 50.000 kr., 37.500 með staðgreiðsluafslætti! Hið jákvæða við þessa frétt er Íslendingum sem aka of hratt fækkar en auðvitað er það neikvætt að fleiri skuli aka of hratt en Íslendingar. Óskiljanlegt er hvernig hraðamerkingar fara fram hjá útlendum ökumönnum og út í hött að kenna bílaleigunum um að segja ekki frá því hverjar sektirnar eru - nema ef það er virkilega ráðið gegn hraðakstrinum. Samt er of hraður akstur engum að kenna nema þeim sem ekur of hratt.
Munum svo að of hraður akstur er ekki einungis hættulegur fyrir mann sjálfan og tillitslaus gagnvart náunganum; heldur og eyðist meira eldsneyti og útblásturinn verður meiri á sömu vegalengd.
Hraðakstur erlendra ferðamanna færist í aukana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 08:57
Heræfingar NATO og vopn til Sádi-Arabíu og Ísraels
Nú berast fréttir af heræfingum NATÓ hér á landi. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa ályktað gegn heræfingunum sem eru ekki líklegar til að auka frið í heiminum, eða til hvers æfa herir sig? Aftur á móti get ég ekki að því gert að mér ofurlítið fyndið að heyra um að það eigi að gefa liðinu að borða sem vissulega er liður í íslenskri gestrisni sem hingað til hefur ekki verið viðhöfð gagnvart erlendu herliði.
Í gær komu líka fréttir af aukinni vopnasölu og hernaðarlegum Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu og Ísraels - til mótvægis við uppgang Írans. Hér eru einræðisríki og ofbeldisríki studd. Á það að auka frið í heiminum?
NATO ákveður eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2007 | 00:29
Frábær Sunna Gunnlaugs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 01:33
Neitað um samningsrétt og félagafrelsi
Prófessorar í íslenskum ríkisháskólum hafa nú sameinast í einu félagi sem vill fá að semja um kaup og kjör við ríkið. Þetta gerðist eftir að kjararáð ákvað um síðustu áramót að það væri ekki hlutverk þess að ákveða kaup og kjör prófessora. Lengst af voru prófessorar í sama stéttarfélagi og aðrir háskólakennarar, einu félagi í hverjum háskóla, en skömmu fyrir árið 2000 breyttist það þannig að samningsréttur var tekinn af prófessorum og falinn í hendur kjaranefnd. Þá stofnuðu prófessorar annars vegar félag við Háskóla Íslands og hins vegar í öðrum ríkisháskólum.
Eftir ákvörðun kjararáðs um áramótin ákváðu prófessorar að sameinast í einu félagi, Félagi prófessora í ríkisháskólum, og óska eftir því að fjármálaráðherra semdi við félagið fyrir okkar hönd. Fjármálaráðherra hefur nú hafnað því við fáum samningsrétt fyrir okkar félag; því mun hann væntanlega ætla að ákveða sjálfur upp á sitt eindæmi hvað við fáum í kaup og kjör í stað þess að semja við okkur eins og aðra starfsmenn ríkisins. Væntanlega þarf að fara dómstólaleið til að fá úr því skorið hvort okkur er heimilt að vera í félagi með samningsrétti.
E.t.v. telur fjármálaráðherra að við eigum að vera í félagi með öðrum háskólakennurum. Það er gilt sjónarmið og ég hef ekkert á móti því fyrir mitt leyti að vera í Félagi háskólakennara á Akureyri sem ég var í fyrir nokkrum árum áður en ég færðist í starf prófessors. Þetta hafa hins vegar prófessorar rætt í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að stofna sérstakt félag til að gæta hagsmuna sinna. Af hverju virðir fjármálaráðherra ekki þá ákvörðun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 20:01
Launamunur kynja viðvarandi og eðlilegt ástand?
Fram kemur í nýrri skýrslu Evrópusambandsins sem sagt er frá á heimasíðu Jafnréttisstofu að laun karla séu 17-18 af hundraði hærri en laun kvenna (laun kvenna 15% lægri en laun karla). Þetta er ekki talið viðunandi ástand og til að taka á vandanum er lagt til að "tryggja betri nýtingu á gildandi lögum, gera baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna hluta af stefnu þjóða Evrópusambandsins í atvinnumálum, vekja athygli á launamun kynjanna meðal vinnuveitenda, með því að leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð [og] skapa vettvang þar sem aðildarlöndin geta skipst á upplýsingum um velheppnaðar aðferðir með þátttöku aðila vinnumarkaðarins". Við getum ekki sætt okkur við að munur sem eingöngu skýrist af því að viðkomandi er karl eða kona sé viðvarandi ástand, svo viðvarandi að það þyki eðlilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 17:52
Helmingi fleiri dagar í vikunni?
Ég hef oft undrað mig á því þegar ég les slúðrið um Lindsay Lohan og Britney Spears og eftir atvikum karla í lífi þeirra hvort þær hafi helmingi meiri tíma, eða jafnvel þrisvar sinnum meiri tíma, en aðrir til að stunda list sína og skemmtanalífið að auki. Þvílíkt er magn frétta af þeim stöllum. Allt eru þetta væntanlega afskaplega þýðingarmiklar upplýsingar.
Ég veit ekkert um ætt Britneyjar eða ástmanna hennar, en um daginn sá ég að Lindsay væri dótturdóttur Jane Fonda og að Calum Best, kærasti eða fv. kærasti Lindsayar, væri sonur fótboltakappans George Best, og væri fúll yfir því að hún væri í áfengismeðferð (líka í Mogganum í dag). Enn þá þýðingarmeiri upplýsingar.
Lindsay Lohan tekin ölvuð undir stýri með kókaín í fórum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2007 | 08:32
Fleinn í Vatnajökulsþjóðgarði
Í framtíðinni verður Hálslón eins og fleinn inn í Vatnajökulsþjóðgarð, sorglegur vitnisburður um skammsýni stjórnmálamanna um tíaldamótin 2000. Ef áform ganga eftir verður þjóðgarðurinn þó stærsti þjóðgarður í Evrópu. Fyrst í stað mun hann einkum ná til jökulhettunnar en vonir standa til að Jökulsá á Fjöllum og bakkar hennar til sjávar muni einnig verða hluti þjóðgarðsins við stofnun hans, auk nokkurra landsvæða sem liggja að jöklinum hér og þar á hálendinu. Samstaða virðist meðal stjórnmálaflokka um að veita fé í uppbygginguna sem er áætluð að kosti á annan milljarð. Í framtíðinni þarf hann að stækka þjóðgarðinn mikið þannig að hann nái til alls þess svæðis sem jökulinn hefur haft áhrif á, þar með talið allt Ódáðahraun og vestur fyrir Skjálfandafljót, auk Skeiðarársands og mestalls hálendis í Skaftafells- og Múlasýslum og nokkurs hluta hálendis Rangárvallasýslu. Stefna af þessu tæi liggur fyrir - en fyrst þurfa stjórnvöld að tryggja rekstrargrundvöll þjóðgarðsins þannig að verkefnið njóti trausts þess fólks sem býr norðan, austan og sunnan jökuls. Eitt af því sem á að gera er að byggja gestastofur á fjórum stöðum auk þeirra sem fyrir eru í Skaftafelli og Ásbyrgi. Viðbót: Önnur uppbygging eru landvörslustöðvar og styrking þjónustustöðva sem þegar eru fyrir hendi - að ógleymdum göngustígum, merktum gönguleiðum, einhverjum göngubrúm og endurbótum á akstursleiðum inn í þjóðgarðinn.
Ekki má svo láta staðar numið: Við þurfum að móta skýra stefnu um nýtingu á vesturhluta hálendisins, áður en rokið er í einstakar framkvæmdir. Eitt af því er mótun stefnu um vegi og hefur Landvernd m.a. útbúið skýrslu um það efni. Látum ekki fleiri slíka fleina stingast inn í "hold" hálendisins, hvorki uppbyggða vegi né virkjanir.
Hálslón orðið 40 ferkílómetrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2007 | 17:27
Sílamávafárið
Hmm, líffræðingurinn segir um hvarf sílamávanna: "Það bendir margt til þess að einhvers staðar hafi fundist fæða og þeir hafi þá allir hópast þangað, en við höfum ekki áttað okkur á því ennþá hvar það er." Margar skýringar aðrar eru í bloggumræðunum, t.d. við blogg Hafsteins Viðars, þar sem Skarfurinn heldur því fram að Gísli Marteinn Baldursson hafi verið svo leiðinlegur að sílamávurinn forðaði sér. Reyndar minnir mig endilega að Gísli hótaði sílamávinum öllu illu, og þá allt eins líklegt að það hafi haft áhrif, en minnihlutinn í borgarstjórninni móaðist við og vildi fara að með gát. Minnir þó að samstaða í umhverfisráðinu, ef ég man rétt hvað fagnefndin heitir, hafi verið um að biðja Reykvíkinga og gesti þeirra um að gefa sílamávunum ekki að éta; kannski það hafi haft áhrif.
Sílamávurinn lætur sig hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2007 | 21:46
En ég fagna höfnun rannsóknarleyfa
Ég fagna því að Össur Skarphéðinsson skuli hafa hafnað ótal umsóknum um rannsóknarleyfi vegna virkjana á háhitasvæðum, sem Framsóknarflokkurinn afgreiddi ekki tveimur dögum fyrir kosningar eins og umsókn um Gjástykki í Þingeyjarsýslu - sem ég vona að Össur kanni rækilega hvort sé unnt að afturkalla vegna kringumstæðnanna.
Mér fannst vænt um að Össur lagði áherslu á að hann væri fv. umhverfisráðherra í útvarpsviðtali í gærmorgun - og sagði meiningu sína um Ríó Tintó. Kannski honum hugnist að iðnaðarráðuneytið verði aðstoð við umhverfisráðuneytið og hann aðstoðarumhverfisráðherra, þvert ofan í það þegar umhverfisráðherra hagaði sér eins og aðstoðarráðherra við iðnaðarráðuneytið, einkum á næstsíðasta kjörtímabili þegar mati Skipulagsstofnunar gagnvart Kárahnjúkavirkjun var snúið við og hún heimiluð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2007 | 08:09
Össur fagnar ekki Ríó Tintó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)