Efni
27.11.2009 | 13:36
Raunalegur Vörður
Heldur var raunalegt að hlusta á Vörð Leví Traustason, forstöðumann Fíladelfíusafnaðarins, í Sjónvarpinu í gær þegar hann ræddi hvort listamaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gæti komið fram í húsnæði safnaðarins ásamt öðru listafólki til að syngja fjörlega tónlist af því tæi sem Friðrik Ómar gerir mjög vel. Ég gat ekki betur heyrt en að Vörður segðist elska samkynhneigt fólk eins og annað fólk en er ekki tilbúinn til að viðurkenna líferni þess og vill hjálpa því og líkir líferni samkynhneigðra við framhjáhald og baktal. Ég skil þetta ekki: Er líferni homma og lesbía öðruvísi en annars fólks? Halda hommar og lesbíur oftar framhjá mökum sínum en aðrir og baktala þau oftar en aðrir? Eða er Vörður í orði að viðurkenna fólk, af því að hann var nú í Sjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna sem hann fær líka að koma fram í, en í reynd að dæma heilan hóp af fólki sem hann þekkir ugglaust aðeins lítið brot af. Ef hann þekkir þá nokkurn einasta homma eða einustu lesbíu, sem ég efast um ef viðhorfið er af þessum toga. Hitt er svo annað mál að Friðrik Ómar má eflaust hugsa sig tvívegis um hvort hann eigi að sækjast eftir því að syngja með þeim sem fyrirlíta hann fyrir kynhneigð eða líferni eins og Vörður orðaði það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Mér fannst spyrill í viðtalinu fara silkihönskum um Vörð. "Hjálpa þeim", væntanlega þýðir það að þeir samþykkja ekki praktíserandi homma heldur aðeins þá sem afneita eðli sínu. Fauskurinn fékk að komast óáreittur upp með undanskot.
Vitaskuld er skrýtið að Friðrik Ómar skuli sækjast eftir að syngja þarna. En söngur og söngást er undarlegt fyrirbæri. Ég hef sjálfur furðu gaman af klassískri kirkjutónlist og hef farið á marga "requiem" tónleika. Er þó gersamlega trúlaus. Sömuleiðis hef ég þekkt hatramma trúleysingja sem sækja í gospelsöng. En einmitt þess vegna finnst mér afstaða fíladelfíumanna andstyggileg og í andstöðu við raunverulegt dálæti á músík.
Ómar Harðarson 27.11.2009 kl. 19:11
Það er hárrétt hjá þér, Ómar, að spyrill Kastljóss fór silkihönskum um Vörð og má líka að ég hafi gert það í mínum ummælum hér að ofan. En þetta er nú samt það sem mér fannst að hann væri fyrst og fremst raunalegur í því hvernig hann var að reyna að tala þannig fordómar og fyrirlitning skinu ekki í gegn.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.11.2009 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.