Flóknir fjármálalegir gjörningar

Ég átti lengi úrklippu úr einhverju blaði þar sem Tryggvi Þór Herbertsson, bankastjóri Askar Capital, nú alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í millitíðinni sérlegur ráðgjafi Geirs Haarde í efnahagsmálum, lýsti starfsemi Askar (veit ekki hvort á að beygja þetta "Askar" eða hvort k er kannski c). Úrklippunni hef ég týnt en man þó að hann notaði þar sömu orð og í viðtali við Sjónvarpið á sama tíma, viðtali sem var endursýnt í gærkvöldi. Hann minntist líka á "afleiður" og í blaðaviðtalinu kom eitthvað fram um að það ætti að koma sér fyrir á fjármálasyllum. "Gjörningar": Fyrir hvað stendur það? Flóknir gjörningar? Hvað er það? Núna er verið að rannsaka einhverja slíka gjörninga með grun um að glæpir hafi verið framdir. En a.m.k. gengu gjörningaveður yfir fjármál Íslands.

En talandi um flókna gjörninga, þá virðist einfeldnin vera í fyrirrúmi hjá feðgunum Björgólfi og Björgólfi: Gefa eftir helminginn af sex milljörðum. Bent er á að þarna sé e.t.v. komin uppskriftin af því hvernig skuldir heimila og kannski smáfyrirtækja verði meðhöndlaðar: Gefa eftir helminginn. Eða kannski maður þurfi að skulda sex milljarða til að hægt sé að fara fram á slík kjör.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Ingólfur,

Í færslu  sem ég skrifaði í byrjun mars s.l. og rifjaðist upp hér, velti ég því fyrir mér hvort 60% afskriftarformúlan væri fundin, þá er Glitnir (síðar Íslandsbanki) afskrifaði litla 3 milljarða eða 60% af skuldum Árvakurs, sem var náttúrulega í eigu sömu Bjögga.

Þessir Bjöggar eru komnir í áskrift að afskrift, það er nokkuð ljóst.

 http://jennystefania.blog.is/admin/blog/?entry_id=818210

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.7.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mér er mjög minnisstætt viðtal við Tryggva Þór síðdegis í RÚV um það leiti sem Askar Capital var að hefja starfsemi sína.

Sennilega er það svona eftirminnilegt af því að ég skildi hvorki upp né niður í þessari bankastarfsemi sem Tryggvi Þór lýsti af mikilli ákefð og að því er virtist þekkingu. 

Það átti að höndla með afleiður og aðrar bankaafurðir minnir mig að hann hafi kallað það.

Ég verð að játa að ég skil ekki enn hvernig verðmæti verða til úr engu, en á þessum tíma vildu allir vera gullgerðarmenn.

Ekki hvarflaði að mér frekar en flestum að þetta athæfi gæti sett okkur í þá stöðu sem við erum núna.

Verst að afleiðiing þessa alls er sú að þjóðin virðist sammála um að engum sé treystandi til að bera hag hennar í huga framar eigin, eða flokks hagsmunum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.7.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið, Jenný og Hólmfríður - þetta voru ótrúleg leiktjöld sem þetta gengi setti upp. Og nú situr nefndur Tryggvi á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er það ekki við hæfi?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Einar Ólafsson

... og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt með nefndan Tryggva í þingflokknum, sem varaformann Þorgerði eiginkonu lánsmannsins Kristjáns og undir formennsku Bjarna fyrrverandi stjórnarformanns N1 og eignahaldsfélagsins BNT, sonar fyrrverandi stjórnaformanns Sjóvár-Almennra..........

Einar Ólafsson, 9.7.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Einmitt

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta er allrar athygli vert...og vert að fylgja eftir. Góðar vangaveltur um- Hvað þarf til þess að fólk fái afskriftir samþykktar?

Anna Karlsdóttir, 9.7.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna - en er ekki svarið við því að fólk fái afskriftir samþykktar hið klassíska um að skulda nógu mikið til að vera ómögulega fær um að borga?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband