Efni
8.7.2009 | 17:42
Flóknir fjármálalegir gjörningar
Ég átti lengi úrklippu úr einhverju blaði þar sem Tryggvi Þór Herbertsson, bankastjóri Askar Capital, nú alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í millitíðinni sérlegur ráðgjafi Geirs Haarde í efnahagsmálum, lýsti starfsemi Askar (veit ekki hvort á að beygja þetta "Askar" eða hvort k er kannski c). Úrklippunni hef ég týnt en man þó að hann notaði þar sömu orð og í viðtali við Sjónvarpið á sama tíma, viðtali sem var endursýnt í gærkvöldi. Hann minntist líka á "afleiður" og í blaðaviðtalinu kom eitthvað fram um að það ætti að koma sér fyrir á fjármálasyllum. "Gjörningar": Fyrir hvað stendur það? Flóknir gjörningar? Hvað er það? Núna er verið að rannsaka einhverja slíka gjörninga með grun um að glæpir hafi verið framdir. En a.m.k. gengu gjörningaveður yfir fjármál Íslands.
En talandi um flókna gjörninga, þá virðist einfeldnin vera í fyrirrúmi hjá feðgunum Björgólfi og Björgólfi: Gefa eftir helminginn af sex milljörðum. Bent er á að þarna sé e.t.v. komin uppskriftin af því hvernig skuldir heimila og kannski smáfyrirtækja verði meðhöndlaðar: Gefa eftir helminginn. Eða kannski maður þurfi að skulda sex milljarða til að hægt sé að fara fram á slík kjör.
16 milljarðar inn í Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Sæll Ingólfur,
Í færslu sem ég skrifaði í byrjun mars s.l. og rifjaðist upp hér, velti ég því fyrir mér hvort 60% afskriftarformúlan væri fundin, þá er Glitnir (síðar Íslandsbanki) afskrifaði litla 3 milljarða eða 60% af skuldum Árvakurs, sem var náttúrulega í eigu sömu Bjögga.
Þessir Bjöggar eru komnir í áskrift að afskrift, það er nokkuð ljóst.
http://jennystefania.blog.is/admin/blog/?entry_id=818210
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.7.2009 kl. 21:36
Mér er mjög minnisstætt viðtal við Tryggva Þór síðdegis í RÚV um það leiti sem Askar Capital var að hefja starfsemi sína.
Sennilega er það svona eftirminnilegt af því að ég skildi hvorki upp né niður í þessari bankastarfsemi sem Tryggvi Þór lýsti af mikilli ákefð og að því er virtist þekkingu.
Það átti að höndla með afleiður og aðrar bankaafurðir minnir mig að hann hafi kallað það.
Ég verð að játa að ég skil ekki enn hvernig verðmæti verða til úr engu, en á þessum tíma vildu allir vera gullgerðarmenn.
Ekki hvarflaði að mér frekar en flestum að þetta athæfi gæti sett okkur í þá stöðu sem við erum núna.
Verst að afleiðiing þessa alls er sú að þjóðin virðist sammála um að engum sé treystandi til að bera hag hennar í huga framar eigin, eða flokks hagsmunum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 8.7.2009 kl. 23:47
Þakka ykkur innlitið, Jenný og Hólmfríður - þetta voru ótrúleg leiktjöld sem þetta gengi setti upp. Og nú situr nefndur Tryggvi á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er það ekki við hæfi?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2009 kl. 00:00
... og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt með nefndan Tryggva í þingflokknum, sem varaformann Þorgerði eiginkonu lánsmannsins Kristjáns og undir formennsku Bjarna fyrrverandi stjórnarformanns N1 og eignahaldsfélagsins BNT, sonar fyrrverandi stjórnaformanns Sjóvár-Almennra..........
Einar Ólafsson, 9.7.2009 kl. 12:25
Einmitt
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2009 kl. 13:34
Þetta er allrar athygli vert...og vert að fylgja eftir. Góðar vangaveltur um- Hvað þarf til þess að fólk fái afskriftir samþykktar?
Anna Karlsdóttir, 9.7.2009 kl. 17:02
Takk fyrir innlitið, Anna - en er ekki svarið við því að fólk fái afskriftir samþykktar hið klassíska um að skulda nógu mikið til að vera ómögulega fær um að borga?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2009 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.