Evrópusambandsþráhyggjan - og ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar

Ég hef fylgst með Evrópusambandsþráhyggju Samfylkingarinnar og því hvernig stjórnarandstaðan býr sig undir að greiða atkvæði þannig að stjórnin falli, hvort heldur er út af Icesave-samningunum eða aðildarumsókn. Já, já Framsóknar við Evrópusambandi þegar á að ná í atkvæði og nei, nei ef stjórnin fellur er auðvitað í samræmi við hin gömlu góðu gildi þar á bæ að vera opin í báða enda. Og Sjálfstæðisflokkurinn að greiða atkvæði gegn Icesave-samningi er nú ekki beint sannfærandi. Undanskil Borgarahreyfinguna, veit ekki hvar hún stendur gagnvart ESB.

Vinstri græn standa frammi fyrir því hvort það á að láta endurreisnarstarf í samfélaginu gjalda fyrir Evrópusambandsþráhyggjuna. Vissulega myndi ég vilja að það yrði tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, það er fyrst um það hvort það eigi að sækja um, en ég samþykkti á flokksráðsfundi í vor að það yrði farið í stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, vitandi að það yrði ekki tvöföld atkvæðagreiðsla. En það kæmi nú samt óneitanlega úr harðari átt, en flest annað, ef Samfylkingin yrði andvíg því að greiða atkvæði um hvort eigi að sækja um og léti stjórnarsamstarfið stranda á því. Eins og er met ég þó stjórnarsamstarfið meira en hvort það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort eigi að sækja um - ég vona að Samfylkingin geri það líka ef það kæmi til þess að Alþingi samþykkti þess háttar fyrirkomulag.


mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband