Landsmót UMFÍ - í boði Alcoa! Æi nei

Þegar ég kom til Akureyrar í gærkvöldi úr velheppnaðri hálendisferð upp í Dyngjufjöll blöstu við mér fánar með merkjum Landsmóts Ungmennafélags Íslands og ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Alcoa. Og í morgun voru heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu frá Alcoa um stuðning auðhringsins við Landsmótið.

Mér finnst þetta sorglegt. Landsmót UMFÍ eiga sér langa sögu og þau voru haldin með myndarbrag löngu áður en álauðhringurinn Alcoa teygði anga sína til Íslands.

UMFÍ er ekki eini félagsskapurinn hér á landi sem þiggur styrk frá Alcoa, smámola af gróða þeirra. Fréttir að styrkveitingum Alcoa og það að sjá merki auðhringsins hér og þar verður æ algengara. Hver eru aftur skattfríðindin sem auðhringurinn nýtur? Hvernig væri að fyrirtækið greiddi meiri skatta og að samfélagið ráðstafaði þeim peningum?

Verra er að peningar frá Alcoa eru blóðpeningar eftir þá miklu fórn náttúru Íslands á altari auðhringsins sem virkjunin á hálendi Austurlands er.


mbl.is Innbrotsþjófur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voðalegt nöldur er þetta.

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ósköp er það nú lítilfjörleg málefnastaða þegar gagnrýni á Alcoa er kölluð nöldur. Þakka þér samt innlitið, Sigurjón.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.7.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband