Efni
15.4.2009 | 08:24
Engar launalækkanir opinberra starfsmanna á taxtalaunum
Ég heyrði í morgun að minn ágæti varaformaður, Katrín Jakobsdóttir, hefði rætt að lækka mætti laun opinberra starfsmanna. Væntanlega vill hún þá leggja það til í samningaviðræðum en ekki gera það með lögum eins og þeim sem voru sett á Kjararáð og ég hafði óttast að gamla ríkisstjórnin myndi fylgja eftir með launalækkunarlögum. Ég vil ekki trúa því að frambjóðendur vinstri grænna ætli sér slíkt verði flokkurinn áfram í ríkisstjórn - taka upp arfleifðina frá hinni svokölluðu þjóðarsátt um 1990 þegar brotnir voru kjarasamningar á háskólamenntuðum starfsmönnum. Ég held Katrín og aðrir frambjóðendur verði að skýra þetta miklu betur - eða draga til baka yfirlýsingar af þessum toga. Við þetta má bæta að ef einhvers staðar er greitt yfir töxtum er það allt annað mál, og það á að fara yfir launamálin af sjónarhóli jafnréttis.
Opinber störf eru flest í menntakerfinu og velkerfiskerfinu sem þarf að verja í yfirstandandi kreppu. Kerfin verða ekki varin í slag við okkur sem þar vinnum. En ég lýsi aftur yfir stuðningi við svokallaðan hátekjuskatt, sem reyndar leggst líka á millitekjur.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Frá út tímabilið en framlengdi
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
Athugasemdir
Sæll Ingólfur !
Ég tók líka eftir þessum ummælum varaformanns VG í gær.
Katrín Jakobsdóttir færði okkur sanninn um það að umræður um launalækkanir eru sennilega komnar mun lengra í ríkisstjórninni en við gerum okkur grein fyrir. Margir samningar opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna. Opinberir starfsmenn láta það vitanlega ekki yfir sig ganga að semja um lægri taxta eftir allt kaupmáttarhrunið sem orðið hefur með verðbólgunni síðustu 18 mánuðina eða svo.
Líklega mun stjórn VG og Samfylkingar þá ala á þeim ótta að ef menn taki ekki á sig launalækkun verði að segja upp starfsfólki. Mögulega tekst trikkið, fer eftir því hve forysta félaga innan BSRB (Ögmundur ?) BHM og KÍ er hnarreist og föst fyrir. Ef menn ganga ekki að tilboði um launalækkun verður næst hótað setningu nýrra “neyðarlaga” sem allir kauptaxtar starfsmanna ríkisins (og sveitarfélaga) verða lækkaðir með valdi og samningsréttur í raun afnuminn.
Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson, 15.4.2009 kl. 08:42
Tek undir þetta ágætu menn. Mun birta fyrr en síðar bréf sem sannar tilvist þessara hugmynda. Ég trúi því ekki að stjórnarflokkarnir komi með þetta kortér fyrir kosningar.
Gísli Baldvinsson 15.4.2009 kl. 09:10
Einar og Gísli, takk fyrir innlitið. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að núverandi stjórnarflokkar afnemi samningsréttinn
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.4.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.