Saving Iceland-police

Ein af athyglisverðustu fréttum síðustu daga tengist hýðingu skuldaþrælanna á Lækjartorgi, en á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn mátti lesa frásögn Gísla Jökuls Gíslasonar lögreglumanns og ritstjóra Lögreglublaðsins. Hann bendir á þá staðreynd að "aðgerðasinnar" sem meðal annars tengjast félagsskapnum Saving Iceland vilji einkum tefja fremur en skemma og eyðileggja, og það hafi verið þekkt andlit úr þeim hópi meðal þeirra sem vörðu lögregluna fyrir grjótkasti við Stjórnarráðið 22. janúar sl. Hins vegar hafi það verið "fíklar og ofbeldismenn sem köstuðu grjótinu".
mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Mjög er virðingarvert af Gísla Jökli að skrifa um og halda þannig á lofti, staðreyndinni að mótmælendur/aðgerðasinnar vörðu fáliðaða lögreglumenn á þessu ógnarkveldi.

Hlédís, 16.2.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Uppreisnarvikan um daginn var mjög krítískt ástand og öllum varð ljóst að íslensk lögregla gæti aldrei bælt niður uppreisn, ef til hennar kæmi - þótt maður fengi á tilfinninguna að það héldu sumir Sjálfstæðisráðherranna. Það kom líka á daginn að "aðgerðasinnar" og margir fleiru vildu síst af öllu ráðast á lögregluna, því hverjir eru í henni? Einhverjir aðrir en fólk sem tengist okkur, sem þar störfum ekki, fjölskyldu-, vináttu- og starfsböndum af margvíslegum toga. Það hefðu því verið alvarleg mistök, svo sem verið reynd fyrr í Íslandssögunni, að beita lögreglunni í pólítískum aðgerðum með þeim hætti sem maður var farinn að óttast að gert yrði.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.2.2009 kl. 16:14

3 identicon

Ég gat ekki betur séð en að löggan hefði barið niður, ég meina bælt niður, uppreisnina sem þarna varð :D

Vonum bara að fólkið verði ekki nógu vitlaust að hefja alvöru uppreisn.

Halli 16.2.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Hlédís

"Svo má brýna deigt járn að bíti"!  Ekki gott að vita hvað gerist verði lögreglunni sigað of oft á fólk!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Halli og Hlédís, takk fyrir innlit og umræður

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.2.2009 kl. 09:38

6 Smámynd: Hlédís

Sæll Ingólfur!  Ég sá Halla ip-tölu einmitt vera að silfurskottast í gær ásamt félaga sínum Baldri ip-tölu - á síðu þar sem fjargviðrast var um "þessa aðgerðasinna" og hve óþægir þeir væru og alltaf að skrökva um lögregluofbeldi.

Hlédís, 17.2.2009 kl. 09:52

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er ágætt að þeir félagar, Halli og Baldur, skuli leynast undir dulnefnum; er það ekki einmitt það sem "aðgerðasinnar" eru krítiseraðir fyrir að leyna andlitum sínum - sem er reyndar það sama og mér skilst að sérsveit löggunnar geri. Viljum við búa í landi hinna andlitslausu? Á meðan það að sá sem hýddi á Lækjartorgi fær a.m.k. ekki andlitsmynd af sér meðan hann hefur grímu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.2.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband