Að dreyma útburð ráðuneytisstjóra!

Mig dreymdi draum í fyrrinótt, sem er ekki í frásögur færandi, nema að efni draumsins var að ég var að bera ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins út úr einhverju húsi, ég held að lokinni einhverri ráðstefnu, bera hann út eins og hálfgerða tusku eða hund, með taki í hnakkadrambið. Nú er fátt hægt að leggja út af þessum draumi annað en að í mér býr sú einlæga von að ný ríkisstjórn taki til í stjórnkerfinu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreiðrað um sig í, ekki bara á síðustu átján árum en miklu lengur. Hitt er allmiklu merkilegra að nefndur ráðuneytisstjóri skrifar varnargrein sem var það fyrsta sem ég sá í Mogganum snemma morguninn eftir. Áðan las ég greinina og er feginn að ég gerði það því að sérhver á sér málsvörn. Hann lýsir því hvernig hann eignaðist hlutabréfin og hvers vegna hann gat tæpast selt þau fyrr og að það hafi ekki verið innherjaupplýsingar sem réðu þeirri sölu, heldur einmitt það sjónarmið að óheppilegt sé að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins eigi hlutabréf í fjármálafyrirtækjum. Ég dæmi ekki um formlega sekt eða sýknu hans hvað varðar lögbrot, en ég er nokkuð viss um að nefndur ráðuneytisstjóri ber ábyrgð á þeirri pólítík sem rekin hefur verið og er valdandi að kreppunni.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ráðuneytisstjórarnir eiga auðvitað að fara líka og skipta svo öllum þingmönnum út í kosningunum - öllum, þetta lið hefur kóað með og er þannig samsekt sukkurunum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.1.2009 kl. 13:38

2 identicon

Ætli blessaður maðirinn hafi allt í einu fattað að hann var ráðuneytisstjóri?

Freyja Bjarnadóttir 30.1.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Högni og Freyja, góður punktur með fattarann :-)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.1.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fer ekki fjármálaráðuneytið með ríkisfjármálin frekar en bankamál og viðskipti? Það vill segja skattheimtu og ríkisútgjöld. Niðurstaða þín um ábyrgð ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis á stefnumótun í málum er varða hlutabréfaviðskipti og fjármálamarkaði þykir mér hæpin. En það má segja að ábyrgð Baldurs Guðlaugssonar á bankahruninu sé hentugur drumbur fyrir Framsóknarmann að henda að á þá nornabrennu sem nú logar

Flosi Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlit og athugasemd, Flosi. Bankamál, viðskipti, skattheimta og ríkisútgjöld eru allt saman nátengd mál í einkavinavæðingarferlinu en satt að segja man ég ekki hvort nefndur Baldur sat einhvern í einkavæðingarnefndinni eða öðrum stefnumótunar- eða framkvæmdanefndum einkavinavæðingarinnar. En ég skil ekki tengingu þína við "Framsóknarmann": Hefur einhver Framsóknarmaður verið að argast út í Baldur? Ég hef ekki kynnt mér það

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.1.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband