Efni
29.1.2009 | 12:23
Varðar okkur um kynhneigð forsætisráðherra?
Það er mjög athyglisvert að fylgjast með fréttum af kynhneigð mögulegs verðandi forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur. "Iceland is set to become the first country to have an openly-queer head of government", segir einn vefmiðill [Ísland verður líklega fyrsta landið til að hafa yfirlýsta samkynhneigða manneskju sem æðstu manneskju ríkisstjórnar]. Sem minnir okkur á að við vitum yfirleitt ekkert hver er kynhneigð stjórnmálafólks því að hjúskaparstaða hefur í gegnum tíðina ekki verið örugg leið til að segja til um kynhneigð. Þannig veit ég ekki hvort Jóhanna verður fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra Íslands eða fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra heims. Reyndar eru meiri líkur á því að hommar eða tvíkynhneigðir karlar hafi gegnt slíku starfi án athygli út á það en að lesbíur eða tvíkynhneigðar konur hafi komist til sömu metorða, einmitt vegna þess að karlar hafa að mestu einokað þetta starfsheiti í veröldinni. Þessi umræða er um margt jafngáfuleg og að segja að Geir Haarde hafi verið síðasti gagnkynhneigði forsætisráðherrann úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Ekki að ég viti nokkurn skapaðan hlut um kynhneigð hans og kemur hún ekki við - en ég vona að hann verði sá síðasti úr Sjálfstæðisflokknum.
En hvað um það: Á sama hátt og þessi umræða getur hæglega dregið athygli frá verkum Jóhönnu, hver sem þau eru, hef ég samt ekki á móti því að um kynhneigð hennar sé rætt ef það eykur virðingu landsins út á við. Við þurfum á því að halda á þessum tímamótum.
Jóhanna vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég held að kynhneigð Jóhönnu muni ekki auka virðingu landsins út á við. Mundu að samkynhneigðir eru minnihlutahópur sem njóta virðingar hjá minnihlutahópi vegna kynhneigðar sinnar.
Baldur Sigurðarson, 29.1.2009 kl. 12:31
Takk fyrir innlitið, Baldur. Samt held ég athyglin verði meira jákvæð en neikvæð.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 12:42
Sem svar við fyrirsögn; NEI
Fordómafullt fólk mun enn vera til, en það er einn minnihlutahópurinn í veröldinni sem þarf að taka tillit til.
Sammála þér Ingólfur, þetta virkar á jákvæðan hátt, annað væri ómálefnaleg umræða.
Sverrir Einarsson, 29.1.2009 kl. 13:10
Þarf að taka tillit til fordómafulls fólks? Ekki ef það er að fettast út í kynhneigð annars fólk. Því kemur nefninlega bara ekkert við hver sefur hjá hverjum, á meðan það er ekki maki þeirra eða dóttir undir lögaldri.
Ég hafði ekki hugmynd um Jóhönnu fyrr en fjölmiðlar fóru að garga þetta. Veit það núna, en álit mitt á henni er óbreytt, enda skiptir það mig engu hjá hverjum hún kýs að kúra sig.
Villi Asgeirsson, 29.1.2009 kl. 13:30
Það eru verkin sem tala ekki kynhneigðin.
Offari, 29.1.2009 kl. 15:00
Takk fyrir innlitið, Sverrir,Villi, Hilmar og Offari -
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 15:30
Ég get ekki séð að kynhneigð Jóhönnu né nokkurns annars komi okkur neitt við.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.1.2009 kl. 16:09
Sæll Ingólfur.
Taktu eftir því að þetta eru stórar fréttir úti í heimi sem urðu tilefni til frétta hér á landi. Þetta var okkur Íslendingum ekki tiltökumál og það segir nokkuð um stöðu okkar þjóðar í þessum efnum. Í öðrum löndum eru þetta hins vegar stórfréttir vegna þess að þar er réttindabarátta til muna aftar en á Íslandi.
Þetta var eiginlega svona "við erum fræg erlendis" frétt sem slegið var upp í íslenskum fjölmiðlum.
Mér finnst þetta varla á orð nefnandi en það segir meira um mig og mitt umhverfi held ég. Ég vil dæma eftir því hvað menn gera en ekki hvað menn eru.
Ragnar Bjarnason, 29.1.2009 kl. 23:36
Sæll Ingólfur okkur varðar ekkert um kynhneigð Jóhönnu frekar en okkar varðaði um kynhneigð Geirs. Kannski allra minnst vegna þess að hún hefur ekki verið til opinberar umræðu hjá Jóhönnu frekar en kynhneigð Geirs hefur verið til umræðu. Jóhanna hefur mér vitnalega ekki verið sérstakur málsvari samkynhneigðra (umfram það sem hún er málsvari flestra minnihlutahópa). En hins vegar get ég skilið ákveðið stolt margra samkynhneigðra. Svona eins við Íslendingar erum stoltir af þeim sem gera það gott í útlöndum eða eins og þegar í litlum bæjarfélögum allir koma saman til að fylgjast með sinni konu eða manni í keppni. Þannig get ég skilið og virt stolt samkynhneigðra með að eiga fyrsta yfirlýsta samkynhneigða forsætisráðherra í heimi.
Kristín Dýrfjörð, 30.1.2009 kl. 00:05
Nei
En samt jú
í grunninn kemur okkur að ekki við. Um leið og hún er orðin opinber persóna og það ráðstýra þá breytist málið. Spurningin verður hvort þetta geti haft áhrif á starf hennar.
Sem fosætisráðstýra getur þetta haft áhrif á samskipti milli þjóða þó sennilega væri þetta erfiðara ef hún væri utanríkisráðstýra.
Er hún velkomin í öll lönd og ef svo er ekki, Viljum við þá nokkuð hafa samskipti við þau lönd.
Hefur þetta auglýsingagildi. Já að vissu leyti. Við þykjum svo skrítin núna hvort eð er að þetta litar þá stöðu enn glaðari litum.
Kristján Logason, 30.1.2009 kl. 05:31
Þetta mun skipta frekar litlu máli þegar fram líða stundir. Enda afar langt frá því að vera aðalmálið -ekki satt ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 07:17
Guðrún Þóra, Ragnar, Kristín, Kristján, Hildur Helga, takk fyrir innlit og áhugaverðar umræður um efnið
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.1.2009 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.