Sakleysið uppmálað

Stóru fyrirtækin sem heita skrítnum nöfnum eru sakleysið uppmálað. Í yfirlýsingu Exista segir meðal annars: "Varnir á eigið fé er eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í ábyrgum rekstri fjármálafyrirtækis. Exista hefur gert samninga um gengisvarnir við alla stærstu viðskiptabankana ... Exista hefur átt í viðræðum við íslensku bankana meðal annars vegna uppgjörs varnasamninga og er enginn ágreiningur um réttmæti þessara samninga ..."

Ekki er nú þetta orðað þannig að ég skilji sakleysið fullkomlega, en ég á minna "eigið fé" að verja og hef ekki starfslið til að gera "varnasamninga" um "varnir á eigið fé" svo að það er kannski ekki von ég skilji þetta. Eða var nokkuð ætlast til þess í fréttatilkynningunni? 
En hvað er Exista? Skv. heimasíðu Exista á "Nýi Kaupþing banki hf" rúmlega 10% í fyrirtækinu en eitthvað sem heitir BBR ehf. á tæp 80%, líklega eru það Lýður og Ágúst Guðmundssynir kenndir við Bakkavör, því að þeir eru í stjórn Exista. En Ólafur Ólafsson á Kjalar hf. (94%) og kvartar núna hástöfum undan því að fá ekki allt að 100 milljarða í "gjaldeyrisskiptasamninga". Ætli það séu líka varnarsamningar?

mbl.is „Exista stundaði ekki spákaupmennsku"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband