Efni
7.8.2008 | 17:45
Árleg busunartíð í framhaldsskólum nálgast
Bráðlega mun starf framhaldsskóla landsins hefjast, og um leið áhyggjur margra nýliða af svokölluðum busavígslum, sem fara fram í flestum eða öllum framhaldsskólum. Busavígslurnar eru margar hverjar niðurlægjandi og það er tilhneiging til að gera lítið úr nýliðunum. Sumar eru jafnvel ofbeldisfullar en talið er að dregið hafi úr hvoru tveggja á síðustu árum þar sem skólayfirvöld og nemendur hafa tekið höndum saman. Þó er hætt við að þeim verði síður ágengt gegn "meinlausari" aðferðum við niðurlæginguna, m.a. vegna þess að eldri nemendur eru ógagnrýnir á eða afskiptalausir um busunina.
Eftir að hafa séð myndir af busavígslu Menntaskólans af Egilsstöðum í þættinum Gettu betur í Sjónvarpinu í febrúarlok fyrir þremur árum var mér meira en nóg boðið. Þessi "athöfn", sem var valin af menntskælingum sjálfum sem sýnishorn úr skólastarfinu, fólst m.a. í því að nýliðarnir voru látnir skríða í drullupollum. Ég átti samtal við þáverandi umboðsmann barna um málið og í framhaldinu skrifaði ég umboðsmanninum og menntamálaráðuneytinu bréf. Mér er kunnugt um að menntamálaráðuneytið skrifaði skólameisturum bréf í kjölfarið og nú hefur Umboðsmaður barna skrifað framhaldsskólunum bréf um efnið. Sjá einnig blogg mitt frá fyrra ári.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Þetta er alltaf að verða svæsnara og svæsnara. Ein dóttir mín kom úr busavígslu í MH fyrir margt löngu angandi úr grút og fötin hennar ónýt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 19:47
Ég man að þegar við vorum busuð í MS hérna um árið (´79) vorum við látin drekka mysu og dýft ofan í slorkar fylltu af vatni. Fyrst var okkur öllum safnað saman í salinn og "böðlar" látnir gæta okkar. Auðvitað brutust út óeirðir og nokkrir hraustir slagsmálahunda reyndu að verja okkur busablómin (sem af mikilli fyrirhyggjusemi höfðum mætt í okkar "verstu" fötum í skólann í tilefni dagsins). Síðan reyndu "böðlarnir" að leiða okkur í smærri hópum út í garð þar sem okkar beið mysan góða og karið. Þennan dag fengu allir næga hreyfingu og eldri bekkingar á fullt í fangi með að halda þessum spræku og sporléttu busum í skefjum.
En í endurminningunni var þetta bara fjör - þó mysan hafi ekki verið sem ferskust og vatnið kalt og slorugt.....þá var engin niðulæging í gangi og við "börðumst" öll saman gegn þessum misvitru eldri bekkingum. Og þrátt fyrir að flestir yrðu að láta sig hafa þetta þá var það gert án nokkurs undirlægjuháttar....og ekki man ég eftir að neinir hafi slasast.
Anna Þóra Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:21
Þakka ykkur innlitið, Anna Þóra og Jenný Anna. Ég held að þetta vatn hafi verið sótt niður í Reykjavíkurtjörn sem var notað í MS, líka þau ár sem ég kenndi þar. Þó getur verið að því hafi verið hætt vegna mengunar í tjörninni og notað eitthvert annað vatn.
Ég er sannfærður um að meiri hlutinn hefur gaman af þessu og það er hluti af vandanum. Sumir mæta þó ekki í skólann vegna hræðslu eða mæta hræddir busunardaginn, láta undan hópþrýstingi. Þar að auki mun það svo í sumum skólum að skólastarfið er undirlagt busuninni í marga daga.
Mér er sagt að vígslur af þessu tæi hafi aldrei verið í Versló heldur kaffiboð til heiðurs nýliðum. Vissulega er hægt að taka mikinn tíma í þess háttar en þa
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.8.2008 kl. 07:43
Sæll Ingólfur.
Viltu fara inn á bloggsíðuna mína og segja frá undirskriftarsöfnuninni og áróðrinum?
Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.