Árleg busunartíð í framhaldsskólum nálgast

Bráðlega mun starf framhaldsskóla landsins hefjast, og um leið áhyggjur margra nýliða af svokölluðum busavígslum, sem fara fram í flestum eða öllum framhaldsskólum. Busavígslurnar eru margar hverjar niðurlægjandi og það er tilhneiging til að gera lítið úr nýliðunum. Sumar eru jafnvel ofbeldisfullar en talið er að dregið hafi úr hvoru tveggja á síðustu árum þar sem skólayfirvöld og nemendur hafa tekið höndum saman. Þó er hætt við að þeim verði síður ágengt gegn "meinlausari" aðferðum við niðurlæginguna, m.a. vegna þess að eldri nemendur eru ógagnrýnir á eða afskiptalausir um busunina.

Eftir að hafa séð myndir af busavígslu Menntaskólans af Egilsstöðum í þættinum Gettu betur í Sjónvarpinu í febrúarlok fyrir þremur árum var mér meira en nóg boðið. Þessi "athöfn", sem var valin af menntskælingum sjálfum sem sýnishorn úr skólastarfinu, fólst m.a. í því að nýliðarnir voru látnir skríða í drullupollum. Ég átti samtal við þáverandi umboðsmann barna um málið og í framhaldinu skrifaði ég umboðsmanninum og menntamálaráðuneytinu bréf. Mér er kunnugt um að menntamálaráðuneytið skrifaði skólameisturum bréf í kjölfarið og nú hefur Umboðsmaður barna skrifað framhaldsskólunum bréf um efnið. Sjá einnig blogg mitt frá fyrra ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er alltaf að verða svæsnara og svæsnara.  Ein dóttir mín kom úr busavígslu í MH fyrir margt löngu angandi úr grút og fötin hennar ónýt. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég man að þegar við vorum busuð í MS hérna um árið (´79) vorum við látin drekka mysu og dýft ofan í slorkar fylltu af vatni. Fyrst var okkur öllum safnað saman í salinn og "böðlar" látnir gæta okkar. Auðvitað brutust út óeirðir og nokkrir hraustir slagsmálahunda reyndu að verja okkur busablómin (sem af mikilli fyrirhyggjusemi höfðum mætt í okkar "verstu" fötum í skólann í tilefni dagsins). Síðan reyndu "böðlarnir" að leiða okkur í smærri hópum út í garð þar sem okkar beið mysan góða og karið. Þennan dag fengu allir næga hreyfingu og eldri bekkingar á fullt í fangi með að halda þessum spræku og sporléttu busum í skefjum.

En í endurminningunni var þetta bara fjör - þó mysan hafi ekki verið sem ferskust og vatnið kalt og slorugt.....þá var engin niðulæging í gangi og við "börðumst" öll saman gegn þessum misvitru eldri bekkingum. Og þrátt fyrir að flestir yrðu að láta sig hafa þetta þá var það gert án nokkurs undirlægjuháttar....og ekki man ég eftir að neinir hafi slasast.

Anna Þóra Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið, Anna Þóra og Jenný Anna. Ég held að þetta vatn hafi verið sótt niður í Reykjavíkurtjörn sem var notað í MS, líka þau ár sem ég kenndi þar. Þó getur verið að því hafi verið hætt vegna mengunar í tjörninni og notað eitthvert annað vatn.

Ég er sannfærður um að meiri hlutinn hefur gaman af þessu og það er hluti af vandanum. Sumir mæta  þó ekki í skólann vegna hræðslu eða mæta hræddir busunardaginn, láta undan hópþrýstingi. Þar að auki mun það svo í sumum skólum að skólastarfið er undirlagt busuninni í marga daga.

Mér er sagt að vígslur af þessu tæi hafi aldrei verið í Versló heldur kaffiboð til heiðurs nýliðum. Vissulega er hægt að taka mikinn tíma í þess háttar en þa

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.8.2008 kl. 07:43

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæll Ingólfur.

Viltu fara inn á bloggsíðuna mína og segja frá undirskriftarsöfnuninni og áróðrinum?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband