Verður ákvörðun um Helguvík endurskoðuð?

Bergur Sigurðsson hjá Landvernd telur í þessari frétt mögulegt að ákvörðunin um Helguvík verði tekin upp. Spurning hvort það verður gert formlega eða hvort það verður gert þannig að orkuflutningar og orkuöflun verði sett í einn pakka, því að þar er mikil óvissa um hvaða virkjanir á að smíða til að fá orku. Nema auðvitað rafmagnið komi úr raflínum eins og bæði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og talsmaður Alcoa á Norðurlandi hafa látið hafa eftir sér (sjá bloggfærslu í júlí).


mbl.is Formsatriði ráða niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Setti þessa athugasemd við júlífærsluna. Biðst velvirðingar á því og hendi henni inn hér líka.

Allir sem spilað hafa tölvuleikinn Sim City skilja að það þarf að vera orkuver tengt við línurnar. Annars gera þær ekki neitt. Spurning með að splæsa á leikinn fyrir þá sem ekki skilja hvernig rafmagn verður til.

Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.8.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband