Orsök eða afleiðing?

Spurningin vaknar: Hverjir, úr hvaða starfshópum, eiga að tala í útvarpi og vera í viðtölum? Eru það karlarnir sem nú tapa peningum í stórfyrirtækjunum? Eða konur og karlar sem vinna önnur störf í samfélaginu? Störf þar sem litlum peningum er hægt að tapa, nema launum sem hafa orðið fyrir kjararýrnun.

Að einhverju leyti endurspegla þessi hlutföll valdastöður (stjórnmál, rekstur stórra fyrirtækja) í landinu - en á sama tíma má vel ætlast til þess að fjölmiðlar séu jafnréttistæki, og það hefur sýnt sig að þegar fjölmiðlafólk reynir að fá bæði konur og karla og fólk með fjölbreyttan bakgrunn í viðtöl og þætti að þá tekst það. 


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér algjörlega sammála Ingólfur.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvert ætli sé hlutfall karla og kvenna í blaða- og fréttamannastétt? Það væri líka fróðlegt að vita.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.7.2008 kl. 02:25

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jenný Anna og Lára Hanna, takk fyrir innlitið.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband