Náttúrusjóðurinn Auðlind

Fréttatilkynning: "Næstkomandi föstudag, 20. júní, verður haldinn kynningarfundur í Þjóðminjasafninu vegna stofnunar Auðlindar-Náttúrusjóðs. Áhugafólk um náttúruauðæfi Íslands hefur um árabil unnið að stofnun sjóðsins, sem tekur að sér að styrkja endurheimt og viðhald náttúruauðlinda landsins. Sjóðurinn á sér ekki fyrirmyndir hér á landi, en erlendis eru til hliðstæðir sjóðir, oft samstarfsvettvangur einkaaðila, fyrirtækja og hins opinbera, sem vinna að verklegum framkvæmdum á sviði umhverfisverndar.

Að Auðlind standa nokkir áhugasamir einstaklingar sem eiga að baki ólíka reynslu í atvinnulífinu. Meðal þeirra eru: Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur, Orri Vigfússon formaður NASF Verndarsjóðs villtra laxastofna, Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og prófessor, Jóhann Ísberg ljósmyndari, Þórólfur Árnason forstjóri SKÝRR, Andri Snær Magnason rithöfundur, María Ellingssen leikstjóri, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor, Ívar Kristjánsson fjármálastjóri CCP, Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur, Snorri Baldursson líffræðingur og Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur ­svo nokkrir séu nefndir."


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband