Ísbjörn óskast! Deilt um uppstoppunarrétt ísbjarnarins?

Hmm, er það virkilega svo að það verði deilur um hver fái að sýna uppstoppaðan ísbjörn? O, jæja. En skömmu áður en ísbjörninn var aflífaður í gær gat eftirfarandi að lesa á vef Umhverfisstofnunar:

17.6.2008 : 17:00 Ísbjörn óskast! Það er stundum gaman að tilviljunum. Fyrirsögnin er tilvísun í leikrit Sigurbjargar Þrastardóttur sem frumsýnt var fyrir þremur árum, á 15. júní, sama dag og Skagabjörninn stígur á land. Fjallaði það um ísbjörn sem var að sækja um vinnu í dýragarði og ekki hvaða dýragarði sem var heldur dýragarðinum í Kaupmannahöfn.


mbl.is Hvítabjörninn á Stokkseyri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Sæll Ingólfur.

Rakst inn á síðuna þína fyrir tilviljun og langaði bara að kasta á þig kveðju. Þú manst samt örugglega ekkert eftir mér - en þú kenndir mér í MS fyrir meir en aldarfjórðungi.

Gaman að sjá hvað þú ert alltaf ferskur og málefnalegur í umræðunni.

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Athyglisvert - ég þarf greinilega að fara inn á heimasíðu umhverfistofnunarinnar og kíkja!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

http://leikdomar.blogspot.com/2005/06/hreindr-og-sbjrn-skast.html

Hér eru leikdómar um "Ísbjörn óskast" fyrir ofan. Það var ekkert meir að hafa frá Umhverfistofnun fram yfir það sem þú skrifaðir og þess vegna fór ég að leita meir á netinu!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Innilegar þakkir fyrir, Edda, þetta er greinilega jafn-skemmtilegt verk og ég hefði búist við af Sigurbjörgu. Synd að hafa ekki séð verkið - en heldurðu að það verði ekki víða sett upp núna í kjölfarið?

Anna Þóra: Kærar þakkir fyrir innlitið. Ég man sannarlega eftir þér og hef nú skráð ósk um bloggvináttu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.6.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Bara nefna það

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband