Það verður sjálfsagt myndarbragur á þeim búskap

... segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Morgunblaðinu í dag (bls. 2) þar sem hún fagnar því að sátt náðist milli þriggja systra um að ein þeirra, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, í félagi við Höfðafélagið, myndi eignast landskika og sumarhús sem fara hafði átt á uppboð til að systurnar gætu slitið sameign sinni. Jafnframt óskar Steinunn Ólína Mývetningum "farsællar sambúðar" við systur sína.

Um farsæla sambúð Mývetninga við Laufeyju mælir Steinunn Ólína afar rétt. Þannig hefur Laufey lagt menningarlífi í Mývatnssveit gott lið, t.d. með tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit um páska. Ég er Laufeyju mjög þakklátur fyrir hennar framlag og hef notið þessara tónleika í nokkur skipti. Ég geri ráð fyrir að niðurstaðan í Höfðamálinu stuðli að áframhaldandi samstarfi og framlagi Laufeyjar til menningarlífsins.

Höfðafélagið er félag einstaklinga, sem flestir tengjast Mývatnssveit, og hefur það markmið að eignast allan Höfða til að sveitarfélagið eigi þar allt land og bæti þannig við þann almenningsgarð og fólkvang sem amma systranna, Guðrún Pálsdóttir, gaf sveitarfélaginu fyrir nærri 40 árum. Höfðafélagið safnar nú fé til að fjármagna kaupin. Bankanúmer þess er 1110-05-402540 og kennitala 631106-1100. Það er ánægjulegt að samstarf hefur komist á við Laufeyju um málið. 


mbl.is Uppboð á Höfða við Mýtvatn fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var á tónleikumfyrir tveimur vikum á Gljúfrasteini með Laufeyju og Páli Eyjólfssyni gítarleikara. Það var góð stund. Heppin þið að hafa hana!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband