Vonandi tekst að koma öllum Höfða í almenningseigu

Vonandi tekst Höfðafélaginu að eignast afganginn af Höfða í Mývatnssveit. Markmið félagsins er að afhenda landið sveitarfélaginu til eignar og sameina þannig land Höfða sem kalla má sveitargarð, því að vissulega lítur ekki allur Höfði mjög náttúrlega út með barrtrjám sem þar var plantað. Eins og fram kemur í fréttinni er verið að bjóða upp til að slíta sameign erfingja Guðrúnar Pálsdóttur sem gaf sveitarfélaginu meginhluta Höfða fyrir tæpum 40 árum. Vilji Guðrúnar mun þó hafa verið skýr: að eignin rynni til sveitarfélagsins ef erfingjar hennar vildu ekki nota land og gamalt hús sem því fylgir.

Margvíslegar hugmyndir eru uppi um hvað gera má í Höfða, verði þessi lóð og hús að almenningseign. Meðal þeirra sem ræddar voru á aðalfundi Höfðafélagsins 16. júní á sl. ári eru: Ljósmyndasafn að hluta tileinkað listamanninum Bárði sem byggði Höfða; náttúruskoðunarsetur, m.a. fuglaskoðun; kyrrðarsetur fyrir listamenn eða rannsóknarsetur fyrir tónlist og sönghefðina í Mývatnssveit þar sem sjaldan koma saman þrír án þess að syngja allt af fjórraddað (kannski aðeins ýkt); upplýsingamiðstöð fyrir málefni er tengist Mývatnssveit, t.d. náttúrufarsrannsóknir eða veiðiskap; safn um sögu Hafurshöfða sem Höfði stendur á. Hér af mörgu að taka og alveg augljóst hvers vegna Höfði þarf að vera í almenningseigu.

Og þess má til viðbótar geta að á aðalfundi Höfðafélagins sl. sunnudag (8. júní) var sérstakleg velt vöngum yfir því hvort yrði mikill vargur á uppboðsdeginum því að ef margmenni kemur til þátttöku í uppboðinu er húsið of lítið til að halda uppboðið innan húss. Mér sýnist af veðurspá að dæma að það gæti einmitt orðið vargur í dag.


mbl.is Höfði boðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sammála því að mikilvægt er að koma þessum frábæra áningarstað í almenningseigu - - og tryggja umgengni.

Fólkvangur Mývetninga var það sem Guðrún Pálsdóttir lagði grunn að - en hana hefur eflaust ekki rennt í grun að upp kæmi sú staða að erfingjar hennar misstu lóðina og litla húsið í uppboðsfarveginn.

 Nú þurfum við að leggja lið - - hvernig sem uppboð dagsins fer - - burtfluttir og nær-búandi Mývetningar og velunnarar þessarrar táknmyndar Íslenskrar náttúru á alþjóðlegri markaðssetiningu.

Benedikt Sigurðarson, 12.6.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband