Hvað gerist í Svarfaðardal um helgina?

Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi verður haldinn á Rimum, íþróttahúsi Húsabakkaskóla sunnudaginn 4. maí 2008 kl. 16:15. Á dagskrá fundarins eru fræðsluerindi, tónlist, kaffiveitingar og venjuleg aðalfundarstörf. Erindi fundarins flytur Bjarni E. Guðleifsson og nefnist það Minningar frá fyrstu starfsárum SUNN. Um tónlistina sjá þau Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson. Á aðalfundinum leggur stjórnin fram starfsskýrslu sína um sl. tvö ár. Þar kemur fram að SUNN hafa tekið þátt í samstarfi frjálsra félagasamtaka innbyrðis. Þau hafa einnig tekið þátt í samstarfi við umhverfisráðuneytið sem felst í misserislegum fundum o.fl. Samtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningar, umsagnir um lagafrumvörp og athugasemdir við matsskýrslur vegna umhverfisáhrifa. Allir eru velkomnir á erindið og til að hlýða á tónlistina og þiggja kaffið. Nýir félagar boðnir eru velkomnir í samtökin. Lög samtakanna. (Fréttatilkynning frá SUNN.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband