Einu sinni einkaþota, alltaf einkaþota

Nú berast þær fréttir að Geir Haarde og Björgvin G. Sigurðsson séu farnir til Norður-Svíþjóðar á Norðurlandafund með einkaþotu, svo þeir missi ekki úr vinnunni! Ég hef skilning á vinnutapsrökunum - en skyldu þeir gera eitthvert gagn hér heima á þeim tíma sem er sagður sparast við að nota einkaþotuna? Hefðu þeir slegist við verðbólguna? Nota þeir tímann í (vonandi) þægilegum sætum einkaþotunnar til að undirbúa aðgerðir til að efla hag heimila landsins í dýrtíðinni? Vona það - og a.m.k. dregur ekki úr verðbólgunni við að ráðherrarnir þurfi að bíða eftir áætlunarflugi á ýmsum flugvöllum.

Ég fagna því þó að Norðurlandasamstarfið þyki ekki síður merkilegt til einkaþotunotkunar en NATÓ Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well.. Ef þeir væru að ferðast á þotu þá væri hægt að tala um einkaþotuferðalag... Eftir því sem ég best veit er vélin frá Flugfélaginu Ernir og ég veit ekki til þess að þeir eigi neinar þotur  heldur bara old school skrúfuþotur sem stundum eru meir að segja leigðar af íþróttaliðum til að spara hótelkostnað og tíma í ferðalögum innanlands (t.d. til ferðalaga norður á Akureyri).

Hvaða rugl er þetta eiginlega? Held að þessi leiguflugsumræða sé ein sú vitlausasta sem ég hef heyrt í langan tíma í íslenskri pólitík og þó er af nógu að taka...

IG 7.4.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..strætómiðaumræða..

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta kallaðist flottræfilsháttur í minni sveit.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.4.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

IG, Óskar og Helga Guðrún: Takk fyrir innlitið. IG: Það er nú pínulítið fyndið ef við erum búin að fjasa um einkaþotu og er þetta svo bara alls engin þota

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.4.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband