Einkaþotuflugið á NATÓ-fundinn snýst um ímynd en ekki kostnað

Talsvert hefur verið hneykslast á því að fulltrúar Íslands hafi ferðast á einkaþotu á NATÓ-fund. Ég nenni nú ekki að hneykslast mikið á því og viðurkenni að það getur vel verið að það sé hárrétt að umframkostnaður að teknu tilliti til vinnutaps hafi verið óverulegur, þótt það myndi reyndar vera ágætt að biðja Ríkisendurskoðun fara yfir það.

Einkaþotuflugið fer í taugarnar á mörgum - þykir flottræfilsháttur á skjön við alvarlega atburði í efnahagsmálum, verðbólgu sem hefur alvarleg áhrif á kjör launafólks. Var tíminn sem sparaðist hjá ráðherrum nýttur til að takast á við efnahagsvandann? Ekki hefur mér skilist það. Ráðherrarnir verða að hugsa um hvort ferðamátinn skapar ríkisstjórninni bestu ímyndina. Rökstuðningur kostnaðarins er ekki það flestir láta sig mestu varða - eða það held ég ekki. (Því má svo bæta við að í Fréttablaðinu í dag upplýsir Sigmar Guðmundsson hjá Ríkisútvarpinu að hann hafi langt fram eftir degi, þ.e. 1. apríl, haldið að það væri aprílgabb að ráðherrarnir hefðu ferðast í einkaþotu.)

Mér skilst að það dugi að gróðursetja 80 tré til að kolefnisjafna aukaútblástur af þessu flugi. Þau yrðu eflaust áhugaverður ímyndarlundur á Fagra Íslandi Samfylkingarinnar sem er svo ráðalítil gegn stóriðjustefnunni, sbr. síðasta blogg mitt.

Ísland úr NATÓ - ekki fleiri álver!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli hefði ekki verið alveg nóg að senda myndir af þeim Geir og Ingibjörgu? Íslendingar eru alveg gjörsamlega valdalausir í svona félagi þar sem stórveldin ráða nánast öllu, jafnvel meira en í Efnahagsbandalaginu.

Dæmigert er fyrir Geir að troða sér sem næst Bush bandaríkjaforseta sem fáir vilja vera nálægt. Svo er að sjá að e-ð spennandi sé þegar myndin er tekin að Angela Merkel þýskalandskanslari virðist taka meiri athygli. Þetta mætti Geir og Ingibjörg athuga næst ef þau þá eru enn í stjórn. Svo má alltaf senda mynd.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.4.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skilaboðin til þjóðarinnar eru svo röng með svoa þotuflugi

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Mosi og Hólmdís.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.4.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband