Efni
4.4.2008 | 23:29
Ertu ekkert á blogginu?
... spurði bloggvinkona sem ég hitti í dag. Sótti í síðustu viku málþing Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í New York og dvaldi þar fáeina daga til viðbótar. Hélt upp á afmælið mitt um miðja nótt á heimleiðinni í háloftunum.
Það er hins vegar um nóg að blogga: Umhverfisráðherra hefur nú úrskurðað gegn sannfæringu sinni um umhverfismat álvers í Helguvík og tengdra framkvæmda, þ.e. virkjana og raflína. Finnst að þetta sé í raun ein framkvæmd, treystir sér ekki til að úrskurða að svo sé og vill setja lög um að hér eftir verði að meta slíkar tengdar framkvæmdir saman. Hafi ég skilið fréttirnar rétt.
Hér fyrir norðan vill Alcoa líka reisa álver og við þurfum að krefjast þess að álverið og allar tengdar framkvæmdir verði metin saman. Nú liggja fyrir tillögur að matsáætlunum um virkjun á Þeistareykjum og raflínur þaðan - sett fram sem tvær aðskildar framkvæmdir. Hvorttveggja er þó hluti af forsendum álversins, hluti af umhverfisáhrifum þess, og ætti allt þetta að metast saman.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Kæri Ingólfur, til hamingju með 1. apríl, Bragi minnti okkur hin á daginn í 9 kaffi.
Kristín Dýrfjörð, 5.4.2008 kl. 00:01
Gaman að sjá þig aftur hér Og til hamingju með afmælið. Eigum við þá inni eitthvað með kaffinu? Spyr bara sisona
Ég er nú frekar óhress með þessa álgleði, hélt að tekist hefði að frelsa þjóðina að mestu þegar stækkun álversins í Straumsvík var hafnað - en svo virðist aldeilis ekki vera. Álglýan virðist hafa blossað upp aftur. Sorglegt.
Anna Ólafsdóttir (anno) 5.4.2008 kl. 00:51
Blessaður Ingólfur.
Ég var að skoða teikningarnar af þessu á heimasíðu Þeistareykja. Mér finnst ótrúlegt að þeir ætli sér að fara inn í Gjástykki fyrir 40MW af orku. Orkugræðginni eru engin takmörk sett og það verðum við að stöðva.
Bestu kveðjur, Ólafur Örn
Ólafur Örn Pálmarsson 5.4.2008 kl. 12:19
Takk fyrir innlitið, Kristín og Anna - og þú líka auðvitað, Ólafur, og skoðaðu athugasemd á þinni vefsíðu
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 13:46
Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Er þetta að verða Álland?
Sigrún Jóna 5.4.2008 kl. 15:15
Sæll Ingólfur
Til hamingju með afmælið. Svo þú ert apríl barn! Varstu búinn að sjá mars-útgáfu National Geography - Þar er athyglisverð grein um Icelandic power struggle og fínasta mynd af gervigígunum á þínum heimavígstöðvum.
bestu kveðjur frá Hróarskeldu
Anna Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:31
Takk fyrir innlitið, Sigrún Jóna og Anna ... já, ég er meira að segja 1. apríl-barn! Sá einmitt hólana mína í Rófunum. Við köllum skálarnar í hólunum hveri en vissulega eru þetta gervigígar, en ætli Náttúruverndarráði sem friðlýsti þá undir heitinu Skútustaðagígar hafi ekki þótt Skútustaðagervigígar dálítið snautlegt!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 17:29
Sammála því Ingólfur, gervigígar eru asnalegt nafn yfir þessi flottu náttúrundur á þinni heimajörð.
Anna Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:09
Sæl Ingólfur.
Það er sorglegt að sjá hvernig virkjunarsinnarnir í Samfylkingunni hafa í raun aldrei sleppt tökunum á stefnu flokksins í nýtingu landsins, þrátt fyrir að heiðarlegir og vel meinandi umhverfissinnar í flokknum hafi verið látnir berja saman plaggið um Fagra Ísland. Því riti sem virðist ekki ætlað til annars en plata menn fyrir kosningar. Ráðherrann er vel meinandi en greinilega í algjörum minnihluta í sínum hópi og hjásvofelsið hjá Sjálfstæðismönnum er þeim sem ráða för meira virði en framsýni og uppbygging til framtíðar. Gjástykki er einfaldlega ein af hinum dýrmætu perlum landsins og með óvenjulega stöðu til að skapa þar merkilega afrek á heimsmælikvarða. Þetta er staðurinn þar sem landrekskenningin sannaðist. Þarna er allt óhemjuvel rannsakað, skráð og myndað og ímynd þessa svæðis er feiknasterk sem gefur færi á uppbyggingu á fræða- og náttúruverndarsvæði sem tækju mörgu mikið fram. Þegar stjórnvöld áður fyrr reru lífróður að fá hingað inn til lands stóriðjufyrirtæki voru menn lítið að hika við að eyða peningum í það. Milljarðar voru nýttir í verkið (man eftir svari við fyrirspurn á Alþingi þar sem sagt var að rúmir 3 milljarðar væru þegar farnir í verkið og þar af einar 700 milljónir til að liðka fyrir samningum). Engin slík sókn er sett í gang í sambandi við landnýtingu og atvinnusköpun sem byggist upp kringum umhverfismál, náttúruverndartengda ferðamennsku og vísindarannsóknir. Vilji er allt sem þarf en hann vantar bara. Þessum stjórnvöldum þykir greinilega lítið mál að fórna framtíðarmöguleikum Þingeyinga og annarra Íslendinga fyrir nokkur skitin megavött, enda sjálfsagt búin að lofa einhverjum einhverju í þessu samhengi. Já Fagra Ísland og styrkur stjórnvalda til að takast á við framtíðina eru lítils virði þessa dagana. Því miður, því fagurlega hljómuðu fyrirheitin þó þau reynist nú innantóm og fölsk.
Friðrik Dagur Arnarson 6.4.2008 kl. 20:22
..ég er byrjandi í blogginu..snjallar færslur. Les allt um fjármál þessa stundinna og er fljótur að læra..Guðbjörn bloggari hefur kennt mér mest..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 11:03
Friðrik Dagur og Óskar, takk fyrir innlitið. Og góða punkta frá þér, Diddi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.4.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.