Ertu ekkert á blogginu?

... spurđi bloggvinkona sem ég hitti í dag. Sótti í síđustu viku málţing Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í New York og dvaldi ţar fáeina daga til viđbótar. Hélt upp á afmćliđ mitt um miđja nótt á heimleiđinni í háloftunum.

Ţađ er hins vegar um nóg ađ blogga: Umhverfisráđherra hefur nú úrskurđađ gegn sannfćringu sinni um umhverfismat álvers í Helguvík og tengdra framkvćmda, ţ.e. virkjana og raflína. Finnst ađ ţetta sé í raun ein framkvćmd, treystir sér ekki til ađ úrskurđa ađ svo sé og vill setja lög um ađ hér eftir verđi ađ meta slíkar tengdar framkvćmdir saman. Hafi ég skiliđ fréttirnar rétt. 

Hér fyrir norđan vill Alcoa líka reisa álver og viđ ţurfum ađ krefjast ţess ađ álveriđ og allar tengdar framkvćmdir verđi metin saman. Nú liggja fyrir tillögur ađ matsáćtlunum um virkjun á Ţeistareykjum og raflínur ţađan - sett fram sem tvćr ađskildar framkvćmdir. Hvorttveggja er ţó hluti af forsendum álversins, hluti af umhverfisáhrifum ţess, og ćtti allt ţetta ađ metast saman.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörđ

Kćri Ingólfur, til hamingju međ 1. apríl, Bragi minnti okkur hin á daginn í 9 kaffi.

Kristín Dýrfjörđ, 5.4.2008 kl. 00:01

2 identicon

Gaman ađ sjá ţig aftur hér  Og til hamingju međ afmćliđ. Eigum viđ ţá inni eitthvađ međ kaffinu? Spyr bara sisona

Ég er nú frekar óhress međ ţessa álgleđi, hélt ađ tekist hefđi ađ frelsa ţjóđina ađ mestu ţegar stćkkun álversins í Straumsvík var hafnađ - en svo virđist aldeilis ekki vera. Álglýan virđist hafa blossađ upp aftur. Sorglegt.

Anna Ólafsdóttir (anno) 5.4.2008 kl. 00:51

3 identicon

Blessađur Ingólfur.

Ég var ađ skođa teikningarnar af ţessu á heimasíđu Ţeistareykja. Mér finnst ótrúlegt ađ ţeir ćtli sér ađ fara inn í Gjástykki fyrir 40MW af orku. Orkugrćđginni eru engin takmörk sett og ţađ verđum viđ ađ stöđva.

Bestu kveđjur, Ólafur Örn

Ólafur Örn Pálmarsson 5.4.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitiđ, Kristín og Anna - og ţú líka auđvitađ, Ólafur, og skođađu athugasemd á ţinni vefsíđu

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 13:46

5 identicon

Ég veit ekki mitt rjúkandi ráđ. Er ţetta ađ verđa Álland? 

Sigrún Jóna 5.4.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sćll Ingólfur

Til hamingju međ afmćliđ.  Svo ţú ert apríl barn! Varstu búinn ađ sjá mars-útgáfu National Geography - Ţar er athyglisverđ grein um Icelandic power struggle og  fínasta mynd af gervigígunum á ţínum heimavígstöđvum.

bestu kveđjur frá Hróarskeldu 

Anna Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitiđ, Sigrún Jóna og Anna ... já, ég er meira ađ segja 1. apríl-barn! Sá einmitt hólana mína í Rófunum. Viđ köllum skálarnar í hólunum hveri en vissulega eru ţetta gervigígar, en ćtli Náttúruverndarráđi sem friđlýsti ţá undir heitinu Skútustađagígar hafi ekki ţótt Skútustađagervigígar dálítiđ snautlegt!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála ţví Ingólfur, gervigígar eru asnalegt nafn yfir ţessi flottu náttúrundur á ţinni heimajörđ.

Anna Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:09

9 identicon

Sćl Ingólfur.

Ţađ er sorglegt ađ sjá hvernig virkjunarsinnarnir í Samfylkingunni hafa í raun aldrei sleppt tökunum á stefnu flokksins í nýtingu landsins, ţrátt fyrir ađ heiđarlegir og vel meinandi umhverfissinnar í flokknum hafi veriđ látnir berja saman plaggiđ um Fagra Ísland. Ţví riti sem virđist ekki ćtlađ til annars en plata menn fyrir kosningar. Ráđherrann er vel meinandi en greinilega í algjörum minnihluta í sínum hópi og hjásvofelsiđ hjá Sjálfstćđismönnum er ţeim sem ráđa för meira virđi en framsýni og uppbygging til framtíđar. Gjástykki er einfaldlega ein af hinum dýrmćtu perlum landsins og međ óvenjulega stöđu til ađ skapa ţar merkilega afrek á heimsmćlikvarđa. Ţetta er stađurinn ţar sem landrekskenningin sannađist. Ţarna er allt óhemjuvel rannsakađ, skráđ og myndađ og ímynd ţessa svćđis er feiknasterk sem gefur fćri á uppbyggingu á frćđa- og náttúruverndarsvćđi sem tćkju mörgu mikiđ fram. Ţegar stjórnvöld áđur fyrr reru lífróđur ađ fá hingađ inn til lands stóriđjufyrirtćki voru menn lítiđ ađ hika viđ ađ eyđa peningum í ţađ. Milljarđar voru nýttir í verkiđ (man eftir svari viđ fyrirspurn á Alţingi ţar sem sagt var ađ rúmir 3 milljarđar vćru ţegar farnir í  verkiđ og ţar af einar 700 milljónir til ađ liđka fyrir samningum). Engin slík sókn er sett í gang í sambandi viđ landnýtingu og atvinnusköpun sem  byggist upp kringum umhverfismál, náttúruverndartengda ferđamennsku og vísindarannsóknir. Vilji er allt sem ţarf en hann vantar bara. Ţessum stjórnvöldum ţykir greinilega lítiđ mál ađ fórna framtíđarmöguleikum Ţingeyinga og annarra Íslendinga fyrir nokkur skitin megavött, enda sjálfsagt búin ađ lofa einhverjum einhverju í ţessu samhengi. Já Fagra Ísland og styrkur stjórnvalda til ađ takast á viđ framtíđina eru lítils virđi ţessa dagana. Ţví miđur, ţví fagurlega hljómuđu fyrirheitin ţó ţau reynist nú innantóm og fölsk. 

Friđrik Dagur Arnarson 6.4.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ég er byrjandi í blogginu..snjallar fćrslur. Les allt um fjármál ţessa stundinna og er fljótur ađ lćra..Guđbjörn bloggari hefur kennt mér mest..

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 11:03

11 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Friđrik Dagur og Óskar, takk fyrir innlitiđ. Og góđa punkta frá ţér, Diddi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.4.2008 kl. 07:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband