Efni
5.3.2008 | 20:26
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar
Hvernig hugsar gagnrýninn maður? Hvað er lýðræði? Hvaða hlutverki gegna skólar í því að þroska gagnrýna hugsun og gildismat? Hvaða tækifæri gefur aukinn fjöldi innflytjenda okkur við þróa lýðræðið?
Svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum færðu á ráðstefnu sem kennaradeild Háskólans á Akureyri gengst fyrir laugardaginn 15. mars nk. í húsakynnum sínum í Þingvallastræti 23. Ráðstefnan er haldin til heiðurs Guðmundi Heiðari Frímannssyni sem gegndi starfi deildarforseta kennaradeildar fjórtán fyrstu starfsárin en lét af þeim störfum sl. haust. Guðmundur er nú prófessor í heimspeki við deildina og flytur aðalerindi ráðstefnunnar sem nefnist Hugarfar gagnrýninnar hugsunar. Á ráðstefnunni munu einnig tala Vilhjálmur Árnason og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessorar við HÍ, og Hanna Ragnarsdóttir dósent við KHÍ. Sjá dagskrá.
Okkur sem nú stjórnum deildinni fannst upplagt að efna til ráðstefnu á þessum tímamótum en jafnframt er deildin 15 ára þessu ári sem er síðasta starfsár hennar sem deildar en hún verður hluti af nýrri hug- og félagsvísindadeild Háskólans.
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir, það er enginn aðgangseyrir og það eru veitingar að henni lokinni. Hún hefst kl. 13 og lýkur, ja, ætli hún klárist nokkuð fyrr en maturinn er búinn. En formlega á henni að ljúka kl. 16!
Flokkur: Bloggar | Breytt 7.3.2008 kl. 09:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Takk fyrir að minna mig á. Hlakka til að fá meira að heyra þegar nær dregur.
Kristín Dýrfjörð, 5.3.2008 kl. 23:36
Þarna sýnist mér vera um mjög áhugaverða ráðstefnu að ræða. Gagnrýnin hugsun virðist lítt eiga upp á pallborðið þessi árin. Mér virðist sem sumu fólki finnist gagnrýnin hugsun vera nöldur og best sé að lifa þannig að vera ekkert að rugga einhverjum báti - eða hreinlega ákveðinn rétttrúnaður eins og t.d. á markaðsöflin.
Gangi ykkur vel.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 12:30
Kristín og Alma Jenny, takk fyrir innlitið. Þetta verður mjög skemmtileg ráðstefna
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.3.2008 kl. 20:26
Þetta er áhugaverð ráðstefna. Ég sæi umræðuþjálfun meðal íslenskra nemenda upp í gegnum skólakerfið sem ágætis æfingu í þá átt. Nemendur í háskólum eru oft átakanlega illa búnir til að viðhafa rökhlaðnar samræður um málefni. Ég held að einn liðurinn í að kryfja hluti á gagnrýninn hátt sé að æfa sig, hlusta á aðra, spreyta sig sjálfur og velta upp málum. Gangi þér vel með ráðstefnuna.
Anna Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 17:09
Sammála síðasta ræðumanni, gæti ekki orðað það betur.
Það væri gaman að vera þarna og hlusta en því miður á ég ekki heimangengt - góða skemmtun.
Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:54
Takk fyrir innlitið, Anna og Edda. Verður spennandi
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.3.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.