Byggingarleyfi til álvers í Helguvík: Hneyksli eða sjónarspil?

Náttúruverndarsamtök Íslands (NSÍ) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar þau fagna gagnrýni umhverfisráðherra á samþykktir bæjarstjórna Garðs og Reykjanesbæjar. NSÍ lýsa yfir fullum stuðningi við kæru Landverndar og krefjast þess að umhverfisráðherra ógildi álit Skipulagsstofnunar um álver í Helguvík og tryggi með þeim hætti að fram fari heildstætt umhverfismat fyrir álver, orkuflutninga og þær virkjanir sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í. NSÍ benda á að fyrir kæru Landverndar séu gild rök sem m.a. byggja á markmiðum tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisráhrifum þess efnis að allar upplýsingar liggi fyrir þegar ákvörðun er tekin. Þess vegna ber ráðherra að ógilda álit Skipulagsstofnunar og taka þannig af öll tvímæli um að fram verði að fara nýtt og heildstætt mat á umhverfisáhrifum. Sjá nánar á heimasíðu NSÍ.

Dráttur hefur orðið á því að umhverfisráðuneytið afgreiði kæru Landverndar og var að heyra á umhverfisráðherra í gærkvöldi í fréttum Sjónvarpsins að það væri vegna þess að málið væri flókið og hefði fordæmisgildi. Hvorttveggja er rétt - og má þá velta fyrir sér hvort útgáfa leyfis nú sé sjónarspil til að reka á eftir ráðherranum - eða hvað - og eiga þannig á hættu að fá óvandaðri niðurstöðu.

Umhverfisráðherra benti líka á í fréttunum að Samfylkingin hefði ekki náð Fagra Íslandi ómenguðu inn í stjórnarsáttmálann. Er það málið? Að henni verði ekki vært í ríkisstjórninni um hún úrskurðar um heildstætt umhverfismat? Vill umhverfisráðherrann í raun og veru stöðva þá iðju að stórar framkvæmdir séu bútaðar niður þannig að hver og ein standist mat á umhverfiáhrifum? Ef hið síðastnefnda á við styð ég ráðherrann.


mbl.is Fagna gagnrýni umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það er mitt mat að hún eigi að úrskurða um heildstætt umhverfismat. Það er vitað mál að Norðurál stefnir síðar að stækkun Helguvíkur þó svo verksmiðjan verði byggð á áföngum.

Nú reynir á grundvallaratriðin!

Valgerður Halldórsdóttir, 13.3.2008 kl. 10:18

2 identicon

Þetta er merkilegt mál. Að menn skuli telja það eðlilegt að setja svona verkefni í gang áður en búið er að ganga frá veigamiklum forsendum svo sem orkuöflun, orkuflutningi og mengunarkvótum. Þetta ber allt þess merki að það eigi að rjúka af stað og fara svo langt "að ekki verði aftur snúið" og þá verði skynsemi, varkárni og framsýni látnar víkja fyrir hinum "mikilvægu björgunaraðgerðum" sem verði að fara í. Þarna er enn verið að sýna að menn hugsa til skamms tíma, ekki til langframa. Ekkert liggur fyrir hvaða áhrif fleiri stórmengunarævintýri hafa á ímynd Íslands, en ímyndir virðast stöðugt verða mikilvægari forsenda þegar lönd og þjóðir eru metin. Ekkert liggur fyrir hvort það er hagstæðasta nýting háhitasvæða á SV-landi að umturna þeim með virkjunum í stað þess að vernda þau og nýta til annarra hluta, svo sem fræðslu og ferðamennsku. Og undarlegast af þessu öllu, ef misvitrir hreppakóngar geta tekið svona skuldbyndandi ákvörðun fyrir alla þjóðina en ríkisstjórnin og umhverfisráðherra geta ekki stoppað þetta af á grundvelli þess að þar á bæ er litið á málin í stærra samhengi. Þetta er ekki einkamál þeirra við Helguvík, þetta er mál okkar allra og því þarf að meta allan pakkan heildstætt. Annað er ábyrgðarleysi.

Friðrik Dagur Arnarson 13.3.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er ég sammála ykkur og skrifaði sjálf um þetta mál í gær. Friðrik Dagur talar eins og út úr mínu hjarta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Valgerður, Friðrik Dagur og Lára Hanna

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband