Hverfa samtök sjálfgræðisflokksins?

Mig minnir að hún hljómaði svona, tilkynningin í Útvarp Matthildi forðum. Skyldi einhver af höfundum hennar standa á bak við raunveruleikasjónvarpið hjá íhaldinu - eins og Katrín Jakobsdóttir kallaði farsann í ræðu sinni á flokksráðsfundi vinstri grænna um helgina. 

Ég held að þessi farsi auki engan veginn tiltrú á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum yfirleitt, enda þótt við störfum í öðrum flokkum eigum ekki þátt í ruglinu sem á sér stað hjá Reykjavíkuríhaldinu - og mikilvægt er að bregðast við því.  Eindrægni var á flokksráðsfundi VG um helgina. Hápunkturinn var líkast til útskýring Turid Leirvoll, framkvæmdastýru Socialistisk Folkeparti í Danmörku, þar sem hún útskýrði hvernig flokkurinn fór að því tvöfalda fylgið frá kosningunum á undan, sjá frétt.


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að glundroðinn í íhaldinu í borginni er stjórnmálum sem slíkum ekki til framdráttar. Sexmenningarnir og Villi eru alveg búin að missa sjónar á því sem stjórnmál eiga að snúast um, sem er það að vinna að góðum málum til hagsbóta fyrir þá sem kusu menn til slíks. Fyrir þessu liði er frami þeirra sjálfra aðalatriðið og  málefnin fá að líða fyrir á meðan. Og það er víða kastað til höndum í kerfinu um þessar mundir hjá þeim sem eiga að sigla skútunni, þannig að starfsfólk borgarinnar fær ekki frið til að vinna að góðum verkum eins og það getur og vill. Sérkennilegt að prófkjörsbarátta við samflokksmenn skuli tekin fram yfir vinnu við málefni borgarinnar. En það er önnur hlið á þessum málum sem ekki er síður merkileg. Það er sífelld endurtekning ýmissa sjálfstæðismanna á því að allir stjórnmálamenn í Reykjavík beri sameiginlega ábyrgð á ruglinu sem nú ríkir í borginni. Þetta talaði t.d. Kristján Þór um aftur og aftur í Silfri Egils.  Fyrst sexmenningarnir og Villi geta ekki rifið sig upp úr því svaði sem þeir eru búnir að koma sér fyrir í þá reyna þeir að draga aðra niður á planið til sín. Það á s.s. að reyna að klína óhroðanum á alla svo þeir sem bera ábyrgð á honum skeri sig ekki eins mikið úr. Ósmekklegt en ekki óvænt í ljósi sögu þessa hóps. Hann þekkir greinilega ekki málsháttinn sem segir að ekki hvítnar krákan þó hún ati aðra auri. Vonandi er þreyta almennings á öllu ruglinu ekki orðinn svo mikill að hann nenni ekki að sjá í gegnum slíkan málflutning. Það eru nefnilega margir sem eiga engan þátt í sóðaskapnum og eiga ekki að þurfa að svara fyrir hann ásamt þeim sem bera raunverulega ábyrgð. Við skulum vona að mönnum takist ekki að skauta framhjá afleiðingum gjörða sinna og þeir fái þann sóma af verkum sínum sem þeir eiga skilið og ekki annað.

Friðrik Dagur Arnarson 25.2.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er hárrétt hjá þér, Friðrik Dagur, að benda á þann ósóma að ætla að draga alla aðra með sér niður í svaðið. Ólafur F. og hans vinnubrögð eiga þar að vísu heima; má minna á að hann klauf sig forðum úr Sjálfstæðisflokknum. Eg get ekki með nokkru móti séð að núverandi minnihluti í Reykjavík beri ábyrgð á því hvernig komið er fyrir stjórnmálaástandinu í Reykjavík.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.2.2008 kl. 20:07

3 identicon

SF á sinn Villa! Hann er reyndar Søvndal en samt velvakandi. Það voru margir samverkandi þættir sem snúruðu saman sigur SF. En viðtum núna að Villi "Okkar" er enginn skúrkur. Hjúkk.

Gísli Baldvinsson 26.2.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, Villy Søvndal er víst kennari! Það á líka við um nokkra íslenska stjórnmálamenn. Það tók dálitla stund að átta mig á að auglýsingamennska SF hefði verið grunduð í skýrri framtíðarsýn en ekki tilviljunarkenndum slagorðum - eða a.m.k. tókst henni Þuríði, svo maður hafi nú nafnið upp á íslensku, að heilla mig hvað það varðar, jafnvel þótt hún viðurkenndi fúslega að það væru ekki vísindi að baki þeirri kröfu að hafa mest 22 nemendur í bekk heldur pólítík - sem nemendurnir skildu ágætlega, orðaði hún það.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.2.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband